Burt með stimpilklukkuna

Flokkur fólksins hefur lagt fram tillögu í borgarstjórn Reykjavíkur um að stimpilklukkan í vinnustund verði lögð niður í grunnskólum Reykjavíkur í samráði við Kennarafélag Reykjavíkur. Með því væri kennurum sýnt traust og komið til móts við sjálfstæð vinnubrögð og sveigjanlegan vinnutíma kennara. Stimplun í vinnustund er hvorki  bundin í lög né er í kjarasamningi kennara. Reykjavíkurborg kom þessu kerfi á í…

Lesa meiraBurt með stimpilklukkuna

Hugleiðingar um sorphirðu

Flokkur fólksins vill stíga varlega til jarðar þegar kemur að útvistun opinberra verkefna til einkaaðila, sérstaklega þegar kemur að beinni þjónustu við viðkvæma hópa. Til að ná fram markmiðum Flokks fólksins sem er að bæta þjónustu, t.d. að eyða biðlistum barna eftir sálfræðiþjónustu, og auka grunnþjónustu borgarinnar er nauðsynlegt að velta við hverri krónu. Spyrja þarf hvort og hvar hægt…

Lesa meiraHugleiðingar um sorphirðu

Kveikum neistann í Reykjavík

Lestrarkennsla og lestrarfærni hefur verið mikið í umræðunni að undanförnu og það ekki af ástæðulausu. Ef lestrarfærni er skoðuð má sjá að 34% drengja og 19% stúlkna 15 ára eiga í erfiðleikum með að skilja þann texta sem þau lesa. Þetta veldur áhyggjum. Það sem veldur ekki síður áhyggjum er að kannanir sýna fjölgun barna sem glíma við vanlíðan af…

Lesa meiraKveikum neistann í Reykjavík

 Leikskólamál í lamasessi

Ástandið í leikskólamálum borgarinnar er óásættanlegt. Enginn mótmælir því, ekki einu sinni meirihlutinn í borgarstjórn Reykjavíkur. Fyrst þegar hugmyndin um hinar svokölluðu ævintýraborgir, hreyfanlegir einingarleikskólar, var lögð á borð borgarstjórnar fylltust allir von og trú um að nú væri að nást utan um þennan gamla gróna vanda sem er hvað áþreifanlegastur á haustin. Mikil fjölgun hefur verið á umsóknum og má…

Lesa meira Leikskólamál í lamasessi

Hvernig er hægt að tryggja sanngjarnan leigumarkað?

Svo virðist sem afar erfitt sé að fá íbúðir leigðar á sanngjörnu verði í því árferði sem ríkir nú á leigumarkaði og gildir þá einu hvað kostaði að byggja þær. Ef stjórnvöld ætla að stuðla að hagkvæmu húsnæði verður þess vegna að setja einhverjar kvaðir um leiguverð íbúðarinnar. Markaðslögmálin ráða ferðinni og allur húsnæðisskortur veldur því að leigusalar geta leigt…

Lesa meiraHvernig er hægt að tryggja sanngjarnan leigumarkað?

Að hafa val um starfslok

Heilbrigðisráðherra vill nú leggja fram frumvarp um að hækka hámarksaldur opinberra heilbrigðisstarfsmanna í 75 ár til samræmis við þá sem eru sjálfstætt starfandi. Frumvarpið er lagt fram af neyð, vegna alvarlegs ástands í heilbrigðismálum. Þetta hefur verið umdeilt og hefur ýmsum sjónarmiðum verið haldið á lofti. Flokkur fólksins lagði fram tillögu í borgarstjórn árið 2019 um sveigjanleg starfslok. Eldra fólk og öryrkjar sem…

Lesa meiraAð hafa val um starfslok

Látum ekki deigan síga

Látum ekki deigan síga í borginni! Kosningum til sveitarstjórna er lokið og ljóst hvernig landið liggur næstu fjögur árin í borgarstjórn Reykjavíkur. Flokkur fólksins  mun gera sitt besta til að koma mikilvægum baráttumálum í þágu borgarbúa í brennipunkt umræðunnar. Við lifum áfram í þeirri von að dropinn holi steininn. Baráttumálin okkar lúta að því að bæta þjónustu, aðstæður og líf…

Lesa meiraLátum ekki deigan síga

Baráttumál Flokks fólksins lögð í dóm borgarbúa 14. maí

Baráttumál Flokks fólksins lögð í dóm borgarbúa 14. maí Hinn 14. maí er gengið til sveitarstjórnarkosninga. Þetta er hátíðardagur því á slíkum degi er lýðræðið áþreifanlegt. Við fáum tækifæri til að velja það fólk sem við treystum til forystu. Fyrir fjórum árum var ég svo lánsöm að vera kosin í borgarstjórn. Flokkur fólksins lenti í minnihluta eins og kunnugt er.…

Lesa meiraBaráttumál Flokks fólksins lögð í dóm borgarbúa 14. maí

Dýrkeypt fjarlægð milli barna og sálfræðinga

Árum saman hef ég sem sálfræðingur og borgarfulltrúi barist fyrir því að sálfræðingar hafi aðsetur í skólunum sjálfum frekar en á þjónustumiðstöðvum. Borgarstjórnarmeirihlutinn hefur hunsað þetta mikilvæga mál. Hinn 27. júní 2018 lagði ég sem borgarfulltrúi Flokks fólksins fram tillögu í Skóla- og frístundarráði um að skólasálfræðingur væri í hverjum skóla í Reykjavík og að skólar yrðu valdefldir með þeim…

Lesa meiraDýrkeypt fjarlægð milli barna og sálfræðinga

Þegar björgunarskipið siglir fram hjá

Eitt af helstu baráttumálum Flokks fólksins er að útrýma biðlistum í borginni. Biðlistar eru rótgróið mein í Reykjavík. Aðeins hafa skitnar 140 milljónir verið settar til að stemma stigu við lengingu listanna sem hafa fimmfaldast á kjörtímabilinu.Um 1900 börn bíða nú eftir aðstoð fagaðila s.s. sálfræðinga og talmeinafræðinga hjá Skólaþjónustu borgarinnar. Covid faraldurinn leiddi til aukningar á tilvísunum til fagfólks…

Lesa meiraÞegar björgunarskipið siglir fram hjá

Efna­lítið fólk í hús­næðis­vand­ræðum í Reykja­vík

Það sem helst einkennir núverandi meirihluta í borgarstjórn er fjarlægð frá borgarbúum og skeytingarleysi um þarfir þeirra, sérstaklega efnaminna fólks. Þetta er mat Flokks fólksins eftir að hafa setið 4 ár í borgarstjórn. Húsnæðismál eru í brennidepli vegna þess hve hinn alvarlegi skortur á íbúðarhúsnæði og byggingarlóðum í Reykjavík kemur sífellt verr niður á hinum tekjulægri. Nákvæmlega þannig var staðan…

Lesa meiraEfna­lítið fólk í hús­næðis­vand­ræðum í Reykja­vík

Stafrænt bruðl í borg biðlistanna

Í Reykjavík hafa biðlistar af öllu tagi ekki gert annað en að lengjast í tíð núverandi meirihluta. Einu gildir hvert litið er. Nú bíða um 1.900 börn eftir þjónustu m.a. sálfræðinga og talmeinafræðinga hjá Skólaþjónustu. Það kallast ófremdarástand. Biðlistar eftir þjónustu verða til vegna skorts á skipulagi og forgangsröðun, sem hefur verið eitt helsta einkenni meirihlutans í borgarstjórn Reykjavíkur. Flokkur…

Lesa meiraStafrænt bruðl í borg biðlistanna