Velferðarráð 21. ágúst 2019

Fyrirspurn Flokks fólksins um hvert hlutfall barna í 1-4 bekk er í Reykjavík sem frístundarkort er nota upp í greiðslu fyrir dvöl þeirra frístundarheimili:

Hversu mörg af þeim börnum er börn foreldra sem þiggja fjárhagsaðstoð af einhverju tagi.
Hversu mörg þeirra barna eru af erlendu bergi brotin?

Á tímabilinu janúar-maí 2018 voru börn þeirra sem fá fjárhagsaðstoð til framfærslu samtals 489 eða tæplega 2% af öllum börnum 17 ára og yngri í Reykjavík. Langflest eða 153 búa í Breiðholti. Því má við bæta að fjöldi barna eftir þjónustumiðstöðvum og fjöldi barna per foreldra með fjárhagsaðstoð af einhverju tagi hjá velferðarsviði Reykjavíkur er 784, flest í Breiðholti.

Í reglum um frístundarkort segir m.a. „að dæmi um starfsemi sem telst styrkhæf er starfsemi á vegum íþrótta- og æskulýðsfélaga, nám við tónlistarskóla, dansskóla, myndlistarskóla, frístundaheimili á vegum Reykjavíkurborgar

Ástæðan fyrir þessari fyrirspurn er sú að borgarfulltrúi Flokks fólksins óttast að fátækir foreldrar og efnaminni neyðist til að láta frístundarkortið upp í gjald frístundarheimilis. Þar að leiðandi geta börnin ekki nýtt það til þátttöku í hinum ýmsu  íþrótta- og tómstudarnámskeiðum t.d.  í tónlistar,  dans, eða myndlistarskóla, ljósmynda- eða, siglinganámskeið . Sé þetta raunin þá er frístundakortið ekki að ná markmiði sínu sem er „að öll börn og unglingar í Reykjavík 6 – 18 ára geti tekið þátt í uppbyggilegu frístundastarfi óháð efnahag eða félagslegum aðstæðum. Frístundakortinu er ætlað að auka jöfnuð í samfélaginu og fjölbreytileika í iðkun íþrótta-, lista- og tómstundastarfsemi.