Forsætisnefnd 28. ágúst 2020

Bókun Flokks fólksins við svari við fyrirspurn um móttöku vegna samgöngusáttmála:

Nú liggur fyrir hvaða fyrirmenn og konur sóttu kvöldverð sem kostaði rúma hálfa milljón þann 1. nóvember sl. í Höfða í tilefni af samgöngusáttmála? Alls voru boðsgestir 35. Ýmsum var boðið til veislunnar þ.m.t. aðstoðarmanni borgarstjóra en ekki einum einasta var boðið úr minnihluta borgarstjórnar. Fulltrúi Flokks fólksins furðar sig því dómgreindarleysi sem þarna átti sér stað, að bjóða til veislu sem þessarar þar sem borðað var og drukkið fyrir rúma hálfa milljón. Borgarlína á eftir að kosta borgarbúa nógu mikið þótt ekki sé verið að bæta ofan á kostnaði sem þessum. Fulltrúa Flokks fólksins er ekki að segja að fólk megi ekki fagna en þarna hefði t.d. fólk vel getað greitt drykki/áfengi úr eigin vasa. Ekkert af þessu fólki er á vonarvöl og hefði það því vel geta greitt fyrir sína drykki sjálft.