Umhverfis- og skipulagsráð 31. maí 2023

Bókun Flokks fólksins undir liðnum: Lögð fram fundargerð Sorpu bs. nr. 480, 5. liður.

Ljóst er að einhver verkefni voru kynnt á stjórnarfundi nr. 480 en ekkert er frekar um þau sagt, s.s. niðurstöður eða hvort teknar voru veigamiklar ákvarðanir. Liður 5 fjallar um Góða hirðinn sem verið hefur mikið í umræðunni upp á síðkastið m.a. vegna stækkunar/nýrrar verslunar. Ekkert kemur fram um hver staðan er í rekstri og hverjar eru horfur Góða Hirðisins.

 

Bókun Flokks fólksins undir liðnum: Lögð fram að nýju fyrirspurn áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins um skýrslu innviðaráðuneytisins um Skerjafjörð, sbr. 16. liður fundargerðar umhverfis- og skipulagsráðs, dags. 17. maí 2023. Einnig er lagt fram svar umhverfis- og skipulagssviðs, skipulagsfulltrúa:

Fram kemur að ekkert er vitað um mótvægisaðgerðir, enda varla von því að ólíklegt er að þær finnist. Tal um mótvægisaðgerðir er einfaldlega smjörklípa. Málið er ekki svona einfalt. Eins og fram hefur komið er það mat sérfræðingahóps sem fenginn var til að meta áhrif byggðar á flug- og rekstraröryggi Reykjavíkurflugvallar að byggðin muni að óbreyttu þrengja að og skerða nothæfi Reykjavíkurflugvallar vegna aukinna sviptivinda. Þetta “að óbreyttu” eru ekki bara orðin tóm. Þótt hugmyndir séu að mótvægisaðgerðum, mörgum viðamiklum, hafa þær ekki verið útfærðar. Að fara af stað með uppbyggingu í Skerjafirði er rangt á þessu stigi. Sníða þarf hverfið að nýjum veruleika. Bæði flugvöllurinn og hverfið líða fyrir þessar þröngu stöðu. Fulltrúa Flokks fólksins finnst að meirihlutinn geri lítið úr fyrirsjáandi vandamálum og tali um þetta stóra mál eins og það sé léttvægt.

 

Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi fyrirspurn um rekstur Góða Hirðisins:

Flokkur fólksins óskar eftir upplýsingum um hver sé staðan og horfur í rekstri Góða Hirðisins? Nýlega var opnuð ný verslun Góða hirðisins í gömlu Kassagerðinni. Húsið var „tekið í gegn“ Rétt þyki að borgarfulltrúum sé haldið upplýstum um þetta verkefni enda viðamikið auk þess sem hringrásar verkefnið varðar okkur öll. USK23050326

 

Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi fyrirspurn um stiga sem byggður hefur verið á milli efra og neðra Breiðholts í Bökkunum:

Fulltrúi Flokks fólksins óskar upplýsinga um stiga sem byggður hefur verið á milli efra og neðra Breiðholts í Bökkunum. Um er að ræða „vúlgar galvaníseraða járnbákn“ eins og honum hefur verið lýst. Mikil ólga og óánægja er meðal íbúa um þennan járnstiga og finnst mörgum hann stinga í stúf við umhverfið. Hver tók ákvörðun um uppsetningu hans? Hver er kostnaður við stigann? Var haft samráð við íbúa í grennd, grenndarkynningu? Var rætt við þá sem búa í íbúðum sem sjá stigann út um glugga sína? Fram kemur í frétt að um sé að ræða þrekstiga sem valinn var til framkvæmda í íbúakosningu í Betri Reykjavík fyrir tveimur árum. Er það venja að framkvæma vinna verk sem valið er í íbúakosningu án umræðu? Hvar er hægt að sjá niðurstöður þessara kosninga og að umræddur þrekstigi hafi verið þar valinn með afgerandi hætti? USK23050327

 

Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi fyrirspurn um stöðu brennsluverkefnis:

Í fundargerð Sorpu, liður 4 nr. 480 er staða brennsluverkefnis á dagskrá. Fulltrúi Flokks fólksins óskar upplýsinga um stöðu brennsluverkefnis? Hinn 19. apríl s.l. lagði Flokkur fólksins fram fyrirspurn um hvenær hafi verið tekin ákvörðun um útflutning á sorpi til brennslu. Einnig var spurt hversu mikið magn væri enn urðað í Álfsnesi? Hvert er heildarmagn sorps sem væri hægt að flytja út til brennslu og hversu mikið magn var boðið út til brennslu? USK23040147. Svör hafa ekki enn borist. Opna átti útboð 25. apríl. Allt þetta hefur tekið langan tíma. Borið er fyrir sig reglum um opinber innkaup og kröfu frá evrópska efnahagssvæðinu. USK23050328

 

Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi fyrirspurn um hversu mikið hefur verið gengið á græn svæði og fjörur í borgarlandinu sl. 5 ár:

Fulltrúi Flokks fólksins óskar upplýsinga um hversu mikið á undanförnum 5 árum hefur verið gengið á græn svæði borgarinnar? Eins og vitað er þá hafa græn svæði átt undir högg að sækja m.a. vegna stefnu um þéttingu byggðar. Í því sambandi má nefna byggingaráform við Elliðaárdal og Laugardal. Hvernig er aðgengi íbúa í Reykjavík að grænum svæðum í alþjóðlegum samanburði? USK23050329

 

Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi fyrirspurn um Hversu stór hluti af fjörum í borgarlandinu hafa verið huldar framandi jarðvegi, steypubrotum og öðrum úrgangi, og sem kallast landfylling innan borgarkerfisins og hversu að stór hluti af þeim eru í Skerjafirði?

Hversu stór hluti af fjörum í borgarlandinu hafa verið huldar framandi jarðvegi, steypubrotum og öðrum úrgangi, og sem kallast landfylling innan borgarkerfisins og hversu að stór hluti af þeim eru í Skerjafirði? Í glænýrri frétt segir að Ísland sé langt undir meðaltali OECD ríkjanna þegar kemur að skipulögðum grænum svæðum í þéttbýli. Einungis 3.5% svæða í þéttbýli eru skipulögð sem græn svæði hérlendis samanborið við 17% meðaltal OECD ríkjanna. USK23050330

 

Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi fyrirspurn um ferli framkvæmda verkefna sem fá bestu kosningu í Hverfið mitt?

Fyrirspurnum ferli framkvæmda verkefna sem fá flest atkvæði í Hverfið mitt 2020-2021 íbúakosningu. Flokkur fólksins óskarupplýsinga um hvernig ferli ákvarðana er þegar velja á hvaða verkefni skuli framkvæmd sem fá flest atkvæði úr íbúakosningu Hverfið mitt. Þau verkefni sem fengu flest atkvæði í Breiðholti 2021 var Jólaljós í tré milli Efra og Neðra Breiðholts 1451 atkvæði; í öðru sæti nýjar ruslatunnur í hverfið sem fékk 1400 atkvæði. Í þriðja sæti bætt lýsing í hverfið og í 4 sæti jólaljós við Seltjörn. Í 5. 6. og 7 sæti var Ærslabelgur í Seljahverfi og að gróðursetja fleiri tré í Breiðholti og trampólíngarður. Í 8 sæti með rúm 800 atkvæði var að reisa þrekstiga úr Neðra Breiðholti í Efra Breiðholt sem búið er að framkvæma. Stigaverkefnið er umdeilt og var ekki grenndarkynnt. Hinn umdeildi stigi var sem sagt ekki vinsælastur heldur í 8. sæti. Önnur 7 atriði voru vinsælli. Fulltrúi Flokks fólksins óskar einnig upplýsingar hvort búið sé að framkvæma þau verkefni sem voru framar þ.e. frá 1-8? USK23050331