Forsætisnefnd 12. nóvember 2021

Bókun Flokks fólksins við tillögu ungmennaráðs Árbæjar um að stytta afgreiðslutíma:

Fulltrúi Flokks fólksins  styður tillögu ungmennaráðs Árbæjar og Holta um að stytta afgreiðslutíma þeirra tillagna sem ungmenni leggja fram á árlegum borgarstjórnarfundi og að upplýsingar um úrvinnsluferlið verði gerðar aðgengilegra.

Borgarfulltrúi Flokks fólksins finnst að það taki ráð og nefndir  Reykjavíkurborgar almennt  séð allt of langan tíma að afgreiða og vinna tillögur þ.m.t. tillögur minnihlutafulltrúa borgarstjórnar. Dæmi eru um að meira en eitt ár og jafnvel eitt og hálft ár hafi liðið frá því að tillaga er lögð fram og þar til hún kemur til afgreiðslu á fundi.  Þetta er óviðunandi og afar mikilvægt að ferlið sé stytt svo um munar.