Mannréttinda- og ofbeldisvarnaráð 20. júní 2024

Bókun Flokks fólksins undir liðnum: Lagt fram bréf mannauðs- og starfsumhverfissviðs dags. 15. maí 2024, um greinagerð með framlagningu uppfærslu á stefnu gegn einelti, áreitni og ofbeldi fyrir vinnustaðinn Reykjavíkurborg: Fulltrúi Flokks fólksins gerir athugasemd við hversu þröng skilgreiningu á einelti er og telur að mannréttinda- og ofbeldisvarnaráð og mannréttinda- og lýðræðisskrifstofa ættu að beita sér fyrir að fá hana

Lesa meira »

Velferðarráð 19. júní 2024

Lögð fram uppfærð niðurstaða frumkvæðisathugunar Gæða- og eftirlitsstofnunar velferðarmála á upplýsingum um þjónustu við fatlað fólk, dags. 10. júní 2024.: Tvær ábendingar voru settar fram í niðurstöðum frumkvæðisathugunar GEV á upplýsingum um þjónustu við fatlað fólk á vefsíðum sveitarfélaga. Unnið hefur verið úr þeim ábendingum. Fyrri ábendingin snýr að því að einfalda aðgengi að upplýsingum um stuðningsþjónustu fyrir börn og

Lesa meira »

Umhverfis og skipulagsráð 19. júní 2024

Bókun Flokks fólksins undir liðnum:  Fram fer kynning á frumdrögum á Miklubraut í stokk eða jarðgöng. Hér er lögð á borð áhugaverð áætlun. Hvergi er þó að finna neinar hugleiðingar um hvað gert er með mengaða loftið í göngunum. Þegar um svona löng göng er að ræða þarf að huga að mengunarvörnum. Mengun er ekki síður atriði hvort sem maður

Lesa meira »

Borgarstjórn 18. júní 2024

Flokkur fólksins lagði fram 3 mál á þessum fundi. Tveimur var frestað Borgarstjórn Reykjavíkur 18. júní 2024 Greinargerð borgarfulltrúa Flokks fólksins með umræðu um mál Flokks fólksins á fundum borgarstjórnar veturinn 2023-2024 Á þessum síðasta fundi borgarstjórnar fyrir sumarfrí mun borgarfulltrúi Flokks fólksins líta yfir veturinn og kalla eftir umræðu um þau mál sem Flokkur fólksins hefur lagt fram í

Lesa meira »

Forsætisnefnd 14. júní 2024

Bókun Flokks fólksins undir liðnum: Lagt fram bréf skrifstofu borgastjórnar, dags. 12. júní 2024, varðandi breytingar á samþykkt öldungaráðs: Fulltrúi Flokks fólksins mótmælti fækkun fulltrúa í ráðinu á sínum tíma og taldi að fækkun þeirra í öldungaráði úr níu fulltrúum í sjö væri ekki til góðs. Samtök aldraðra og Korpúlfar, samtök eldri borgara í Grafarvogi, áttu samkvæmt því ekki sérstaka

Lesa meira »

Borgarráð 13. júní 2024

Bókun Flokks fólksins undir liðnum: Nýr samþættur leik- og grunnskóli, frístundaheimili, félagsmiðstöð og göngu- og hjólabrú í Vogabyggð, sem sigraði nýlega hönnunarsamkeppni og var kynntur í borgarráði. Fyrir liggja niðurstöður hönnunarsamkeppni um byggingu á nýjum samþættum leik- og grunnskóla, frístundaheimili og félagsmiðstöð og nýrri göngu- og hjólabrú á Fleyvangi. Varðandi fyrra málið finnst fulltrúa Flokks fólksins þessar hönnunarsamkeppnir farnar að

Lesa meira »

Umhverfis- og skipulagsráð 12. júní 2024

Bókun Flokks fólksins undir liðnum:  Fram fer kynning á stafrænni vegferð byggingarfulltrúa. Kynning fylgdi ekki útsendri dagskrá. Kynnt er verkefni sem unnið hefur verið frá í febrúar.. Vegferðin hefur verið frá 2022. Verkefni er framhaldsverkefni og hefur tengst Húsnæðis- og mannvirkjastofnun (HMS) í gegnum Hlöðuna. Áður var Bygg2 komið í gang en síðar undirritar Reykjavíkurborg yfirlýsingu um þátttöku í sameiginlegu

Lesa meira »

Borgarstjórn 11. júní 2024

Borgarstjórn Reykjavíkur 11. júní 2024 Tillaga borgarfulltrúa Flokks fólksins um að fylgja sviðsmynd 1 við uppbyggingu skólastarfs í Laugardal Lagt er til að borgarstjórn samþykki að fylgja sviðsmynd 1 um framtíðaruppbyggingu skólastarfs í Laugardal sem samþykkt var árið 2022. Greinargerð Reykjavíkurborg hyggst ganga á bak eigin loforða um að framtíðaruppbygging skólastarfs í Laugardal verði á grundvelli skólanna sem fyrir eru.

Lesa meira »

Borgarráð 6. júní 2024

Bókun Flokks fólksins undir liðnum: Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 29. maí 2024, sbr. samþykkt umhverfis- og skipulagsráðs frá 29. maí 2024 á auglýsingu á tillögu að breytingu á deiliskipulagi Nauthólsvíkur vegna breytingar á legu Borgarlínu og stoppistöðvar hennar sem færist út af deiliskipulagssvæðinu: Með tillögunni er verið að aðlaga gildandi deiliskipulag Nauthólsvíkur að fyrirhugaðri legu Borgarlínu þrátt

Lesa meira »

Velferðarráð 5. júní 2024

Bókun Flokks fólksins undir liðnum: Fram fer kynning á heimaþjónustu velferðarsviðs. Á heilbrigðisþingi 2021 um framtíðarsýn heilbrigðisþjónustu aldraðra voru málefni aldraðra rædd í þaula. Nánast allir völdu þann valkost að vera heima frekar en að fara á stofnun þegar þeim tveimur valkostum var slegið upp. Til að geta verið sem lengst heima þarf að veita meiri einstaklingsbundna aðstoð, t.d. aðstoð

Lesa meira »

Auka borgarstjórnarfundur 5. júní 2025. CEB erlent lán

Bókun Flokks fólksins undir liðnum: Lagt er til að samþykkt verði fyrirliggjandi drög að lánasamningi að fjárhæð 100 milljónir evra milli Reykjavíkurborgar, kt. 530269-7609 og Þróunarbanka Evrópuráðsins eða Council of Europe Developement Bank (CEB) til að fjármagna viðhaldsátak í skólahúsnæði borgarinnar. Borgarstjóra verði veitt heimild til að undirritunar og frágangs gagna. Taka á erlent lán að fjárhæð 100 milljónir evra

Lesa meira »

Umhverfis- og skipulagsráð 5. júní 2024

Bókun Flokks fólksins undir liðnum: Fram fer skipulagslýsing umhverfis- og skipulagssviðs, dags. í maí 2024: Núverandi deiliskipulag er að stofni til frá árinu 1961 og síðari breyting fyrir Framsvæðið, frá 2003. Nú á að breyta svæðinu að mestu í íbúðabyggð. Áætlun framkvæmda er sýnd í gögnum. En komið hefur fram að stefnt er að því að leggja Miklabraut í stokk

Lesa meira »

Umhverfis- og skipulagsráð 29. maí 2024

Bókun Flokks fólksins undir liðnum: Fram fer kynning á niðurstöðum rannsóknarverkefnis sem leitt var af Grasagarði Reykjavíkur og styrkt var af Norrænu ráðherranefndinni um villtar erfðalindir ræktaðra nytjaplantna við strendur og á náttúrusvæðum í Reykjavík: Kynning er um villtar erfðalindir ræktaðra nytjaplantna við strendur og á náttúrusvæðum. Fulltrúi Flokks fólksins veltir því fyrir sér hvort og hversu mikið erfðaefni hefur

Lesa meira »

Mannréttinda- og ofbeldisvarnaráð 23. maí 2024

Bókun Flokks fólksins undir liðnum: Lögð fram að nýju tillögu borgarfulltrúa Vinstri grænna um minnisvarða fyrir þolendur kynferðislegs ofbeldis Flokkur fólksins skilur að vissu leyti hugsunina að baki þessari tillögu. Flokkur fólksins líður með öllum þeim sem hafa orðið fyrir ofbeldi og vill gera allt til að auka forvarnir og fræðslu til að sporna megi við ofbeldis tilfellum. En Flokkur

Lesa meira »

Borgarráð 23. maí 2024

Bókun Flokks fólksins undir liðnum: Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 8. maí 2024, sbr. samþykkt umhverfis- og skipulagsráðs frá 8. maí 2024 á breytingu á aðalskipulagi 2040 fyrir skotæfingasvæði Álfsnesi. Framlengja á starfsleyfi fyrir skotæfingasvæði á Álfsnesi til 2028 fyrir Skotfélag Reykjavíkur og Skotveiðifélag Reykjavíkur. Flokkur fólksins hefur því miður litla trú á að skotvellirnir fari 2028. Þær

Lesa meira »

Umhverfis- og skipulagsráð 22. maí 2024

Bókun Flokks fólksins undir liðnum: Elliðaárdalur – Breyting á deiliskipulagi – Skipulagslýsing . Lögð fram skipulagslýsing umhverfis- og skipulagssviðs, dags. í apríl 2024,  vegna fyrirhugaðrar breytingar á deiliskipulagi sem nær yfir afmarkað svæði í Elliðaárdal. Deiliskipulagstillagan nær yfir svæði frá Árbæjarstíflu upp fyrir Blásteinshólma og neðan frá stíflunni meðfram Rafstöðvarvegi að Elliðaárvirkjun. Breyting á deiliskipulagi – Deiliskipulagstillagan nær yfir svæði

Lesa meira »

Velferðarráð 15. maí 2024

Bókun Flokks fólksins undir liðnum: Fram fer kynning á lagafrumvarpi um breytingu á ýmsum lögum vegna endurskoðunar örorkulífeyriskerfis almannatrygginga. Flokkur fólksins hefur áhyggjur af því að til stendur að breyta örorkukerfinu áður en hið „samþætta sérfræðimat“ sem nýtt kerfi mun byggja á hefur verið útfært. Óttast er að nýtt matskerfi kunni að leiða til þess að þúsundir fólks verði metið

Lesa meira »

Umhverfis- og skipulagsráð 15. maí 2024

Bókun Flokks fólksins undir liðnum:  Fram fer kynning á fyrirhuguðum framkvæmdum á umferðarljósum árið 2024 og endurnýjunarþörf næstu ára: Endurnýja þarf umferðarljós á fjölmörgum stöðum í Reykjavík. Umferðarljós skipta sköpum þegar horft er til þess að liðka fyrir umferð gangandi og akandi. Lengi hefur verið kvartað yfir ljósastýringu í borginni sem á köflum er stórundarleg og ekki er vitað hvort

Lesa meira »

Ræða oddvita við seinni umræðu Ársreiknings 2023 flutt 14. maí 2024

Ræða oddvita Flokks fólksins við síðari umræðu Ársreiknngs 2023 flutt 14. maí 2024 Fram fer síðari umræða um ársreikning. Búið er að reifa málið ágætlega en þó með ólíkum hætti eftir hvort fulltrúar meirihlutans eða fulltrúar minnihlutans tala.  Stundum mætti halda að ekki sé verið að ræða sama ársreikninginn svo ólíkt er um hann fjallað. Staðreyndin er sú að afkoma

Lesa meira »

Borgarstjórn 14. maí 2024. Seinni umræða ársreikning 2023. Bókanir

Bókun Flokks fólksins undir liðnum: Seinni umræða Ársreiknings 2024: Afkoma hefur skánað en er enn afspyrnu slæm. Rekstrarniðurstaða samstæðunnar var 13 milljörðum króna lakari en áætlun gerði ráð fyrir og rekstrarhalli borgarsjóðs nam fimm milljörðum króna. Veltufjárhlutfall lækkar milli ára og lausaskuldir hækka. Veltufé frá rekstri dugar ekki til að standa undir afborgunum lána og leiguskulda. Reksturinn skilar aðeins broti

Lesa meira »

Umhverfis- og skipulagsráð 8. maí 2024

Bókun Flokks fólksins undir liðnum: Fram fer kynning á undirbúningi tilraunaverkefnis um Hringrásarstöð og fríbúð í Gerðubergi að danskri fyrirmynd. Verkefnið er hluti af innleiðingu loftslagsáætlunar og lögbundnum verkefnum skv. lögum um meðhöndlun úrgangs: Kynnt er nærendurvinnslustöð þar sem fólk getur komið og leigt hluti, eins konar skiptimarkaður, vinnustofur, viðgerðarkaffi og fleira. Um er að ræða tilraunaverkefni. Kostnaður er 5

Lesa meira »

Borgarstjórn 7. maí 2024

Bókun Flokks fólksins undir liðnum: Ársreikningur 2023: Afkoma A-hluta Reykjavíkurborgar á árinu 2023 hefur  skánað en er enn óásættanleg.  Rekstrarreikningur er með 5.0 milljarða halla. Veltufjárhlutfall lækkar úr 1.1 á árinu 2022 niður í 0,94 á árinu 2023. Ástæðan er sú að lausaskuldir hafa hækkað um 6,5 milljarða milli ára eða um 20%. Veltufé frá rekstri er 11,5 milljarðar eða

Lesa meira »

Oddvitaræða við fyrri umræðu Ársreiknings 2023 flutt 7. maí 2024

Ræða oddvita 7. maí 2024 Afkoma A-hlutans batnar frá árinu 2022 en engu að síður eru það allnokkur aðvörunarljós sem blikka og full ástæða er til að vekja athygli á. Þrátt fyrir bata í rekstrinum er engu að síður halli á rekstri A-hlutans sem nemur um 5 milljörðum. Það getur ekki talist ásættanlegt eitt og sér. Afkoma A-hlutans var afspyrnuslök

Lesa meira »

Forsætisnefnd 3. maí 2024

Bókun Flokks fólksins undir liðnum: Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjórnar, dags. 2. maí 2024, varðandi breytingu á samþykkt fyrir innkaupa- og framkvæmdaráð: Nýjar reglur, samþykkt fyrir innkaupa- og framkvæmdaráð Reykjavíkurborgar, voru samþykktar í borgarráði 2. maí 2024. Borgarfulltrúi Flokks fólksins fagnaði því á sínum tíma að endurskoða ætti reglurnar. Breytingar eru til bóta og greinilega þarfar. Skemmst er að minnast

Lesa meira »

Borgarráð 2. maí 2024

Bókun Flokks fólksins undir liðnum:  Lagður fram að nýju trúnaðarmerktur ársreikningur A-hluta og samstæðu Reykjavíkurborgar 2023, ódags., sbr. 1. lið fundargerðar borgarráðs frá 11. apríl 2024, ásamt bréfi fjármála- og áhættustýringarsviðs, dags. 2. maí 2024, varðandi ársreikning A-hluta og samantekinn ársreikning A- og B-hluta Reykjavíkurborgar 2023. Afkoma hefur skánað frá árinu 2022 en engu að síður blikka aðvörunarljós. Þrátt fyrir

Lesa meira »

Umhverfis- og skipulagsráð 24. apríl 2024

Bókun Flokks fólksins undir liðnum: Fram fer kynning á framkvæmdum á lagfæringum á miðeyjum og tíguleyjum gatnamótum Miklubrautar og Kringlumýrarbrautar ásamt bættri lýsingu og hraðalækkandi aðgerðumá þverunum á framhjáhlaupum. Fulltrúi Flokks fólksins fagnar því að verið sé að fara í framkvæmdir til að bæta öryggi og aðgengi fyrir hjólandi og gangandi vegfarendur yfir Miklubraut og Kringlumýrarbraut. Þetta er mjög umferðarþung

Lesa meira »

Borgarstjórn 23. apríl 2024

Borgarstjórn Reykjavíkur 23. apríl 2024 Greinargerð borgarfulltrúa Flokks fólksins með umræðu um tjarnir í Reykjavík og umhirðu þeirra Borgarfulltrúi Flokks fólksins vill hvetja meirihlutann til að marka sér stefnu um framtíð tjarna í Reykjavík. Í Reykjavík eru margar tjarnir, flestar manngerðar. Stærsta tjörnin er Reykjavíkurtjörn. Borgarfulltrúi Flokks fólksins kallar eftir umræðu í borgarstjórn um tjarnir og hvernig hægt er að

Lesa meira »

Borgarráð 18. apríl 2024

Bókun Flokks fólksins undir liðnum: Lagðar fram tillögur borgarstjóra, dags. 16. apríl 2024, að viðaukum við fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar 2024: Fulltrúi Flokks fólksins fagnar því að hækka eigi fjárheimildir umhverfis- og skipulagssviðs um 22.000 þ.kr. vegna launakostnaðar nemenda í Vinnuskóla Reykjavíkur 2024. Krakkar í vinnuskólanum hafa verið snuðaðir allt of lengi um launahækkun. Vinnuframlag unglinganna er mikilvægt. Laun þeirra hækkuðu síðast

Lesa meira »

Velferðarráð 17. apríl 2024

Bókun Flokks fólksins undir liðnum: kynning á samstarfsyfirlýsingu vegna barna í viðkvæmri stöðu á starfssvæðum miðstöðva Reykjavíkurborgar Flokkur fólksins fagnar því að Lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu, sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu, heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins, skóla- og frístundaþjónusta og deild barna og fjölskyldna á miðstöðvum Reykjavíkurborgar, Barnaverndarþjónusta Reykjavíkur og framhaldsskólar í Reykjavík hafa ákveðið að vinna saman til að stuðla að farsæld fyrir börn sem

Lesa meira »

Umhverfis- og skipulagsráð 17. apríl 2024

Bókun Flokks fólksins undir liðnum: Lögð fram að nýju tillaga íbúaráðs Breiðholts um fýsileika á kaupum og rekstri loftgæðamælis í Breiðholti, sbr. 2. liður fundargerðar íbúaráðs Breiðholts, dags. 7. febrúar 2024. Einnig er lögð fram umsögn umhverfis- og skipulagssviðs, skrifstofu umhverfisgæða, dags. 20. mars 2024: Fulltrúa Flokks fólksins telur að alla jafna þegar rætt er um loftmengun sé miðað við

Lesa meira »

Borgarráð 11. apríl 2024

Bókun Flokks fólksins undir liðnum: Lögð fram tillaga borgarstjóra, dags. 9. apríl 2024, að viðaukum við fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar vegna fjárfestingaráætlunar A-huta. Greinargerðir fylgja tillögunum: Það er mat Flokks fólksins að mikilvægt sé að endurskoða allar fjárfrekar fjárfestingaráætlanir sem mega bíða s.s. Grófarhús. Það þarf að draga verulega úr og jafnvel setja sumar fjárfestingar á ís. Farið var of geyst í

Lesa meira »

Umhverfis- og skipulagsráð 10. apríl 2024

Bókun Flokks fólksins undir liðnum: Lögð fram að nýju tillaga fulltrúa ungmennaráðs Vesturbæjar, Miðborgar og Hlíða, sbr. 1. liður fundargerðar borgarstjórnar og Reykjavíkurráðs ungmenna, dags. 27. febrúar 2024, sem vísað var til meðferðar umhverfis- og skipulagsráðs. Tillaga ungmennaráðsins er svo hljóðandi: Fulltrúi Flokks fólksins styður heilshugar þessa tillögu Ungmennaráðsins um hækkun launa í Vinnuskóla Reykjavíkur. Laun ungmenna sem starfa í

Lesa meira »

Borgarstjórn 9. apríl 2024

Borgarstjórn Reykjavíkur 9. apríl 2024 Tillaga borgarfulltrúa Flokks fólksins um óháða úttekt á þjónustu- og nýsköpunarsviði varðandi hagræðingu og framtíðarskipulag sviðsins Borgarstjórn samþykkir að gerð verði óháð úttekt á þjónustu- og nýsköpunarsviði varðandi hagræðingu og framtíðarskipulag sviðsins. Greinargerð Flokkur fólksins leggur fram tillögu þess efnis að óháður aðili utan borgarkerfisins verði fenginn til að gera allsherjar úttekt á þjónustu- og

Lesa meira »

Forsætisnefnd 5. apríl 2024

Bókun Flokks fólksins undir liðnum: Lagt fram bréf þjónustu- og nýsköpunarsviðs, dags. 20. mars 2024, sbr. samþykkt stafræns ráðs frá 13. mars 2024 á ályktun varðandi fyrirspurnir. ÞON24030014 Fulltrúi Flokks fólksins undrast þessa ályktunartillögu. Einhverjar þessara fyrirspurna voru lagðar fram fyrir nokkrum vikum en dregist hefur að svara þeim. Það er því miður svo að stafrænt ráð sinnir ekki þeirri

Lesa meira »

Borgarráð 4. apríl 2024

Bókun Flokks fólksins undir liðnum: Lagt er til að borgarráð samþykki tilboð að nafnvirði 120 m.kr., á ávöxtunarkröfunni 3,45% í verðtryggðan skuldabréfaflokk borgarsjóðs RVK 53 1, sem eru 215 m.kr. að markaðsvirði og samþykki tilboð að nafnvirði 200 m.kr., á ávöxtunarkröfunni 8,85% í óverðtryggðan skuldabréfaflokk borgarsjóðs RVKN 35 1, sem eru 101 m.kr. að markaðsvirði. Ofangreind tillaga var tekin fyrir

Lesa meira »

Umhverfis- og skipulagsráð 3. apríl 2024

Bókun Flokks fólksins undir liðnum:  Lagt fram yfirlit yfir ferðakostnað umhverfis- og skipulagssviðs fyrir október – desember 2023: Samtals ferðakostnaður á áætlun umhverfis- og skipulagssviðs árið 2023 var alls 12.123.675 kr. Þetta er of hátt. Í yfirliti yfir hagræðingaraðgerðir umhverfis- og skipulagssviðs 2024 kemur fram að lækka á ferðakostnað. Fulltrúi Flokks fólksins hlakkar til að sjá næsta yfirlit og er

Lesa meira »

Borgarráð 21. mars 2024

Bókun Flokks fólksins undir liðnum: Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 14. mars 2024, sbr. samþykkt umhverfis- og skipulagsráðs frá 13. mars 2024 á tillögu að breytingu á hverfisskipulagi Árbæjar, hverfi 7.3. Selás, vegna lóðarinnar nr. 98 við Selásbraut, ásamt fylgiskjölum. USK23020273 Í tveimur auglýsingarumferðum berast sambærilegar athugasemdir frá fólki og lúta þær að fjölda íbúða, byggingarmagn og aukna

Lesa meira »

Umhverfi- og skipulagsráð 20. mars 2024

Bókun Flokks fólksins undir liðnum: Bréf skipulagsstofnunar, Fossvogsbrú- breyting á deiliskipulagi. Meginbreyting deiliskipulagsins felst í að landfylling er aukin. Það virðist vera regla að ef einhverju á að breyta eða koma einhverju fyrir er gerð landfylling. Lítill biti í einu og allar náttúrulegar fjörur eyðilagðar. En hérna væri hægt að bæta úr stórum galla á hönnun brúarinnar en það er

Lesa meira »

Borgarstjórn 19. mars 2024

Tillaga borgarfulltrúa Flokks fólksins um endurskoðun ákvörðunar um niðurlagningu Borgarskjalasafns  Borgarstjórn samþykkir að endurskoða ákvörðun sína frá 7. mars 2023 um að leggja niður Borgarskjalasafn í núverandi mynd og að starfsemi safnsins verði tryggð til framtíðar. Greinargerð Um þessar mundir liggja fyrir drög að frumvarpi til laga um breytingu á lögum um opinber skjalasöfn. Þar segir að ef standi til

Lesa meira »

Borgarráð 14. mars 2024

Bókun Flokks fólksins undir liðnum: Lögð fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 7. og 13. mars 2024, sbr. samþykktir umhverfis- og skipulagsráðs frá 6. og 13. mars á tillögu að uppfærslu á reglum um bíla- og hjólastæði í Reykjavík: Sjálfsagt er að skipuleggja hjóla- og bílastæði með eins skynsamlegum hætti og hægt er í borginni. Best fer á því að

Lesa meira »

Mannréttinda- og ofbeldisvarnaráð 14. mars 2024

Bókun Flokks fólksins undir liðnum: Lagt er til að beina því til borgarráðs að auka fjárhagslegan stuðning til starfsemi Bjarkahlíðar. Bjarkarhlíð hefur sannað gildi sitt en þangað hefur mikill fjöldi af þolendum ofbeldis af öllu tagi lagt leið sína og fengið dýrmæta aðstoð. Öll þjónusta er undir sama þaki og auðveldar það mörgum fyrstu skrefin sem mörgum finnst erfitt að

Lesa meira »

Umhverfis- og skipulagsráð 13. mars 2024

Bókun Flokks fólksins undir liðnum:  Fram fer kynning á breytingum á fyrirkomulagi Vinnuskólans í Reykjavík. Fulltrúi Flokks fólksins telur mikilvægt að hlúa að vinnuskólanum að öllu leyti launalega sem og öðrum málum sem tengjast vinnuskólanum. Laun ungmenna sem starfa í Vinnuskóla Reykjavíkur hafa verið langt undir því sem unglingar fá í öðrum sveitarfélögum fyrir sambærileg störf. Það er forkastanlegt að

Lesa meira »

Borgarráð 7. mars 2024

Bókun Flokks fólksins undir liðnum: Lagt er til að áhættunefnd Reykjavíkurborgar verði skipuð í samræmi við hjálagt erindisbréf. Fulltrúa Flokks fólksins finnst sjálfsagt að minnihluta borgarstjórnar verði gefinn kostur á að skipa fulltrúa í áhættunefnd Reykjavíkurborgar. Samkvæmt fyrirliggjandi drögum að erindisbréfi nefndarinnar er gert ráð fyrir að auk tveggja embættismanna sitji í nefndinni tveir fulltrúar meirihluta en enginn frá minnihluta.

Lesa meira »

Velferðarráð 6. mars 2024

Bókun Flokks fólksins undir liðnum tillaga sviðsstjóra, dags. 6. mars 2024, um hækkun tekju- og eignamarka í reglum Reykjavíkurborgar fyrir sérstakan húsnæðisstuðning. Fulltrúi flokks fólksins telur rétt að miða uppfærslu tekjuviðmiða í reglum um sérstakan húsnæðisstuðning við þróun launa milli ára. Launavísitala hækkaði um 7% milli áranna 2023 og 2024 og þá hækkuðu lægstu laun um 66.000 kr. í þeirri

Lesa meira »

Umhverfis- og skipulagsráð 6. mars 2024

Bókun Flokks fólksins undir liðnum: Lagt fram erindisbréf umhverfis- og skipulagssviðs dags. 29. febrúar 2024, fyrir starfshóp um verklagsreglur um álagningu gjalda vegna stöðubrota í Reykjavík: Fulltrúi Flokks fólksins telur að þessi hópur geti unnið þarft verk og tímabært. Tekið er undir margt sem fram kemur í erindisbréfinu s.s. að mikilvægt sé að aðgerðir séu fyrirsjáanlegar og í samræmi við

Lesa meira »

Borgarstjórn 5. mars 2024

Tillaga borgarfulltrúa Flokks Fólksins um stofnun starfshóps um biðlista eftir skólaþjónustu í Reykjavík Lagt er til að borgarstjórn samþykki að stofna starfshóp sem fengi m.a. þau verkefni að rýna biðlista barna og ungmenna eftir skólaþjónustu til að meta hvort framsetning listans og skráning erinda/tilvísana sé með þeim hætti að hann gefi raunsanna mynd af stöðu mála. Í því felst að

Lesa meira »

Forsætisnefnd 1. mars. 2024

Bókun Flokks fólksins undir liðnum: Óskað er eftir að drög að uppfærðri aðgerðaáætlun 2024-2026 um þátttöku Reykjavíkurborgar í alþjóðlegum rannsóknar- og nýsköpunarverkefnum: Í skýrslu Stofnunar stjórnsýslufræða og stjórnmála um þátttöku Reykjavíkurborgar í fjölþjóðlegum rannsóknar- og nýsköpunarverkefnum koma fram ýmsar áhugaverðar ábendingar. Til dæmis kom í samtölum Stofnunar stjórnsýslufræða og stjórnmála ítrekað fram að fáir hafi komið að gerð umrædds siglingakorts

Lesa meira »

Borgarráð 29. febrúar 2024

Bókun Flokks fólksins undir liðnum: Lagt fram svar skrifstofu borgarstjóra og borgarritara, dags. 27. febrúar 2024, við fyrirspurn borgarráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokksins um kostnað borgarinnar vegna veisluhalda við starfslok, sbr. 48. lið fundargerðar borgarráðs frá 25. janúar 2024. Þótt löng hefð sé fyrir því að halda veislu við starfslok æðstu embættismanna er ekki þar með sagt að ekki megi sýna aðhald í

Lesa meira »

Umhverfis- og skipulagsráð 28. febrúar 2024

Bókun Flokks fólksins undir liðnum: Bókanir við kynningu á niðurstöðum hugmyndaleitar fyrir Leirtjörn vestur færð úr trúnaðarbók umhverfis- og skipulagsráðs 14. febrúar 2024 þar sem aflétt hefur verið trúnaði um niðurstöðu hugmyndaleitar. Byggja á kjarna þar sem sérstakt tillit er tekið til eldri borgara, nokkuð sem ekki mátti gera fyrir nokkrum misserum. Fulltrúi Flokks fólksins fagnar þessu og líst vel

Lesa meira »

Borgarstjórnarfundur með ungmennum 27. febrúar 2024

Bókun Flokks fólksins undir liðnum: Tillaga fulltrúa í ungmennaráði Vesturbæjar, Miðborgar og Hlíða um hækkun launa í Vinnuskóla Reykjavíkur: Fulltrúi Flokks fólksins styður heilshugar þessa tillögu um hækkun launa í Vinnuskóla Reykjavíkur. Laun ungmenna sem starfa í Vinnuskóla Reykjavíkur hafa verið langt undir því sem unglingar fá í öðrum sveitarfélögum fyrir sambærileg störf. Kallað er eftir því að unglingum sé

Lesa meira »

Borgarráð 15. febrúar 2024

Bókun Flokks fólksins undir liðnum: Lögð fram svohljóðandi tillaga borgarstjóra, dags. 13. febrúar 2024: Lagt er til að borgarráð samþykki að næstu skref í þróun á Hringrásargarði á Álfsnesi verði samkvæmt hjálögðu minnisblaði: Fulltrúi Flokks fólksins vill draga fram í bókun það sem fram kemur í framlögðum gögnum um veikleika Álfsness fyrir Hringrásargarð, t.d. þegar horft er til viðskiptatækifæra. Þá

Lesa meira »

Umhverfis- og skipulagsráð 14. febrúar 2024

Bókun Flokks fólksins undir liðnum: Lögð fram fundargerð SORPU bs. dags. 6. febrúar 2024 og svohljóðandi bókun áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins um lið 4 í fundargerð SORPU: Sérsöfnun á matarleifum. Fram kemur að frá áramótum hefur SORPA dreift um 300.000 pokum á endurvinnslustöðvum og í Góða hirðinum. Dreifing hefur gengið vel og spurn eftir pokum verið í samræmi við væntingar. Ekkert

Lesa meira »

Borgarstjórn 13. febrúar 2024

Tillaga borgarfulltrúa Flokks fólksins um að finna lóð fyrir fljótbyggð hús fyrir Grindvíkinga Lagt er til að borgarstjórn samþykki að finna lóð í borgarlandinu fyrir t.d. skandinavísk eða kanadísk einingahús fyrir þá Grindvíkinga sem vilja setjast að í Reykjavík í stað þess að snúa aftur til Grindavíkur þar sem mikil óvissa ríkir um framtíðarbúsetu vegna eldsumbrota og jarðhræringa. Greinargerð Í

Lesa meira »

Borgarráð 8. febrúar 2024

Bókun Flokks fólksins undir liðnum: Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 17. janúar 2024, sbr. samþykkt umhverfis- og skipulagsráðs frá 17. janúar 2023 á tillögu að breytingu á deiliskipulagi Vallár á Kjalarnesi: Fulltrúi Flokks fólksins fagnar því að stækka eigi svæðið fyrir hænsnin svo betur fari um þau. Hætta á notkun búra en á sama tíma. Nokkrar áhyggjur eru

Lesa meira »

Velferðarráð 7. febrúar 2024

Bókun Flokks fólksins undir liðnum: Lögð fram til kynningar drög að forvarna- og aðgerðaáætlun Reykjavíkurborgar 2024-27. Kynnt eru drög að forvarna- og aðgerðaáætlun Reykjavíkurborgar 2024-27. Markmið áætlunarinnar er að bregðast við helstu áskorunum sem eru til staðar í forvarnarmálum varðandi börn og ungmenni í Reykjavík. Áskoranirnar eru margar því rannsóknir sýna fram á að andlegri líðan barna og unglinga hrakar,

Lesa meira »

Umhverfis- og skipulagsráð 7. febrúar 2024

Bókun Flokks fólksins undir liðnum: Lagðar fram til upplýsinga, verklagsreglur um fyrirspurnir og tillögur í ráðum og nefndum Reykjavíkurborgar. MSS23090170 Flokkur fólksins var með athugasemdir við tillöguna sem sneru að 3. gr. þar sem fram kom að ekki mætti hafa lengur formála að fyrirspurnum. Flokki fólksins finnst það ómögulegt enda er stundum nauðsynlegt að hafa nokkur orð um af hverju

Lesa meira »

Borgarstjórn 6. febrúar 2024

Bókun Flokks fólksins undir liðnum: Fram fer umræða um Kvosina og Austurstræti sem heildstætt göngusvæði. USK23020228 Búið er að gera kannanir á ferðavenjum fólks í mörg ár, m.a. heimsóknum í miðbæinn. Stærstur hluti fólks í miðbænum eru ferðamenn. Íslendingar sem búa fjarri eru fæstir og er það vegna þess að þeim finnst aðgengi að bænum erfitt og finnst einnig erfitt

Lesa meira »

Borgarráð 1. febrúar 2024

Bókun Flokks fólksins undir liðnum: Lagt fram ráðningarbréf borgarstjórans í Reykjavík, dags. 31. janúar 2024: Fulltrúa Flokks fólksins finnst merkilegt að sjá þetta ráðningarbréf. Borgarstjóri er með vegleg laun, meira en helmingi hærri en laun borgarfulltrúa, þeirra sem eru með hæstu álagsgreiðslurnar. Borgarstjóri hefur afnot af embættisbifreið og sennilega einnig einkabílstjóra eins og fyrrverandi borgarstjóri. Ekki kemur fram hvort borgarstjóri

Lesa meira »

Velferðarráð 31. janúar 2024

Bókun Flokks fólksins undir liðnum stytting biðlista – kynning hjá Barna- og unglingageðdeild Landspítalans Fulltrúi Flokks fólksins fagnar því sérstaklega að fá þessa kynningu BUGL um styttingu biðlista. Starfsfólk BUGL fór í sérstakt átak við að stytta biðlista og tókst það farsællega t.d. með því að breyta vinnulagi og gera skipulagsbreytingar. Fulltrúi Flokks fólksins hefur lengi haft áhyggjur af löngum

Lesa meira »

Umhverfis- og skipulagsráð 31. janúar 2024

Bókun Flokks fólksins undir liðnum: Fram fer kynning á hönnun og væntanlegum framkvæmdum Fossvogsbrúar, Öldu Glærur í kynningu standast ekki skoðun. Myndir beina fókusnum að göngusvæðinu austan á brúnni og eru þær teknar milli 5 og 6 að morgni um hásumar ef marka má skuggana. Eins og fulltrúi Flokks fólksins fékk ábendingu um, þá er stórgalli að hafa ekki göngustíginn

Lesa meira »

Mannréttinda- og ofbeldisvarnaráð 25. janúar 2024

Bókun Flokks fólksins undir liðnum kynning á skýrslu um félagslegt landslag í Reykjavík. Þessi skýrsla staðfestir að ójöfnuður og fátækt hefur aukist í Reykjavík. Þetta sýna einnig nýlegar niðurstöður Gallup. Um 14% landsmanna áttu að eigin sögn ekki fyrir jólahaldinu og eru það 5% fleiri en árið áður. Hér er um ungt fólks að ræða, barnafjölskyldur. Staðan er misjöfn eftir

Lesa meira »

Borgarráð 25. janúar 2024

Bókun Flokks fólksins undir liðnum: Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 11. janúar 2024, sbr. samþykkt umhverfis- og skipulagsráðs frá 10. janúar 2024 á tillögu að breytingu á hverfisskipulagi, Breiðholts, hverfi 6.2 Seljahverfi, vegna lóðarinnar nr. 17 við Öldusel, Ölduselsskóli: Fulltrúi Flokks fólksins vill ítreka mikilvægi þess að vinna með fólkinu i borginni og að þessu sinni íbúum Seljahverfis.

Lesa meira »

Sameiginlegur fundur umhverfis- og skipulagsráðs og stafræns ráðs

Bókun Flokks fólksins undir liðnum: Fram fer kynning á áherslum umhverfis- og skipulagssviðs í stafrænum málum: Stafrænar lausnir eru vonandi að þokast áfram hjá umhverfis- og skipulagsráði. Það er reyndar komið eitt og hálft ár síðan að eyðublöð um byggingarfulltrúa og því tengt var tilbúið en hvernig stendur á þessum rosalega hægagangi í þessum verkefnum? Flokkur fólksins spurði um þetta

Lesa meira »

Umhverfis- og skipulagsráð 24. janúar 2024

Bókun Flokks fólksins undir liðnum: Lagt er til að umhverfis- og skipulagsráð samþykki að framlengja tímabundna heimild til að víkja frá reglum um íbúakort sem var samþykkt í umhverfis- og skipulagsráði þann 15. nóvember 2023 og borgarráði 16. nóvember 2023: Flokkur fólksins tekur heilshugar undir tillögu um framlengingu á heimildum um frávik á reglum um íbúakort til handa Grindvíkingum. Frá

Lesa meira »

Borgarstjórn 23. janúar 2024

Umræða um vaxandi fátækt og ójöfnuð í Reykjavík (að beiðni borgarfulltrúa Flokks fólksins) Greinargerð Flokkur fólksins var stofnaður til að að berjast gegn fátækt. Það er bláköld staðreynd að fátækt og ójöfnuður hefur aukist í Reykjavík á vakt þessa og síðasta meirihluta. Erfiðara er að ná endum saman. Færri áttu fyrir jólunum nú en áður. Þetta kemur fram í nýjum

Lesa meira »