You are currently viewing Þrjár í samtali um skerðingarskímslið og bótaþjófnað

Þrjár í samtali um skerðingarskímslið og bótaþjófnað

Harpa Njáls, félagsfræðingur  og sérfræðingur í velferðarrannsóknum og félagslegri stefnumótun og Rut Ríkey Tryggvadóttir, klæðskerameistari og frambjóðandi í 4. sæti fyrir Flokk fólksins í Reykjavík Norður voru gestir Kolbrúnar Baldursdóttur, sálfræðings, borgarfulltrúa og frambjóðanda í 2. sæti Flokks fólksins í Reykjavík Norður í síðdegisútvarpinu.

Rut ræddi baráttu sína við kerfið en hún á fullorðinn fatlaðan son. Rætt var um „skerðingaskrímslið“ og „bótaþjófnað“. Ríkisvaldið hefur hunsað að fylgja vel rannsökuðu og rökstuddu velferðarviðmiði og með því haldið öryrkjum og barnafjölskyldum föstum í fátækragildrunni.

Rætt var um að fólk sem ekki notar tölvur eigi erfitt með að fá upplýsingar um réttindi sín. Kerfið er bákn og ómanneskjulegt. Rætt var einnig um hina svörtu skýrslu Ríkisendurskoðunar frá 2020 þar sem brotalamir í framkvæmd almannatryggingalaga eru staðfestar og að viðskiptavinir hafi fyrir vikið orðið af réttindum sínum og nýlega skýrslu Vörðunnar þar sem fram kemur að 90% öryrkja ná varla endum saman, búa í fátækt og við jaðarsetningu.

Hlusta má á þáttinn hér