Forsætisnefndarfundur
2. júní 2020
Bókun Flokks fólksins við umsögn upplýsingadeildar ÞON um breytingu á merki Reykjavíkurborgar:
Borgarfulltrúi Flokk fólksins er ekki sammála umsagnaraðila er varðar breytingu á bláa lit merkis Reykjavíkur og telur að ekki eigi að breyta honum frá sæbláu yfir í himinbláan. Rök fulltrúa Flokks fólksins eru þau að dökkblái liturinn, sæblár- minnir meira á stöðu Reykjavíkur sem borgar við sjóinn, en sá ljósi minnir frekar á ljósan himinn sem á betur við ef um væri að ræða borg sem ekki tengjast sjó. Borgin á að tengja sig við sjóinn og þess vegna eiga bláir tónar í öllum merkjum og skiltum borgarinnar að vera sæbláir. Litir í tölvum eiga ekki að stjórna. Flokkur fólksins leggur því til að litur merkisins haldi sér.