Skipulags- og samgönguráð 10. mars 2021

Bókun Flokks fólksins við endurskoðaðar reglur um bílastæðakort íbúa í Reykjavík:

Um er að ræða að íbúar (í miðbænum) fái aðgang að bílastæðum gegn gjaldi, sem getur verið mishátt, og á sérvöldum svæðum í stað þess að íbúar eigi sérbílastæði. Skorið er á milli íbúðar og bílastæðis. Þetta kann að falla í miðsgóðan farveg þar sem fólk hefur öllu jafna geta lagt bíl sínum fyrir utan heimili sitt án gjalds. Miðbærinn er orðið svæði sem er dýrt að búa á og stefnir í að það verði hverfi fyrir efnameira fólks í framtíðinni. Útgjöld munu sannarlega aukast og dýrt verður einnig að koma sem gestur. Í raun stefnir sennilega í það að þeir sem ætla að búa miðbænum muni einfaldlega þurfa að hugsa sig tvisvar um hvort þeir geti leyft sér að eiga bíl og gestir verða helst bara að koma hjólandi. Þeir sem eru almennt sáttir við þessa þróun finnst þetta líklega til bóta frekar en að hvergi verði hægt að finna bíl sínum stað í miðbænum. Þessum kann að finnast það eðlilegt að erfiðara sé að vera með bíl í miðbænum en í úthverfum. Fyrir fjölskyldur er ekki ósennilegt að þetta hafi mikinn fælingarmátt að kaupa fasteign eða leiga á þessu svæði og mun fólk kannski í æ meira mæli berjast um hverja einustu eign í úthverfum.

Bókun Flokks fólksins við Austurheiðar, rammaskipulag:

Í athugasemdum koma fram rök um að reiðstígar og almennir göngu og hjólastígar fari illa saman. Gæta þarf því að skýrri aðgreiningu. Það ætti almennt ekki að vera vandamál. Rýmið er mikið. Göngu og hjólastígar eiga að vera með eins litlum brekkum eins og hægt er. Hestastígar geta verið með brekkum. Margar athugasemdir sem borist hafa virðast eiga rétt á sér. Aðrar snúast um einkahagsmuni sem hafa vonandi líka verið skoðaðar með sanngjörnum og eðlilegum hætti.

Bókun Flokks fólksins við Laugavegur sem göngugata, nýtt deiliskipulag

Það er mat fulltrúa Flokks fólksins að allt þetta mál sé ein harmsaga. Það fjallar ekki um hvort göngugötur séu skemmtilegar eða ekki. Þetta fjallar um að meirihlutinn átti sig á mikilvægi tímasetninga, geti lesið í aðstæður, geti sett sig í spor og síðast en ekki síst noti sanngjarna aðferðarfræði. Í þessar breytingar hefði mátt fara hægar og hefði átt að bjóða hagaðilum að ákvörðunarborðinu á fyrstu stigum. Margir sakna Laugavegarins eins og hann var. Það sem fór fyrir brjóstið á mörgum var að meirihlutinn hafði bókað að götur yrðu opnaðar aftur eftir sumarið 2019 en stóðu síðan ekki við þá ákvörðun. Margir hagaðilar höfðu beðið óþreyjufullir eftir opnun þetta haust því verslun hafði dalað í kjölfar lokunar umferðar. Of mikil óbilgirni, harka hefur einkennt aðgerðir skipulagsyfirvalda þegar kemur að þessu máli. Eftir sitja rjúkandi rústir á sviðinni jörð, svekkelsi og djúpstæð reiði. Það er vissulega rétt að flestar göngugötur eru að mestu ,,stétt“ með viðeigandi skreytingum. En nú er heimild í lögum að P merktir bílar aki göngugötur og lögum þarf að fylgja. Enn vantar viðeigandi merkingar, skilti til að merkja þessa lagaheimild. Það hefur orðið til þess að fólk á P merktum bílum hefur orðið fyrir aðkasti.

Bókun Flokks fólksins við Hólmsheiði 2. áfangi, deiliskipulag athafnasvæðis

Hér eru drög að skipulagi hluta Hólmsheiðar. Eftir er mikil vinna. Um fáein atriði í drögunum má segja sitthvað strax. Úrkomumagn skiptir litlu máli fyrir lífsgæði á svæðinu. Úrkomutímarnir skipta meira máli. Litlu skiptir hvort það rignir 5 eða 10 mm á klst. Tíminn er sá sami. Einnig er álitamál hvort mikilvægt sé að halda í núverandi gróður. Uppstaða ríkjandi gróðurs er útplöntun trjáa á síðustu áratugum. Gróðurfar er ekki stöðugt og vel getur verið að allt annað gróðurfar sé betra en það sem nú er á svæðinu. Vel má því skipuleggja án tillits til núverandi gróðurs.


Bókun Flokks fólksins við Skerjafjörður Þ5, deiliskipulag, kynning:

Þetta mál virðist engan vegin tilbúið að færast á næsta stig þar sem svo margt er óljóst og margt á eftir að koma í ljós. Svör skipulagsyfirvalda eru svolítið á þann vega að segja „þetta á eftir að koma í ljós“.
Fermetrum hefur jú verið fækkað, dregið er úr byggingarmagni og landfyllingu. Engu að síður gætu t.d. framkvæmdir vegna undirbúnings leitt til þess að gerð verði óafturkræfanleg mistök svo ekki sé minnst á kostnað. Skemmdar verða náttúrulegar fjörur. Bæta á fyllingu með fram flugvellinum, setja á landfyllingarkant. Fram kemur að endurbyggja á náttúrulega strönd, er sú strönd þá ekki orðin manngerð, ekki náttúruleg lengur? Hér er valin steypa á kostnað náttúru eins og víða í Reykjavík. Líkur hafa aukist á að Hvassahraun verði ekki kostur fyrir flugvöllinn þar sem Hvassahraun stendur á hættusvæði. Flugvöllurinn er því ekki að fara neitt, alla vega ekki í langri framtíð.Áhyggjuefnin eru mörg varðandi þetta framtíðarsvæði eins og því er stillt upp. Mengun er í jörðu og hávaðamengun af flugvélum. Hvoru tveggja er raunveruleiki þótt reynt verði að milda áhrifin. Sú viðbót, 1100 íbúðir mun væntanlega leiða til mikillar umferðir sem ekki er séð hvernig verður leyst.

Bókun Flokks fólksins við svör við fyrirspurn áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins, um innkaup umhverfis- og skipulagssviðs, umsögn –

Af svari að dæma mætti lesa það út að allir þessir sérfræðingar sem eru ráðnir hjá borginni séu helst að sinna verkefnastjórastarfi. Þeir leita að öðrum góðum sérfræðingum og ráða þá í verktakavinnu. Með þessu er verið að vanmeta og vannýta færni og þekkingu fastráðinna sérfræðinga borgarinnar. Þess utan er þetta óhemju dýrt. Fulltrúi Flokks fólksins vill minna á að það þarf að sýna aðhald. Verið er að sýsla með fé borgarbúa. Öll þessi verk þarf að vinna svo mikið er víst, en Í reglum Reykjavíkurborgar um framkvæmd fjárhagsáætlunar er kveðið á um að sviðsstjórar og stjórnendur skuli hafa frumkvæði að því að innleiða umbætur í rekstri til að bæta þjónustu, auka skilvirkni og lækka kostnað. Sú leið sem er farin að ráða hámenntaða sérfræðinga sem síðan eru látnir vera umsjónarmenn yfir aðkeyptri vinnu, verkefnum sem hefur verið útvistað til einkafyrirtækja. Útvistun er dýrasta leiðin sem hægt er að fara. Er það í alvörunni skoðun ráðamanna að það borgi sig að kaupa vinnu af verkfræðistofum frekar en að byggja upp þekkingu hjá borginni. Er ekki hægt að hagræða og byggja upp færni, jafnvel þótt það kosti mannaráðningar?

Bókun Flokks fólksins við fyrirspurn áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins, vegna sameiningar grunnskóla í norðanverðum Grafarvog, umsögn –

Fulltrúi Flokks fólksins þakkar svarið. Loksins er frágangi á gangbrautum lokið 5 mánuðum eftir að skólahald hófst. Allt er þetta mál búið að vera hið erfiðasta. Farið var gegn vilja fólks með þessar breytingar án lítils eða nokkurs samráðs við það.

Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi fyrirspurnir er varða Úlfarsárdal:

Íbúi í Úlfarsárdal hefur reynt að fá spurningum svarað af byggingafulltrúa og skipulagssviði Reykjavíkurborgar en ekki tekist. Fulltrúi Flokks fólksins hefur tekið að sér að leggja eftirfarandi spurningar fram í skipulags- og samgönguráði til að freista þess að fá svör

Spurt er:

  1. Hvenær stendur til að hefja eftirfylgni á þeim 35 – 40 sérbýlis lóðum sem ekki er er hafin bygging á, að 15 árum liðnum frá því að byggingarframkvæmdir hófust í Úlfarsárdal?
  2. Hvað fá lóðarhafar 45 sérbýlislóða við Leirtjörn langan frest til að hefja byggingaframkvæmdir ?
  3. Samkvæmt umferðarlögum eiga allar gangbrautir að vera merktar. Hvenær verður lokið við að merkja allar gangbrautir lögum samkvæmt í hverfinu, (sebra) með lýsingu og gangbrautarmerkjum?
  4. Hvenær verður lokið við að lýsa upp alla gangstíga við gangbrautir að Dalskóla?
  5. Hvenær verður lokið við að gera gangstíga að leikskóla og Dalskóla manngenga?
  6. Hvenær verða ruslagámar fjarlægðir af göngustígum?
  7. Hvenær verður lokið við að hreinsa rusl utan lóða sem eru í byggingu og fylla í moldarflag eftir háspennustrengslögn Landsnets sem veldur moldroki?
  8. Hvenær munu lóðarhafar við Leirtjörn geta hafi byggingu húsa sinna en lóðir hafa verið tilbúnar í 2 ár?
  9. Hvenær lýkur byggingu par- og raðhúsa við Leirtjörn ?
  10. Er komið á áætlun hvenær lokið verði við að gera varnarvegg og brekku ofan Dalskóla neðan Úlfarsbrautar?

Vísað til umsagnar umhverfis- og skipulagssviðs.

Fyrirspurn áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins, um merkingar á göngugötum vegna P-merktra bíla:

Lögð er fram svohljóðandi fyrirspurn áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins sem lögð var fram í borgarráði 4. mars 2021 og vísað til meðferðar skipulags- og samgönguráðs:

Í bréfi við fyrirspurnum ÖBI við merkingum á göngugötum í Reykjavík vantar upplýsingar um hvenær áætlað er að viðeigandi merkingar verði settar upp við göngugötur: eFulltrúi

Flokks fólksins spyr: hvenær er áætlað að sérstakt merki sem tilgreinir að P merktum bílum er heimilt að aka göngugötur verði tilbúið og það komið upp við göngugötur í Reykjavík?

Vísað til umsagnar umhverfis- og skipulagssviðs, skrifstofu samgöngustjóra og borgarhönnunar.

 

Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi fyrirspurn um landfyllingar vegna fyrirtækisins Björgunar:

Í fréttum þann 1. mars kom fram að til viðbótar lóð þeirri sem fyrirtækið Björgun hefur fengið úthlutað megi fyrirtækið bæta við stóru landfylltu svæði.

Fulltrúi Flokks fólksins minnist þess ekki að fyrirhuguð landfylling hafi verið til umræðu á fyrri stigum. Þar var oft rætt um áhrif á fornminjar og fleiri mikilvæg atriði. En nú hefur það komið fram í fréttum að fyrir utan að fá lóð sem er 3,4 hektarar megi fyrirtækið Björgun fá að ,,landfylla” 4,1 hektara. Þetta er yfir 20% stærra svæði en lóðin er. Fyrirspurn Flokks fólksins eru eftirfarandi:

Hvenær var þessi ákvörðun tekin?. Var þetta í smáa letrinu? Við Þerneyjarsund eru nú ósnortnar fjörur. Þerneyjarsund er einnig sögufrægt svæði engu síður en fornminjarnar. Á Álfsnesi er nú lítil byggð. Fulltrúi Flokks fólksins spyr: Hvers vegna þarf að eyðileggja fjörur til að búa til athafnasæði? Frestað.

 

Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi fyrirspurnir um mengun af Arnarnesvegi sem byggja á ofna í skíðalyftuna.

Fulltrúi Flokks fólksins óskar eftir upplýsingum um hvernig skipulagsyfirvöld Reykjavíkur hyggjast fyrirbyggja það að börn sem eru að leika sér í fyrirhuguðum Vetrargarði í Efra Breiðholti og renna sér í skíðabrekkunni í Jafnaseli andi ekki að sér mengandi útblæstri umferðar af hraðbraut Arnarnesvegar sem leggja á þvert yfir Vatnsendahvarf? Vegurinn mun samkvæmt skipulagi liggja alveg við skíðabrekkuna í Jafnaseli og Vetrargarðinn. Á gráum dögum er fyrirliggjandi að mikil mengun verður á þessu svæði, svæði þar sem börn stunda áreynsluíþróttir á sama tíma og þau anda að sér mengun frá umferð sem er á leið inn og út úr Kópavogi.

Frestað.


Fulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi fyrirspurn um af hverju aðrar reglur um bókanir gilda í skipulags- og samgönguráði en öðrum ráðum:

Fulltrúi Flokks fólksins óskar að spyrja af hverju gildar aðrar reglur í skipualags- og samgönguráði um bókanir en í öðrum ráðum? Fulltrúa Flokks fólksins hefur verið meina að bóka undir lið 22 Aðalskipulag Reykjavíkur. Fulltrúi Flokks fólksins vill koma því á framfæri undir þessum lið að ákvörðun Skipulagsstofnunar er að ekki skuli eiga að gera nýtt umhverfismat vegna 3. kafla Arnarnesvegar er háalvarlegt mál. Fyrra umhverfismat er frá 2003. Við blasir að sprengja á fyrir hraðbraut sem skera mun Vatnsendahvarf í tvennt og liggja alveg upp við leiksvæði barna, skíðabrekkuna í Jafnaseli og fyrirhugaðan Vetrargarð.

Rökin eru veik, meira einhverjir spádómar um að breytt áform fælu í sér umfangsminni umferðarmannvirki og minna rask en þau áform sem áður voru uppi og ekki yrði aukið ónæði í Fellahverfi og að engin áhrif yrðu á hljóðvist í Seljahverfi og Kórahverfi. Þetta er rangt. Byggðin og umferð hefur margfaldast frá árinu 2003.

Meirihlutinn, að Viðreisn undanskilinni, tóku undir umsögn Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur um nýtt umhverfismat sem gagnrýnir skort á upplýsingum til að hægt sé að taka afstöðu til matsskyldu framkvæmdarinnar.

Vinir Vatnsendahvarfs hafa sagst munu kæra málið.

Frestað.