Hér er ein helsta ástæða þess að ég bauð fram krafta mína á kirkjuþing.

Hér er ein helsta ástæða þess að ég bauð fram krafta mína á kirkjuþing. Vísa hér í frétt sem birtist í Morgunblaðinu 1. nóvember 2019 og er nú komið í góða virkni eftir því sem ég hef heyrt þar sem óháðir sérfræðingar vinna með þær tilkynningar um ofbeldi og einelti sem berast innan kirkjunnar.
En hér er fréttin frá 2019 þegar þessu starfi lauk eftir um það bil árs vinnu stýrihópsins.
 
„Einelti, kynferðisleg áreitni, kynbundin áreitni, ofbeldi og kynferðisbrot munu nú verða tekin nýjum tökum hjá þjóðkirkjunni að sögn Kolbrúnar Baldursdóttur, sálfræðings og sérfræðings í eineltismálum, borgarfulltrúa og kirkjuþingsfulltrúa. Kolbrún lagði til á kirkjuþingi 2019 að myndaður yrði stýrihópur sem setti saman stefnu og verklag ef upp koma ofbeldismál s.s. einelti eða kvörtun um kynferðisbrot hjá kirkjunni. Kolbrún sat í hópinum og leiddi faglega þátt vinnunnar sem lauk störfum í mars. Afraksturinn var lagður fyrir framhaldsþingið í mars 2019 og var samþykktur samhljóða.
„Ég hef sem sálfræðingur til 30 ára unnið mikið í eineltismálum bæði í skólum, íþróttafélögum og vinnustöðum auk þess sem ég hef skrifað mikið um þennan málaflokk þar á meðal bókina EKKI MEIR. Í gegnum árin hef ég þróað ákveðið verklag sem hefur gengið vel í ljósi þess hversu erfið og viðkvæm þessi mál eru,“ sagði Kolbrún. Kolbrún var kjörin til setu á kirkjuþingi 2018. „Ég gaf kost á mér vegna þess að mig langaði að hjálpa kirkjunni að takast á við eineltis- og ofbeldismál. Þetta eru erfið mál og mér þótti sýnt að þarna þyrfti að gera góða faglega stefnu og verklag og taka á þessu heildstætt það er eina stefnu fyrir allt ofbeldi,“ sagði Kolbrún. Nú er ekkert að vanbúnaði. Finna þarf fagfólk í teymið sem vinna á þau mál sem upp koma og er mikilvægt að um sé að ræða utanaðkomandi fagfólk. Ég legg áherslu á að sálfræðingur með farsæla reynslu sitji í teyminu og jafnvel geðlæknir eða annað fagfólk úr þessum geira. Nú bíður kikjunnar að kynna stefnuna og verklagið um allt land þannig að ef upp koma mál þá viti fólk innan kirkjunnar og þeir sem hafa hagsmuna að gæta hvert á að leita og hvaða viðbragðsferli tekur þá við.“ sagði Kolbrún. „Ég tel að kirkjan sé að mörgu leyti að sigla inn í nýja tíma sem hluti af samfélagi lýðræðis, mannréttinda, jöfnuðar og gegnsæis með innleiðingu þessarar nýju stefnu og verklags um aðgerðir gegn einelti, kynferðislegri áreitni, kynbundinni áreitni og ofbeldi og meðferð kynferðisbrota innan kirkjunnar .“ Í verklaginu er lögð áherslu á að sá sem kvartar hafi aðkomu að sínu máli, enda sé það hans. Þegar ný persónuverndarlög komu var það staðfest sem ég hef verið að berjast fyrir árum saman og það er að engu sé haldið leyndu fyrir aðilum málsins og að að teymið vinni með tilkynnandanum, hafi við hann samráð. Réttindi meints geranda þarf líka að huga að t.d. að hann fái fullar upplýsingar um ásökunarefnið, hvað það er sem hann er ásakaður fyrir“ sagði Kolbrún.““