Bókuð Flokks fólksins undir liðnum: Lögð fram og kynnt, skýrsla stýrihóps um endurskoðun á vetrarþjónustu, dags. 15. mars 2023:
Lögð er fram skýrsla stýrihóps um endurskoðun vetrarþjónustu Reykjavíkurborgar. Fulltrúi Flokks fólksins fékk óvænt tækifæri til að taka sæti í hópnum. Ef þeim tillögum verða fylgt eftir sem stýrihópurinn hefur nú birt í nýrri skýrslu mun vetrarþjónustan batna. Í skýrslunni eru skilaboð um að sýna þarf meiri metnað og ber borginni að veita framúrskarandi þjónustu í þessu sem öðru. Í vetur kom skýrt í ljós að víða var pottur brotin sem má rekja til fjölmargra ástæðna sem ekki er rými fyrir að fjalla um í bókun. Fulltrúi Flokks fólksins lagði áherslu á í stýrihópnum að þjónusta húsagötur mun betur en gert hefur verið. Bæta þarf viðbragðstíma, vinnulag og eftirfylgni. Meginreglan skal vera að setja snjóruðninga ekki á gangstéttir nema í undantekningartilfellum. Ákvarða má fyrir fram hvert á að setja ruðninginn og merkja inn á kort. Þessum ábendingum var vel tekið í hópnum og skilaði sér með eftirfarandi hætti: „Skoða og skilgreina götur og svæði þar sem nauðsynlegt er að skilja ekki eftir snjóruðning, moka snjó burt eða blása honum á vörubíl eða til hliðar. Skoðað verði til hins ýtrasta hvernig koma megi í veg fyrir að myndun snjóruðninga á gönguleiðum.
Bókuð Flokks fólksins undir liðnum: Að lokinni auglýsingu er lögð fram að nýju tillaga umhverfis- og skipulagssviðs að breytingu á deiliskipulagi 1. áfanga Nýja Skerjafjarðar:
Vera kann að búið sé að bregðast við ýmsum athugasemdum um Nýja Skerjafjörðinn. Þótt hér sé verið að fjalla um 1. áfanga þar sem fjaran kemur ekki við sögu, kemur fram í gögnum að ekki sé frekari þörf á að bregðast við athugasemdum frá Náttúrufræðistofnun. En eitt að meginathugasemdum var einmitt að ekki yrði gengið á fjöruna? Þegar flugvöllurinn fer, hvenær sem það verður, þá fyrst er ástæða til að skipuleggja nýja byggð á svæðinu og þá ekki þarf að fara í landfyllingar. Margar athugasemdir bárust vegna mengunar í jarðvegi. Fjarlægja þarf og hreinsa mengun úr jarðvegi áður en uppbygging hefst. Gerðar voru athugasemdir um að ekki var athugað hvort hættulegt efni (PFAS) efni sem m.a. koma frá slökkvifroðu séu í jarðveginum. Allt þetta er reifað í löngu máli í gögnum. Eftir stendur hvort þessi framkvæmd sé tímabær. Innviðaráðuneytið telur að svo sé ekki án þess að fullkannað sé hvort búið sé að tryggja að ný byggð hafi ekki neikvæð áhrif á rekstraröryggi flugvallarins í Vatnsmýri. Fresta hefði átt á áformum um úthlutun lóða og byggingarréttar og hefja ekki framkvæmdir á umræddu svæði þar til niðurstaða flugfræðilegrar rannsóknar liggur fyrir eins og segir í bréfi frá ráðuneytinu dags. 16. 6. 2022.
Bókuð Flokks fólksins undir liðnum: Að lokinni grenndarkynningu er lögð fram að nýju umsókn Vegagerðarinnar, dags. 25. júlí 2022, um framkvæmdaleyfi vegna gerð strætóstöðva í Fossvogi ásamt færslu og lengingar fráreinar af Kringlumýrarbraut að Suðurhlíð:
Framkvæmdaleyfi vegna strætisvagnastöðva beggja vegna Kringlumýrarbrautar í Fossvogi.Flokkur fólksins fagnar því að efla eigi almenningssamgöngur á þessum stað í Reykjavík. En sjá má í gögnum að margir eru ósáttir og á þær raddir þarf að hlusta. Fjöldi athugasemda eru gerðar m.a. vegna hávaða. Enda þótt hávaði sé hluti af borgarumhverfi á að leitast við að halda honum í lágmarki. Ekki er séð að grípa eigi til mótvægisaðgerða til þess að koma í veg fyrir að hljóðstig hækki. Ekki er að sjá á þeim gögnum sem fylgja erindinu að gert sé ráð fyrir því að gerðar verði ráðstafanir austan Kringlumýrarbrautar til að koma í veg fyrir aukin hávaða frá fyrirhugaðri strætisvagnastöð í þeirri akstursstefnu.Einnig er bent á að umferðarhraði er mikill á þessum kafla Kringlumýrarbrautar og þrátt fyrir að hámarkshraði sé 80 km er umferðin oft á tíðum mun hraðari en það. Gæta þarf að hljóðvist við byggðina sem næst er. Flokkur fólksins minnir á samráð og samtal við íbúa, að hafa íbúa með frá byrjun, gæta að kynningar séu skýrar og skilmerkilegar. Umsagnafrestur er auk þess of stuttur og finnst mörgum málið illa undirbúið af hálfu borgaryfirvalda.
Bókuð Flokks fólksins undir liðnum: Tímabundnar endastöðvar Strætó vegna framkvæmda á Hlemmi:
Spurning er um hvort ekki þurfi að fresta þessum framkvæmdum vegna ótíðar í efnahagsmálum. Um er að ræða risaframkvæmd sem setur margt á hvolf, samgöngur og aðgengi. Gæta þarf þess að fara ekki of geyst nú vegna hárra vaxta á lánum. Sjá má hvernig komið er fyrir Árborg sem fór of bratt í framkvæmdum. Reikna má með að framkvæmdir muni kosta mun meira en áætlað er. Reynslan sýnir það. Þetta er ekki tíminn fyrir verkefni af þessu tagi. Kallað hefur verið eftir að dregið verði úr framkvæmdum á landsvísu. Fulltrúa Flokks fólksins finnst eins og meirihlutinn skilji þetta ekki. Draga þarf úr framkvæmdum víðar, verkefni sem mega bíða sbr. endurgerð torga.
Bókuð Flokks fólksins undir liðnum Skólavörðustígur, afnám bílastæðis vegna regnbeðs:
Samgöngustjóri leggur til að umhverfis- og skipulagsráð samþykki að stytta svæði samsíða bílastæða við Skólavörðustíg, fyrir framan hús nr. 45, um sem nemur einni bíllengd. Í stað þess verði núverandi gróðurbeð við enda götunnar stækkað og því breytt í blágrænt ofanvatnsbeð. Flokkur fólksins telur að takmarkað gagn verið af þessari framkvæmd. Telja Veitur virkilega að fimm fermetra beð geti tekið við miklu magni að regnvatn?
Lögð fram að nýju fyrirspurn áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins um niðurfellingu aukagjalds vegna sorphirðu, sbr. 25. liður fundargerðar umhverfis- og skipulagsráðs, dags. 8. mars 2023.
Vísað til umsagnar umhverfis- og skipulagssviðs, skrifstofu umhverfisgæða. USK23030100
Lögð fram að nýju fyrirspurn áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins um veggjakrot, sbr. 23. liður fundargerðar umhverfis- og skipulagsráðs, dags. 8. mars 2023.
Vísað til umsagnar umhverfis- og skipulagssviðs, skrifstofu borgarlandsins. USK23030094
Nýtt mál
Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi fyrirspurn um hvenær á að rífa Íslandsbankahúsið við Kirkjusand?
Fulltrúi Flokks fólksins óskar upplýsingar um hvenær hefja á niðurrif á Íslandsbankahúsinu við Kirkjusand? Íbúar er þreyttir á ófremdarástandi en eigendur segja niðurrif handan við hornið. Spurt er hvað það merkir? Hvenær verður verkinu lokið? Íbúar í nágrenni við Kirkjusandsreitinn nærri Laugardal í Reykjavík furða sig á aðgerðaleysi í tengslum við myglað hús Íslandsbanka og kalla eftir að skipulagsyfirvöld axli ábyrgð. Lítið sem ekkert virðist hafa verið gert í tengslum við Íslandsbankahúsið, sem hefur staðið autt í sjö ár, þrátt fyrir að ítrekað sé því lýst yfir að nú eigi að rífa það. Á meðan fær myglað húsið að grotna niður og íbúar í hring eru orðnir þreyttir á aðgerðaleysinu. Fulltrúi Flokks fólksins telur þetta vera ófremdarástand og bjóða upp á ýmsar hættu. Í húsinu hefur verið hústökufólk og unglingar að leika sér á hættulegum stöðum fyrir utan sóðaskap sem fylgir niðurníddri byggingu af þessari stærð. Samkvæmt upplýsingum frá Íslandssjóðum, sem eiga húsið, eru öll leyfi fyrir niðurrifi komin og gögnin komin á borð Skipulagsstofnunar. Ekkert virðist því vera að vanbúnaði að hefjast handa. USK23040074