Birtingarmyndir kynferðisofbeldis
Kynferðisofbeldi er ofbeldi og ofbeldi varðar við lög. Í umræðunni í dag er „kynferðisofbeldi eða kynbundið ofbeldi“ notað til að skýra kynferðislega áreitni af ýmsu tagi og kynferðisglæpi, líkamlega valdbeitingu og óviðeigandi kynferðislega hegðun með eða án snertingar.