Umhverfis- og skipulagsráð 21. júní 2023

Bókun Flokks fólksins undir liðnum: Lögð fram umsagnarbeiðni Skipulagsstofnunar dags. 2. maí 2023, þar sem óskað er umsagnar um matsskyldu vegna byggingu skolpdælustöðvar við Elliðaárvog.

Hér er enn gert ráð fyrir að umtalsverðum landfyllingum, sem alltaf virðast vera fyrsti kostur ef vinna á eitthvað við ströndina. hvernig væri að setja það í forgang að fjörur eigi að hafa forgang? Í gögnum er reyndar sagt að áhrifin verði óveruleg þar sem svæðinu sé þegar raskað. Við rannsóknir fundust samt alls 50 dýrategundir eða hópar á því svæði sem fyrirhugað er undir landfyllingu. Með þessum rökum má nota landfyllingu út í það óendanlega. Og nú er ekki verið að tala um minnkun á líffræðilegum fjölbreytileika.

 

Bókun Flokks fólksins undir liðnum: Lögð fram og kynnt, drög af uppdr. Landmótunar ódags. að endurbyggingu og viðbótum að Hólmum í Reykjavíkurtjörn.

Þar sem kettir eru aðal rándýr borgarinnar og ganga lausir á ávallt að gera hólma þar sem því verður viðkomið. Aðeins á slíkum stöðum fá fuglar frið fyrir köttum. Nota ætti öll tækifæri sem bjóðast til að búa til hólma.

 

Bókun Flokks fólksins undir liðnum: Lögð fram að nýju fyrirspurn áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins um tafir á sorphirðu, sbr. 19. liður fundargerðar umhverfis- og skipulagsráðs, dags. 15. febrúar 2023.

Flokkur fólksins spurði um tafir á sorphirðu vegna ábendinga um að ekki hefur verið sorphirða við hús fólks og tafir séu jafnvel allt að 5 vikur og eru skýringar settar á veður/færð.Spurt var um hvort mikil töf á sorphirðu sé réttlætanleg jafnvel þótt illa ári?Í svari segir að tafir hafi sannarlega orðið vegna veðurs en vikurnar hafi verið mest þrjár en ekki 5. Vissulega geta orðið tafir en segja má samt að við ættum að vera farin að þekkja tíðina og vera tilbúin að takast á við ótíð um hávetur. Ekkert í þessu er nýtt. Það er hins vegar erfitt um hávetur að tunnur séu lengi svo fullar að út úr flæði. Ekki geta allir gert sér ferð á Sorpu og treysta á að koma frá sér sorpi í sorptunnur við hús sín.

 

Lögð fram að nýju fyrirspurn áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins um græn svæði borgarinnar, sbr. 31. liður fundargerðar umhverfis- og skipulagsráðs, dags. 31. maí 2023.

Vísað til umsagnar umhverfis- og skipulagssviðs, deildarstjóra aðalskipulags. USK23050329

 

Lögð fram að nýju fyrirspurn áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins um eyðingu fjara í borgarlandinu, sbr. 32. liður fundargerðar umhverfis- og skipulagsráðs, dags. 31. maí 2023.

Vísað til umsagnar umhverfis- og skipulagssviðs, skrifstofu umhverfisgæða. USK23050330