Fyrirspurn um reglur sem gilda almennt um baðaðstæður og hverjir aðstoði þá sem þurfa böðun:
Nýlega var starfsmaður Reykjavíkurborgar dæmdur fyrir brjóta kynferðislega á konu í skammtímavistun á vegum Reykjavíkurborgar. Í dóminum segir að maðurinn hafi misnotað aðstöðu sína. Í framhaldi hófst umræða um hvað reglur gilda almennt um baðaðstæður og hverjir aðstoði þá sem þess þurfa við böðun. Fram kom að reglur hafi verið yfirfarnar.
Fulltrúi Flokks fólksins óskar að fá upplýsingar um hvernig þessum reglum sé háttað og hvort það sé í reglum nú að aðeins fólk að sama kyni aðstoðar við böðun nema fyrir liggi samþykki um annað?
Bókun Flokks fólksins við áætlun og kaup á félagslegu leiguhúsnæði 2015-2034:
Biðlisti eftir almennu félagslegu leiguhúsnæði er enn allt of langur og auðvitað þarf að bregðast við því með öllum tiltækum ráðum. Áætlun var sennilega eitthvað of knöpp og allt of seint var farið af stað. Nú er kjörtímabilið hálfnað og enn bíða rúmlega 600 umsækjendur. Af þeim eru 132 umsækjendur sem eiga barn/börn sem eru annað hvort í umgengni hjá umsækjanda eða hafa lögheimili hjá honum. Það á eftir að taka nokkur ár að vinda ofan af því ófremdarástandi sem komið var í félagslegu húsnæðismálin. Mörg þessara barna búa við ótryggar og/eða óviðunandi húsnæðisaðstæður og hafa gert lengi. Þetta er auðvitað óviðunandi. Fjöldi barna hafa liðið fyrir seinagang að koma húsnæðismálum þeirra sem minnst mega sín í viðunandi horf. Ábyrgðin er ekki síst hjá síðasta meirihluta.
Bókun Flokks fólksins við kynningu á matarstefnu og framleiðslueldhúsi:
Fulltrúi Flokks fólksins fagnar tillögu öldungaráðs, að láta gera könnun utanaðkomandi, óvilhallra og til þess bærra aðila, á máltíðum sem velferðarsviðið býður eldri borgurum upp á úr eldhúsi borgarinnar.
Loksins er eitthvað að hreyfast í þessum málum en mikið hefur þurfti til.
Það er alveg ljóst að sá matur sem eldri borgurum hefur oft verið boðið upp á er ekki boðlegur. Annars hefði allar þessar gagnrýnisraddir heyrst. Á gagnrýnisraddir hefur ekki verið nægjanlega hlustað. Það er upplifun fulltrúa Flokks fólksins að einhverjir hafi viljað berja niður umræðuna. Það sýnir sig best í því að tillögum Flokks fólksins sem unnar voru með eldri borgurum og aðstandednum sem snúa að þessum málum var hafnað. Það er heldur ekki nóg að maturinn sé rétt samsettur fyrir eldri borgara. Huga þarf að framleiðslu hans og hvenær hann er sendur út. Fram kemur að hann sé oft afhentur til neyslu tveimum dögum eftir framleiðslu. Það er ekki viðunandi. Einnig ætti að vera sjálfsagt að bjóða upp á næringardrykki með matnum og umfram allt á að vera val t.d. val um meira eða minna grænmeti.
Fyrirspurnir frá Flokki fólksins um aðgengismál, markmið aðgengisstefnu og hlutverk aðgengisnefndar:
Það liggur í augum uppi ef horft er til markmiða Aðgengisstefnunnar (drög) frá 22.9. 2017 að það vantar mikið upp á að tekið sé með markvissum hætti á ákveðnum þáttum sem snúa að aðgengismálum
Samkvæmt erindisbréfi stýrihóps um heildstæða stefnu í aðgengismálum skal aðgengisstefnan snúa að aðgengi að húsnæði í eigu borgarinnar og aðgengi að því húsnæði sem borgin leigir fyrir starfsemi sína.
Fyrirspurnir frá fulltrúa Flokks fólksins:
Hvar er að finna heildstæða áætlun varðandi húsnæði?
Hvernig er farið með byggingarleyfisskyldar breytingar á þegar byggðu húsnæði?
(Ef breyta á eldra húsnæði á, skv. byggingarreglugerð, að leggja fram greinargerð um aðgengi og eftir atvikum rökstuðningi á af hverju ekki sé hægt að uppfylla aðgengi fyrir alla, þ.e. undanþágur frá kröfum reglugerðar.
Byggingarfulltrúinn í Reykjavík hefur sagt að það ”yrði mjög tímafrek vinna að fara í gegnum öll skjöl og finna út úr því sérstaklega hvar gefin hefur verið undanþága, en erindi og samþykktir þar sem þannig er háttar, eru ekki skráð sérstaklega í gagnagrunn embættis byggingarfulltrúa.”
Þetta hlýtur að teljast gagnrýnisvert. Þetta á að vera gegnsætt ferli og því verður að halda utan um og gera þessi gögn aðgengileg.)
Í drögum að Aðgengisstefnu frá 2017 voru sett fram markmið og aðgerðir í 19 liðum sem ekki hefur verið framfylgt.
Hvernig á að taka á aðgengismálum þegar ákvæði byggingarreglugerðar geta ekki verið uppfyllt og hvernig er þá hægt að leita skapandi lausna?
(Ekki liggur fyrir neinn farvegur fyrir skapandi lausnir eftir því sem best er séð og eru því þessi mál óljós)
Varðandi markmið og aðgerðir hefur ýmislegt verið gert. Það er t.d. vísir að því að skipta út gönguljósabúnaði og bæta biðsvæði strætó.
Á ekki að fara markvisst í að afmarka og merkja rétt bílastæði hreyfihamlaðra og veita upplýsingar um þau á korti?
Þarf ekki að fjölga og upplýsa um salerni hreyfihamlaðra?
Hvernig er unnið að því að losa snjó af göngustígum, yfir götur og á biðstöðvum strætó?
Hvernig gekk það síðasta vetur og hvernig mun því verki verða háttað næsta vetur í ljósi fyrri reynslu?
Hvernig gengur að gera útisvæði aðgengileg?
Hvernig miðar að gera áætlun um aðgengi að félags-, íþrótta- og menningarstarfsemi?
(Aðgengi að íþróttamannvirkjum er t.d. oft mjög lélegt)
Hvernig miðar að koma upp skiltum og fjarlæga hindranir á götum og gangstéttum?
Spurt er í ljósi þess að í vaxandi mæli hafa skipulagsyfirvöld verið að stilla upp húsgögnum, borðum og stólum á gangstéttir ef sést sem dæmi til sólar. Með þessu er stundum verið að teppa gönguleiðir.