Forsætisnefnd 28. nóvember 2019

Tillaga lögð fram að nýju venga misritunar skrifstofu borgarstjórnar á heiti hennar

Vegna misritunar skrifstofu borgarstjórnar á heiti tillögu Flokks fólksins um að fengið verði mat hjá ráðuneyti um ýmis álitaefni tengd siðareglum og skyldu borgarfulltrúa til að fara eftir þeim sbr. 9. lið fundargerðar forsætisnefndar frá 11. október 2019 og 6. liður fundargerðar forsætisnefndar frá 15. nóvember sl. Í fyrri fundargerðum er tillagan lögð fram að nýju og leiðrétt hér með  R18060129

Lögð fram tillaga  Flokks fólksins og  Miðflokksins að allur ferðakostnaður vegna utanferða og kolefnisspor þeim tengdum verði skráð og birt á hvern embættismann

Lagt er til að allur ferðakostnaður, þ.e. allur kostnaður við dagpeninga, hótel, ferðalög og annað upphald, sem og kolefnisfótspor vegna utanferða vegna vinnu verði birt á hvern embættismann í árshlutauppgjörum hvers sviðs fyrir sig og samandregið á ársgrundvelli og sett inn á vef Reykjavíkurborgar. R19110405

Bókun Flokks fólksins við framlagningu svara fjármála- og áhættustýringarsviðs, dags. 22. nóvember 2019, og skrifstofu borgarstjórnar, dags. 25. nóvember 2019, við fyrirspurn forseta borgarstjórnar um kostnað við hvern fund borgarstjórnar, sbr. 9. lið fundargerðar forsætisnefndar frá 13. september 2019.

Borgarfulltrúi Flokks fólksins á ekki orð yfir þeim kostnaði sem einn borgarstjórnarfundur kostar. Meðalkostnaður fyrir hvern fund á kjörtímabilinu er ca. 850.000.- vegna veitinga fyrir borgarstjórn, vegna útsendinga á vef Reykjavíkurborgar og í útvarpi og vegna yfirvinnu húsvarða í Ráðhúsi frá kl. 18.00. Borgarfulltrúi hefur rætt við tæknimenn um þessi mál og ber flestum saman að þessi upphæð er ekki eðlileg. Tæknihlutinn er að taka stærstan hluta af þessari upphæð. Gæði útsendinga eru auk þess léleg, hljóð og mynd fer ekki saman. Ef borið er saman við útsendingar Alþingis má sjá gríðarlegan mun. Hér þarf að skoða málin ofan í kjölinn og auðvitað finna aðra leið. Þessa upphæð mætti lækka um helming í það minnsta hvað varðar tæknilegu málin. Borgarfulltrúi gerir þá kröfu að þeir sem annast þessi mál taki þetta til gaumgæfilegrar athugunar, geri verðkönnun og samanburð sem þarf til að finna ódýrari leiðir. Útboð þarf að vera á öllum kostnaðarþáttum að sjálfsögðu jafnvel þótt áætlun um kostnað nái ekki viðmiði innkaupareglna.

Bókun Flokks fólksins við framlagningu tillögu  Sjálfstæðisflokksins um að ferðakostnaður og kolefnisfótspor kjörinna fulltrúa verði birtur opinberlega, sbr. 36. lið fundargerðar borgarráðs frá 21. nóvember 2019:
Vísað til umsagnar skrifstofu borgarstjórnar og þjónustu- og nýsköpunarsviðs og óskað eftir kostnaðarmati og tímasettri áfangaskiptingu fyrir 1. apríl 2020.

Flokkur fólksins lagði í september til að borgarfulltrúar, embættismenn og starfsmenn miðlægrar stjórnsýslu borgarinnar sem farið hafa erlendis á kostnað borgarinnar kolefnisjafni flugferðir með því að planta trjám og birti afrakstur sinn á opinberu vefsvæði og/eða greiði eðlilega upphæð til t.d. Kolviðar eða Skógræktarfélaga. Tillögunni var vísað frá. Rökin vegna frávísunar voru þau að þetta væri nú þegar í gangi. Þá sátu fulltrúar Sjálfstæðisflokksins hjá við afgreiðslu tillögu Flokks fólksins. Flokkur fólksins hefur óskað eftir að fá að sjá alla skráningu um kolefnisjöfnun en ekki fengið. Það er mat Flokks fólksins hvað varðar þennan meirihluta að allt tal um loftlagsmál og mikilvægi þess að draga úr útblæstri sé mikið í nösum  frekar en að alvara sé þar að baki. Það er mikilvægt að orð og verk fari saman hjá þessum meirihluta eins og öðrum. Sífellt er verið að boða að draga úr kolefnissporum en ferðalög meirihlutans til útlanda telja tugi milljóna á ári. Fulltrúa Flokks fólksins finnst að horfa þurfi á þetta allt í samhengi. Ekki dugar einungis að vilja loka á einkabílinn eins og meirihlutinn vill en halda áfram að menga með öðrum hætti. Flokkur fólksins hefur ekki atkvæðarétt í forsætisnefnd en fagnar að sjálfsögðu tillögunni ef alvara er að baki henni þ.e.a.s.