Tillaga Flokks fólksins að gera eigi skoðun á því hvort endurgerð á Sundhöll Reykjavíkur sé í samræmi við stefnu borgarinnar í jafnréttis- og aðgengismálum.
Lögð fram að nýju tillaga Flokks fólksins, sbr. 12. lið fundargerðar mannréttinda-, nýsköpunar- og lýðræðisráðs frá 12. mars 2020, um endurgerð kvennaklefa í Sundhöll Reykjavíkur, ásamt umsögn mannréttinda- og lýðræðisskrifstofu dags. 11. maí s.l. R20030140
Lögð fram svohljóðandi breytingartillaga mannréttinda- , nýsköpunar- og lýðræðisráðs:
Lagt er til að mannréttinda-, nýsköpunar- og lýðræðisráð samþykki að láta fara fram skoðun á því hvort endurgerð á Sundhöll Reykjavíkur sé í samræmi við stefnu borgarinnar í jafnréttis- og aðgengismálum.
Breytingartillagan er samþykkt samhljóða.
Tillagan samþykkt svo breytt.
Mannréttinda-, nýsköpunar- og lýðræðisráð leggur fram svohljóðandi bókun
Samþykkt er að mannréttinda- nýsköpunar- og lýðræðisráð láti fara fram skoðun á því hvort endurgerð á Sundhöll Reykjavíkur sé í samræmi við stefnu borgarinnar í jafnréttis- og aðgengismálum. Samhliða er niðurstaða skoðunar lögð fram.
Fulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi bókun:
Flokkur fólksins harmar það að við hönnun nýbyggingarinnar við Sundhöllin að ekki hafið verið skoða nægjanlega vel möguleikar og þarfir sundlaugargesta og þá sérstaklega kvenfólks. Sundhöllin er innilaug og líklega heimsækir hópur gesta hana þess vegna, vilja líklega losna undan erfiðri íslenskri veðráttu. Borgarfulltrúi kynnti sér aðstæður og rætt við starfsfólk Sundhallarinnar og við þá skoðun virðist um skipulags annmarka að ræða. Erfitt er að skilja hvers vegna kvennaklefinn er staðsettur fjarri innilauginni og að ekki sé innangengt fyrir konur að komast í gömlu sundlaugina nema að fara út og ganga þó nokkurn spöl. Það hefur reynst eldir konum og fötluðum erfitt, einnig telpum sem mæta í sundkennslu. Foreldrar hafa kvartað yfir þessu. Málið hefur verið leyst til bráðabirgða með að leyfa konum að ganga í gegnum gamla kvennaklefann, nokkuð löng leið og miður æskileg fyrir ung börn. Flokkur fólksins hvetur til að málið verði skoðað af alvöru og fundin lausn á þessum tilbúna vanda. Hvetur jafnframt að hlustað verði á starfsfólkið sjálft sem þegar hefur ágætis lausn á vandanum.