Umhverfis- og skipulagsráð 11. janúar 2023

Bókun Flokks fólksins undir liðnum: Lögð fram fundargerð Sorpu bs. nr. 474, dags. 25. nóvember:

Í fundargerðinni fer mest fyrir skrifum um eigendastefnu og er þar margt gott sagt. Borgin á að vera virkur eigandi, í þessu tilfelli með 5 af 20 fulltrúum í stefnuráði og engan frá minnihluta. Hér koma annmarkar bs. kerfisins enn í ljós. Borgin á meirihluta í félaginu en hefur ekki áhrif í samræmi við það. Reynt hefur verið að plástra þessa vankanta með Stefnuráði en það dugir ekki til að gera þetta kerfi lýðræðislegt. Í raun hefur Reykjavíkurborg, stærsti eigandinn lítið að segja í SORPU. Alvarleg mistök voru gerð á síðasta kjörtímabili sem kostuðu borgarbúa stórfé og gat stærsti eigandi SORPU, Reykjavíkurborg fátt annað gert en að horfa á.

 

Bókun Flokks fólksins undir liðnum: Lögð fram umsögn umhverfis- og skipulagssviðs um loftslagsstefnu höfuðborgarsvæðisins, dagsett september 2022:

Í þessari skýrslu er of gagnrýnislaus umfjöllun að mati Flokks fólksins. Benda má á að allt annað er að hafa ókeypis í Strætó eða auka tíðnina til að lækka kolefnisspor. Aukin tíðni getur hækkað kolefnissporið en að hafa ferðir ókeypis með sömu tíðni mun alltaf lækka fótsporið. Minnst er á aukna trjáa- og skógrækt en slíkar aðgerðir geta bundið mikið kolefni. Borgin gerir lítið á því sviði. Ekki dugar að setja gras á þök og segja að verið sé að fjölga grænum svæðum. Skógrækt er líklega það eina sem virkilega er hægt að gera og gera vel og sem skilar alvöru árangri. Það er ódýrari framkvæmd en t.d. að útbúa græn- vatns-lausnir- , blágræna innviði, til að binda kolefni. Svo má benda á að loftgæðamælingar, sem dæmi; að mæling á einum stað í borginni getur varla verið marktæk mæling fyrir aðra staði í borginni. Ef fylgjast á með loftgæðum í borginni þarf að mæla á fleiri stöðum. Sjálfsagt er að móta stefnu og finnst Flokki fólksins að Reykjavíkurborg eigi að vera leiðandi, vera þorin og áræðin og ætti að vera fyrirmynd fyrir önnur sveitarfélög enda lang stærsta sveitarfélagið.

 

Bókun Flokks fólksins undir liðnum:  Að lokinni kynningu er lögð fram að nýju skipulagslýsing VSÓ ráðgjafar dags. ágúst 2022 vegna nýs deiliskipulags að Kleppsgörðum:

Að lokinni kynningu er lögð fram að nýju skipulagslýsing VSÓ ráðgjafar dags. ágúst 2022 vegna nýs deiliskipulags að Kleppsgörðum. Íbúaráð Laugardals sendi inn umsögn dags. í október 2022 sem væntanlega verður tekin alvarlega. Hún er eftirfarandi: Miðlæg miðstöð viðbragðsaðila fyrir höfuðborgarsvæðið er mikilvæg og skiptir staðsetning þá miklu máli. Í skipulagslýsingunni er farið yfir helstu þætti sem muni geta haft áhrif á bæði umhverfið, umferð og skipulagsmál hverfisins. Meðal þess sem íbúaráð hefur áhyggjur af eru áhrifin á umferðarþunga á Sæbraut, væntanlega Sundabraut/brú og trjágróður á umræddu svæði sem mun þurfa víkja fyrir þeim framkvæmdum sem farið verði í verði þetta niðurstaðan. Mikill umferðarþungi, með tilheyrandi hættu og mengun, er nú þegar til staðar fyrir íbúa við Sæbraut, allt frá rótum Vogabyggðar út að Snorrabraut og er mikilvægt að hugað verði að þessum þáttum við þessa framkvæmd. Gróður, hljóðmön og stokkur eru allt lausnir sem má beita sem mótvægisaðgerðum. Í gögnum segir að ráðgert er að byggingin verði vottuð af Svaninum í samstarfi við Umhverfisstofnun sem mun koma fram í hönnun og efnisvali. Ekki er séð af hverju Svansvotta á bygginguna og hvergi kemur fram hver sé kostnaður í því sambandi.

 

Bókun Flokks fólksins undir liðnum:  Lögð fram að nýju tillaga fulltrúa í ungmennaráði Kjalarness, um fjölgun stöðvunarskýla Strætó á Kjalarnesi og betri samrýmingu á strætóleiðum, sbr. 11. liður fundargerðar skipulags- og samgönguráðs, dags. 23. mars 2022:

Fulltrúi Flokks fólksins tekur undir tillöguna og er brýnt að fjölga strætóskýlum á Kjalarnesi til að auðvelda samgöngur til Mosfellsbæjar og Reykjavíkur auk þess sem nauðsynlegt er að samrýma ferðir leiðar 29 við aðrar leiðir Strætó bs. Gagnrýnt er hvað umsögn kemur seint. Nú er komið nýtt ungmennaráð sem hefur tekið til starfa. Úr umsögn má lesa að áfram á að skrafa um þessi mál en fátt að framkvæma. Flokki fólksins finnst þessi vinna ganga hægt og þ.m.t. hjá Strætó. Flokkur fólksins hvetur Strætó til að spýta í lófana og vinna úr þeim ábendingum sem beinast að leið 29 og almennt séð leita leiða til að bæta almenningssamgöngur á Kjalarnesi.

 

Bókun Flokks fólksins undir liðnum:  Lögð fram að nýju tillaga fulltrúa Vinstri grænna um umferðarþrengingar á Furumel, sbr. 26. liður fundargerðar umhverfis- og skipulagsráðs, dags. 16. nóvember 2022.

Flokkur fólksins er talsmaður þess að alls öryggis sé gætt þar sem börn gætu verið á ferð og hefur t.d. marg óskað eftir að tryggt verði frekara öryggi við Laugarásveg. Þar eru börn og fótgangandi í hættulegri nálægð við veginn en Laugarásvegur er löng gata sem tengir saman tvö hverfi. Því miður eru ökumenn sem gefa í þegar þeir aka þessa götu. Meta þarf aðstæður í hverju tilfelli fyrir sig. Hér er verið að ræða um Furumelinn. Almennt eru umferðarþrengingar erfið leið og hafa t.d. sorphirðubílar og þeir sem ryðja götur á vetrum kvartað yfir þrengslum til að athafna sig í starfi. Þegar horft er til hraðalækkunar, hraðahindrana eða þrengingar þá togast á tveir þættir sem stundum er erfitt að samræma. Annars vegar að því minni hraði því færri óhöpp. Hins vegar því hægar sem er ekið því minni er afkastageta gatnakerfisins, meiri umferðartafir og svifryksmengun. Umferðaröryggi þar sem börn fara um er þó ávallt forgangsatriði hvernig sem á það er litið.

 

Bókun Flokks fólksins undir liðnum: Lögð fram að nýju fyrirspurn áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins um geymslu hjóla- og fellihýsa, sbr. liður fundargerðar umhverfis- og skipulagsráðs, dags. 5. október 2022. Einnig er lagt fram svar skrifstofu stjórnsýslu og gæða, dags. 30. nóvember 2022:

Fyrirspurn Flokks fólksins snýr að því hvort áhugi sé fyrir að bjóða eigendum hjól- og fellihýsa geymslurými yfir sumarið á svæðum sem til þess fallin og þar með sé dregið úr líkum þess að hjól- og fellihýsi séu geymd á götum eða í bílastæðum fyrir utan íbúahús. Í framhaldsfyrirspurninni er fókusinn á heimild lögreglustjóra og hversu víðtæk heimildin er um bann við lagningu slíkra farartækja í borgarlandinu. Í svari kemur fram að heimildir séu víðtækar og byggjast á mati lögreglustjóri hvort tækið valdi óþægindum, óþrifnaði eða hættu. Flokkur fólksins veltir því fyrir sér hvort reglur ættu að vera skýrari til að forðast að teknar séu geðþóttaákvarðanir, ákvarðanir byggðar á „mati“. Fram kemur að það er ekkert allsherjarbann er við lagningu ferðavagna í almenn stæði í landi Reykjavíkurborgar. Þetta eru mikilvægar upplýsingar

 

Lögð fram að nýju fyrirspurn áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins um fjölda íbúða sem standa auðar núna hjá Félagsbústöðum vegna standsetningar eða vegna annarra ástæðna, sbr. 39. lið fundargerðar umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 14. desember 2022. USK22122900

Vísað til umsagnar Félagsbústaða.

Ný mál

Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi tillögu um strætóskýli:

Fulltrúi Flokks fólksins tekur undir tillöguna og er brýnt að fjölga strætóskýlum á Kjalarnesi til að auðvelda samgöngur til Mosfellsbæjar og Reykjavíkur auk þess sem nauðsynlegt er að samrýma ferðir leiðar 29 við aðrar leiðir Strætó bs. Gagnrýnt er hvað umsögn kemur seint. Nú er komið nýtt ungmennaráð sem hefur tekið til starfa. Úr umsögn má lesa að áfram á að skrafa um þessi mál en fátt að framkvæma. Flokki fólksins finnst þessi vinna ganga hægt og þ.m.t. hjá Strætó. Flokkur fólksins hvetur Strætó til að spýta í lófana og vinna úr þeim ábendingum sem beinast að leið 29 og almennt séð leita leiða til að bæta almenningssamgöngur á Kjalarnesi.

Frestað.

 

Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi tillögu um strætó og orkumál:

Flokkur fólksins leggur til að Strætó bs taki stærra skref í orkumálum. Fram hefur komið m.a. hjá ráðherra að brýnt væri að sveitarfélög fækki dísiltrukkum í umferðinni og nefndi hann í því samhengi Strætó sérstaklega. Hér er ekki um neinn misskilning að ræða eins og framkvæmdastjóri Strætó heldur fram. Það er ástæða fyrir að ráðherrann tekur Strætó sérstaklega út fyrir sviga sem stóran áhrifaþátt í mikill loftmengun. Það dugar ekki að “stór” hluti vagnanna sé í hæsta umhverfisstaðli samkvæmt innflutningi bíla, sem er Euro 6 heldur þurfa allir að vera það. Framkvæmdarstjórinn kennir Covid um en það er orðin ansi þreytt skýringu á ýmsu sem ekki gengur nógu vel í borginni. Í flotanum eru 160 strætisvagnar, þar af 140 dísilknúnir, þeir eru misgamlir og uppfylla ólíka umhverfisverndarstaðla. Finnst fólki þetta fullnægjandi? Varla. Í raun hefði strætó geta verið nú þegar kolefnislaust ef farið hefði verið í að fjárfesta í metanvögnum alfarið. Árum saman hefur metani verið sóað á báli en ekki nýtt.

Frestað.

 

Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi tillögu um umhverfismál:

Flokkur fólksins leggur til að gerð verði úttekt á hvað gert hefur verið í umhverfismálum á þessu og síðasta kjörtímabili. Nú hefur nokkurn veginn sami meirihluti verið við völd í tæp á 5 ár og spurning hvort að ekki sé rétt að fara yfir hvað gert hefur verið í umhverfismálum á þeim tíma. Gera þarf á því úttekt/samantekt. Flokkur fólksins hefur lagt fram fjölda tillagna í þessum málaflokki sem var öllum hafnað. Sem dæmi lagði flokkurinn til að allar nýjar bifreiðar sem borgin keypti og sem ekki krefðust þess af sérstökum ástæðum að þær gengju fyrir jarðeldsneyti væru metan eða rafbílar. Fulltrúi Flokks fólksins lagði einnig til að farið yrði í skógrækt í austur frá borginni og var þeirri tillögu einnig hafnað. Flokkur fólksins leggur því til að meirihlutinn taki saman þó að ekki væri nema einblöðung til að segja frá hvaða stærri verkefni borgin hefur farið í síðustu 3 árin sem þeir telja að hafi gagnast borgarbúum í umhverfismálum og hvað stendur til að gera næstu 2 árin. Hvað hefur t.d. borgin keypt marga rafbíla á þeim tíma og hversu margir ganga fyrir jarðeldsneyti? Hver er áhersla á skógrækt?. Hverju hafa stór verkefni skilað í umhverfismálum?

Greinargerð

Líta verður yfir síðustu ár til að meta og skoða hvaða lýðheilsuávinningur væri af borgarlínu. Til að hugsa þetta alveg ofan í kjarnann má spyrja jafnvel hvaða lýðheilsuávinningur er af því að nota borgarlínu eða eiga bíl eða hjól eða hest? Sá sem á bíl á t.d. auðveldara með að  skutla börnum í tómstundir, heimsækja foreldra o.fl. sem gefur meiri tíma fyrir sig og þá aðila. Þessi atriði þarf að skoða þegar meta á ávinning samgöngumáta.  Meta þarf lýðheilsu út frá öllum ferðamátum og bera síðan saman.

Frestað.

 

Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi fyrirspurn um Svansvottun um Kleppsgarða:

Að lokinni kynningu er lögð fram að nýju skipulagslýsing VSÓ ráðgjafar dags. ágúst 2022 vegna nýs deiliskipulags að Kleppsgörðum. Í gögnum segir að ráðgert er að byggingin verði vottuð af Svaninum í samstarfi við Umhverfisstofnun sem mun koma fram í hönnun og efnisvali. Flokkur fólksins spyr hver sé að Svansvotta bygginguna? hvað mun það kosta aukalega og hver er ávinningurinn? Hversu kostnaðarsamara verður viðhald þegar uppfylla þarf kröfu um svansvottun? USK23010113

 

Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi fyrirspurn um umferðamál:

Flokkur fólksins hefur ítrekað lagt til s.l. 4 ár að farið verði að skoða ljósastýringar í borginni og bæta og laga erfiðustu gatnamótin með ýmsum leiðum sem stungið hefur verið upp á í gegnum tíðina. Fulltrúi Flokks fólksins spyr hvort skipulagsyfirvöld séu með einhverjar hugmyndir í farvatninu sem létt geta á umferð s.s. að bæta ljósastýringar þar sem verst lætur?Hvaða aðgerðir eru í gangi hjá borginni til að draga úr umferðarteppu? Þegar horft er til samgöngumála er ekki um marga valkosti að ræða. Borgarlína verður ekki komin og farin að virka fyrr en eftir nokkur ár. Komu hennar hefur verið seinkað eins og allir vita. Strætósamgöngur er slakar og hefur dregið úr þjónustu sérstaklega eftir að nýja greiðslukerfið kom. Margir treysta sér ekki til að nota það. Þeir sem hefðu getað nýtt sér einstaka ferð með strætó finna aðrar leiðir, taka jafnvel frekar leigubíl, þeir sem hafa ráð á því þ.e.a.s. þar sem ekki tekur því að setja sig inn í Klapp kerfið eða taka sér ferð á hendur á á bækistöð Strætó til að kaupa sér Klapp tíu. Klapp tíu er aðeins fyrir annaðhvort fullorðna, ungmenni (12-17 ára) eða aldraða (67+). 660943

 

Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi fyrirspurn um göngu- og hjólastíga:

Flokkur fólksins vill koma því á framfæri að hjóla- og göngustígar eru jákvæð skref í umhverfismálum og nauðsynlegt í uppbyggingu hverfa. Hins vegar þarf að gæta aðhalds í þessu eins og öðru enda fjárhagsstaða Reykjavíkurborgar ekki góð. Flokkur fólksins hefur því áhuga á að vita hvort að könnuð sé arðsemi framkvæmda sem farið er í. Hefur Reykjavíkurborg gert könnun á notkun á reiðhjólum á nýjum reiðhjólastígum og þ.m.t. á stígum gatna sem hafa verið þrengdar til að koma fyrir hjólastígum? Hefur verið könnuð notkun reiðhjóla eftir að búið er að þrengja götur til að koma fyrir hjólastígum? Heyrst hefur að slík könnun hafi verið gerð um notkun reiðhjóla á Grensásvegi. 660943