Borgarráð 30. nóvember 2023

Bókun Flokks fólksins undir liðnum: Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 22. nóvember 2023 sbr. samþykkt umhverfis- og skipulagsráðs frá 22. nóvember 2023 á tillögu að breytingu á deiliskipulagi Fossvogsbrúar: Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur til að málinu verði frestað. Frestunartillagan er felld með fjórum atkvæðum borgarráðsfulltrúa Samfylkingar, Framsóknar, Pírata og Viðreisnar gegn tveimur atkvæðum borgarráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokks. Borgarráðsfulltrúi Sósíalistaflokks Íslands situr

Lesa meira »

Umhverfis- og skipulagsráð 29. nóvember 2023

Bókun Flokks fólksins undir liðnum: Lagt er til að umhverfis- og skipulagsráð samþykki að tvær núverandi biðstöðvar strætó í Austurbrún, Austurbrún og Dragavegur verði sameinaðar í eina stöð, Austurbrún: Verið er að skerða þjónustu strætó enn frekar með þessari aðgerð, sameiningu stoppistöðva. Það kann að vera að hana megi réttlæta en þegar á allt er litið er búið að skerða

Lesa meira »

Mannréttinda- og ofbeldisvarnaráð 23. nóvember 2023

Bókun Flokks fólksins undir liðnum: Skýrsla fagsviðs persónuverndar hjá innri endurskoðun um eftirlitsmyndavélar á vegum Reykjavíkurborgar. Fulltrúi Flokks fólksins hefur fram til þessa verið talsmaður þess að eftirlits- og öryggismyndavélar séu settar upp þar sem talin er þörf og ástæða og þá í kjölfar mats sérfræðinga þar að lútandi. Sérstaklega er slíkur búnaður eftirsóknarverður þar sem börn koma saman í

Lesa meira »

Borgarráð 23. nóvember 2023

Bókun Flokks fólksins undir liðnum: Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 16. nóvember 2023, sbr. samþykkt umhverfis- og skipulagsráðs frá 15. nóvember 2023 á tillögu að breytingu á deiliskipulagi Saltvíkur á Kjalarnesi: Fulltrúi Flokks fólksins vill leggja áherslu á bókun íbúaráðsins sem er afar afgerandi um tillögu að breyttu deiliskipulagi Kjalarnes, Saltvík. Bókunin var lögð fram á fundi íbúaráðs

Lesa meira »

Sameiginlegur fundur velferðarráðs og stafræns ráðs 22. nóvember 2023

Bókun Flokks fólksins undir liðnum: Fram fer kynning á vegvísi stafræns ráðs: Stafræn þjónusta á velferðarsviði er gríðarlega mikilvæg og það er gott að heyra hvað velferðarsvið er vel undirbúið fyrir þessa vegferð. Fulltrúi Flokks fólksins tekur undir með velferðarsviði um að það þurfi að flýta ferlum og hraða vinnu við Ráðgjafann. Fulltrúi Flokks fólksins telur gríðarlega mikilvægt að flýta

Lesa meira »

Umhverfis- og skipulagsráð 22. nóvember 2023

Bókun Flokks fólksins undir liðnum: Breyting á deiliskipulagi fyrir Fossvogsbrú Reykjavíkurmegin. Í gildandi deiliskipulagi er leiðbeinandi lega göngu- og hjólastíga, áningarstaða og biðstöðva fyrir almenningsvagna sýnd á uppdrætti. Fram kemur í gögnum að á brúnni verða tvær akreinar fyrir almenningssamgöngur, ein í hvora átt, með tvöfaldan hjólastíg vestan megin og göngustíg austan megin. Þetta eru mistök. Eðlilegast er að göngustígurinn

Lesa meira »

Velferðarráð 22. nóvember 2023

Bókun Flokks fólksins undir liðnum: Stafrænum vegvísi Velferðarsviðs Stafræn þjónusta á velferðarsviði er gríðarlega mikilvæg og það er gott að heyra hvað velferðarsvið er vel undirbúið fyrir þessa vegferð. Fulltrúi Flokks fólksins tekur undir með velferðarsviði um að það þurfi að flýta ferlum og hraða vinnu við Ráðgjafann. Fulltrúi Flokks fólksins telur gríðarlega mikilvægt að flýta ferlum varðandi skólaþjónustuna svo

Lesa meira »

Borgarstjórn 21. nóvember 2023

Borgarstjórn Reykjavíkur 21. nóvember 2023 Greinargerð borgarfulltrúa Flokks fólksins með umræðu um kostnað Reykjavíkurborgar við ráðgjafarkaup Tugir milljóna fara ár hvert í verk- og ráðgjafarkaup frá innlendum og erlendum ráðgjafarfyrirtækjum. Þetta er alvarlegt í ljósi bágrar efnahagsstöðu borgarinnar. Borgarfulltrúi Flokks fólksins hefur lagt til að dregið verði af afli úr aðkeyptri verkefnavinnu og ráðgjöf til borgarinnar og sé sú leið

Lesa meira »

Borgarráð 16. nóvember 2023

Bókun Flokks fólksins undir liðnum: Lögð fram tillaga borgarstjóra, dags. 14. nóvember 2023, varðandi skýrslu starfshóps um betri rekstur og afkomu bílahúsa Bílastæðasjóðs og tillögur starfshópsins. Í skýrslunni kemur fram að nýting bílastæðahúsa er léleg eða 27% að meðaltali. Þess vegna er aðalatriðið að bæta nýtingu þeirra. Sérstaklega er áríðandi að þau nýtist að nóttu sem ekki er raunin nú.

Lesa meira »

Velferðarráð 15. nóvember 2023

Bókun Flokks fólksins undir liðnum: Brú Áfangaheimili Fulltrúi Flokks fólksins hefur fengið upplýsingar um að Félagsbústaðir hafi sagt upp leigusamningi við áfangaheimilið Brú sem rekið er af Samhjálp. Brú er langtíma meðferðarúrræði sem hefur skilað gríðarlega góðum árangri fyrir alkóhólista og aðra vímuefnaneytendur en þar hefur batinn verið um 80%. Samkvæmt upplýsingum þá á áfangaheimilið að yfirgefa húsnæðið 1. febrúar

Lesa meira »

Umhverfis- og skipulagsráð 15. nóvember 2023

Bókun Flokks fólksins undir liðnum: Að lokinni kynningu er lögð fram að nýju skipulagslýsing umhverfis- og skipulagssviðs, skipulagsfulltrúa, dags. í maí 2023, vegna gerð nýs deiliskipulags fyrir þróunarsvæði við Suðurfell, Elliðarárdalurinn: Fjölmargir mótmæla harðlega þessari tillögu þar sem hér sé gengið freklega á græn svæði innan borgarmarkanna. Fjöldi fólks nýtir sér þennan hluta náttúru innan borgarmarkanna m.a. með göngu- og

Lesa meira »

Borgarráð 9. nóvember 2023

Bókun Flokks fólksins undir liðnum:  Auglýsing á tillögu að hverfisskipulagi Hlíða, hverfi 3.1, Háteigshverfi; auglýsing á tillögu að hverfisskipulagi Hlíða, hverfi 3.2, Hlíðahverfi og auglýsing á tillögu að hverfisskipulagi Hlíða, hverfi 3.3, Öskjuhlíðarhverfi: Lagðar eru fram tillögur að nýju hverfisskipulagi Hlíða, hverfi 3.1, Háteigshverfi, 3.2 Hlíðahverfi og 3.3 Öskjuhlíðahverfi. Stefnt er að því að ljúka við gerð hverfisskipulags fyrir öll

Lesa meira »

Fyrri umræða fjárhagsáætlunar 2024, bókanir og breytingatillögur Flokks fólksins

Borgarstjórn 7. nóvember 2023 Fyrri umræða fjárhagsáætlunar 2024 og fimm ára áætlun. Fundargerðar borgarráðs frá 3. nóvember A hlutinn er að mestu fjármagnaður með skatttekjum íbúa borgarinnar. Yfirlit um A og B hluta gefur fyrst og fremst yfirlit um heildarumfang í rekstri og efnahag borgarinnar vegna þess hve einstakar rekstrareiningarnar eru ótengdar. Rekstur A-hluta Reykjavíkurborgar hefur verið erfiður á undanförnum

Lesa meira »

Oddvitaræða við fyrri umræðu fjárhagsáætlunar 2024, flutt 7. nóv. 2023

Fjárhagsáætlun og Fimm ára áætlun fyrir 2023-2027 7. nóvember 2023 Ræða Kolbrúnar Áslaugar Baldursdóttur, oddvita Flokks fólksins „Við erum eins og áður að horfa að mestu á A- hlutann sem  er fjármagnaður með skatttekjum íbúa borgarinnar. Yfirlit um A og B hluta gefur fyrst og fremst yfirlit um heildarumfang í rekstri og efnahag borgarinnar vegna þess hve einstakar rekstrareiningarnar eru

Lesa meira »

Borgarráð 3. nóvember 2023

Ný mál Flokks fólksins Lögð fram svohljóðandi tillaga áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins að láta fjarlægja styttu af sr. Friðriki Friðrikssyni (1868-1961), presti og æskulýðsleiðtoga af þeim stað þar sem hún nú stendur: Fulltrúi Flokks fólksins leggur til að  borgarráð samþykki að láta fjarlægja styttu af sr. Friðriki Friðrikssyni (1868-1961), presti og æskulýðsleiðtoga af þeim stað þar sem hún nú stendur. Umfjöllun

Lesa meira »

Velferðarráð 1. nóvember 2023

Bókun Flokks fólksins undir liðnum: Fram fer kynning á MA ritgerð um upplifun einstaklinga af þjónustu Atvinnu- og virknimiðlunar og vinnumarkaðsaðgerðum Reykjavíkurborgar. Það er jákvætt að sjá að niðurstöður rannsóknarinnar bendi til þess að störf og þjónusta Atvinnu- og virknimiðlunar hafi skipt sköpum í að veita þátttakendum tækifæri til að komast aftur inn á vinnumarkað. Það var fróðlegt að sjá

Lesa meira »

Umhverfis- og skipulagsráð 1. nóvember 2023

Bókun Flokks fólksins undir liðnum: Fram fer kynning umhverfis- og skipulagssviðs, skrifstofu umhverfisgæða um gróðursetningu stærri trjáa í borgarlandi: Stór tré þurfa mikið pláss og þess vegna þarf að planta þeim á stórum opnum svæðum. Í borginni eru víða opin svæði svo sem meðfram vegum sem sjálfsagt er að setja stór tré. Mikill kostur er ef hægt er að setja

Lesa meira »

Umhverfis- og skipulagsráð 25. október 2023

Bókun Flokks fólksins undir liðnum: Fram fer kynning á stöðu aðgengisbætandi aðgerða við Strætóbiðstöðvar: Kynning fylgdi ekki með þessu máli um aðgengisbætandi aðgerðir Strætó og hefur verið óskað eftir að málið verði lagt fram aftur á næsta fundi. Heildarfjöldi stöðva er 546 og eru 154 ekki komnar í áætlun. Fleiru náði fulltrúi Flokks fólksins ekki úr kynningunni að heitið geti

Lesa meira »

Borgarráð 19. október 2023

Bókun Flokks fólksins undir liðnum: Lagt er til að borgarráð samþykki hjálögð drög að samningi við Móðurmál – samtök um tvítyngi og Vinasamtök pólska skólans með vísan í hjálagt minnisblað sviðsstjóra skóla- og frístundasviðs, dags. 22. september 2023: Hjálögð eru drög að samningi við Móðurmál – samtök um tvítyngi og Vinasamtök pólska skólans sem hefur það að markmiði að gera

Lesa meira »

Velferðarráð 18. október 2023

Bókun Flokks fólksins undir liðnum: Lagt fram minnisblað sviðsstjóra, dags. 18. október 2023, um vetraráætlun neyðarskýla velferðarsviðs: Fulltrúi Flokks fólksins fagnar því að unnið er að nákvæmari skilgreiningu á markhópi neyðarskýlanna og áhersla er lögð á að engum heimilislausum einstaklingum með miklar og flóknar þjónustuþarfir verði vísað frá. Það voru ömurlega fréttir þegar einstaklingi sem leitaði skjóls í neyðarskýli var

Lesa meira »

Umhverfis- og skipulagsráð 18. október 2023

Bókun Flokks fólksins undir liðnum:Fram fer kynning á vetrarþjónustu Reykjavíkurborgar fyrir veturinn 2023 – 2024: Fulltrúi Flokks fólksins hefur lagt áherslu á að snjóhreinsun í húsagötum verði stórbætt og að ekki sé rutt upp á gangstéttir, göngustíga eða fyrir innkeyrslur/innganga híbýla. Ljóst er að aukin og betri vetrarþjónusta hefur í för með sér aukinn kostnað. Búið er að kostnaðarmeta tillögur

Lesa meira »

Borgarstjórn 17. október 2023

 Mál Flokks fólksins Umræða um frístundastyrkinn og hvernig vikið hefur verið frá upphaflegu markmiði hans og tilgangi    Frístundastyrknum var upphaflega  ætlað að auka jöfnuð í samfélaginu og fjölbreytileika í iðkun íþrótta-, lista- og tómstundastarfsemi. Í áranna rás hefur reglum verið breytt og er nú styrkurinn einnig einskonar gjaldmiðill t.d. til að greiða með gjald fyrir dvöl barna á frístundaheimili

Lesa meira »

Mannréttindi- og ofbeldisvarnaráð 12. október 2023

Bókun Flokks fólksins undir liðnum: Lögð fram að nýju tillaga fulltrúa Flokks fólksins um bréf til forráðamanna um hnífaburð ungmenna, sbr. 8. lið fundargerðar mannréttinda- og ofbeldisvarnarráðs frá 14. september 2023: Samþykkt að vísa til meðferðar skóla- og frístundaráðs. Fulltrúi Flokks fólksins lagði til að Reykjavíkurborg sendi foreldrum grunnskólabarna bréf þar sem reglur um bann við vopnaburði væru kynntar og

Lesa meira »

Borgarráð 12. október 2023

Bókun Flokks fólksins undir liðnum: Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 5. október 2023, sbr. samþykkt umhverfis- og skipulagsráðs frá 4. október 2023 á tillögu að nýju deiliskipulagi fyrir Fossvogsblett 2-2A: Flokkur fólksins fagnar því megininntaki deiliskipulagstillögunnar að stefnt sé að því að fjölga leikskólaplássum í hverfinu með byggingu nýs leikskólahúsnæðis. Mikill skortur er á leikskólaplássum í hverfinu. Þær

Lesa meira »

Umhverfis- og skipulagsráð 11. október 2023

Bókun Flokks fólksins undir liðnum: Lagður fram tölvupóstur skrifstofu borgarstjórnar, dags. 14. júlí 2023, þar sem óskað er eftir umsögn um frumgreiningu á mögulegri legu græna stígsins í græna trefli höfuðborgarsvæðisins: Fram kemur í fyrirliggjandi gögnum að ekki megi malbika á vatnsverndarsvæðum en stígurinn liggur um þau meira og minna. Kannski ætti að skoða þann möguleika meira. Skiljanlega er lagningin

Lesa meira »

Borgarráð 5. október 2023

Bókun Flokks fólksins undir liðnum: Lagðar fram tillögur borgarstjóra, dags. 3. október 2023, að viðaukum við fjárhagsáætlun 2023: Í þessum viðauka er m.a. lagt til að fjárheimildir velferðarsviðs hækki um rúmlega 77.109 þ.kr. til að fjölga tímabundið sérfræðingum til að vinna úr áhrifum COVID. Náðst hefur að nýta um 62 m.kr. af fjárheimildinni frá upphafi. Um er að ræða verkefni

Lesa meira »

Velferðarráð 4. október 2023

Bókun Flokks fólksins undir liðnum:  Fram fer kynning á niðurstöðum Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar: Fulltrúi Flokks fólksins þakkar velferðaráði fyrir að bregðast svo skjótt við tillögu Flokks fólksins um kynningu á niðurstöðum á Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar. Rannsóknin er viðamikil og hún gefur góða yfirsýn yfir hegðun, stöðu og líðan barna og ungmenna. Sérstaklega er fulltrúa Flokks fólksins brugðið við að sjá hvað líðan

Lesa meira »

Umhverfis- og skipulagsráð 4. október 2023

Bókun Flokks fólksins undir liðnum: Fram fer kynning skrifstofu samgangna og borgarhönnunar um áætlaðar framkvæmdir við strætóstöðvar árið 2023, meðal annars vegna úrbóta á aðgengi við strætóstöðvar: Fulltrúi Flokks fólksins fagnar öllum lagfæringum sem auðveldar aðgengi að strætóstöðvum en verkið gengur ansi hægt því fáar stöðvar hlutfallslega eru lagaðar í einu. Árið 2021 voru í heild 556 strætóstöðvar í Reykjavík

Lesa meira »

Borgarstjórn 4. október 2023

Bókun Flokks fólksins undir liðnum: Borgarstjórn samþykkir að stofna spretthóp þriggja borgarfulltrúa undir forystu formanns borgarráðs sem gegni því hlutverki að veita pólitíska forystu um einföldun á regluverki og ferlum skipulags- og byggingarmála í Reykjavík. Þetta er þörf tillaga að mati Flokks fólksins. Flokkur fólksins hefur ítrekað lagt fram tillögur af þessu tagi en þeim verið hafnað. Til dæmis lagði

Lesa meira »

Borgarráð 28. september 2023

Bókun Flokks fólksins undir liðnum: Lagðar fram tillögur borgarstjóra, dags. 26. september 2023, að viðauka við fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar vegna fjárfestingaáætlunar A-hluta. Greinargerð fylgir tillögunum: Af þessum viðauka má sjá hvað mörg verkefni hafa verið vanáætluð. Í fjölmörgum verkefnum og það stórum og fjárfrekum þarf að hækka fjárheimild vegna þess eins og segir að „umfang verkefna á árinu er meira en

Lesa meira »

Borgarráð 21. september 2023

Bókun Flokks fólksins undir liðnum: Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 19. september 2023, varðandi tillögu um flutning á verkefnum meindýravarna Reykjavíkurborgar til Dýraþjónustu Reykjavíkurborgar: Um er að ræða tillögu um að flytja starfsemi meindýravarna Reykjavíkurborgar til Dýraþjónustu Reykjavíkurborgar. Ef í þessu felst hagræðing, sparnaður, betra skipulag og meiri skilvirkni finnst fulltrúa Flokks fólksins þetta góð tillaga. Ekki er

Lesa meira »

Velferðarrá 20. september 2023

Bókun Flokks fólksins undir liðnum: Fram fer kynning á niðurstöðum þjónustu- og aðgengiskönnunar velferðarsviðs 2023: Margt hefur lagast en annað hefur versnað. Það sem hefur versnað er að fólk þarf að leita til margra aðila áður en það fær svör við erindum sínum og margir upplifa tungumálaörðugleika. Sami vandi t.d. ef horft er til aðgengis að sækja þjónustu fyrir fötluð

Lesa meira »

Umhverfis- og skipulagsráð 20. september 2023

Bókun Flokks fólksins undir liðnum: Lagðar fram fundargerðir Sorpu bs. nr. 483 og 484: Fundargerð 27. júní liður 1. Stefnumótun SORPU Fulltrúi Flokks fólksins veltir því upp í þessari bókun hvort eina leiðin til að vinna stefnumótunarvinnu sé að kaupa þjónustu frá ráðgjafafyrirtæki en aðkeypt þjónusta af slíkum toga útheimtir mikinn kostnað.   Bókun Flokks fólksins undir liðnum:  Fram fer

Lesa meira »

Borgarstjórn 19. september 2023

Bókun Flokks fólksins undir liðnum: Fram fer umræða um kynfræðslu og hinsegin fræðslu. Samþykkt að taka á dagskrá svohljóðandi ályktunartillögu borgarstjórnar: Vegna þeirrar umræðu sem átt hefur sér stað að undanförnu vill Borgarstjórn Reykjavíkur árétta stuðning sinn við það mikilvæga starf sem á sér stað í skólum borgarinnar. Fræðsla um fjölbreytileika samfélagsins, meðal annars þegar kemur að kynhneigð, kynvitund og

Lesa meira »

Mannréttinda- og ofbeldisvarnaráð 14. september 2023

Bókun Flokks fólksins undir liðnum: Fram fer umræða um umsagnir persónuverndarfulltrúa Reykjavíkurborgar dags. 11. maí s.l. og mannréttinda- og lýðræðisskrifstofu dags. 22. maí s.l., um samkomulag um forgangsröðun og uppsetningu öryggismyndavéla: Flokkur fólksins er hlynntur notkun öryggismyndavéla til að tryggja öryggi borgaranna. Flokkur fólksins hefur viljað sjá slíkar myndavélar þar sem börn stunda nám og leik, t.d. á skilgreindum leiksvæðum

Lesa meira »

Borgarráð 14. september 2023

Bókun Flokks fólksins undir liðnum: Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 6. september 2023, sbr. afgreiðslu umhverfis- og skipulagsráðs á verklýsingu vegna breytingar á Aðalskipulagi Reykjavíkur 2040 vegna Sundabrautar: Sundabraut hefur verið sagan endalausa en nú er vonandi eitthvað að gerast. Gæta þarf að samráði í þessu risaverkefni og hafa samráðið eins mikið og þörf krefur. Það er sérkennilegt

Lesa meira »

Umhverfis- og skipulagsráð 13. september 2023

Bókun Flokks fólksins undir liðnum: Lögð fram og kynnt niðurstaða viðhorfskönnunar Maskínu um göngugötur 2023: Þetta eru sömu niðurstöður og áður hafa komið fram. Óánægðastir eru þeir sem eiga erfitt með að komast á göngugöturnar vegna þess að þeir búa fjarri þeim t.d. í úthverfum. Þeir sem búa fjarri hafa hafa ekki aðgengi að þeim nema með einhverjum erfiðleikum. Þeir

Lesa meira »

Borgarráð 7. september 2023

Bókun Flokks fólksins undir liðnum: Meðfylgjandi greining, hugmyndir og tillögur um haftengda upplifun og útivist í Reykjavík draga fram að fjölmörg sóknarfæri: Borgarstjóri leggur til að farið verði í frekari undirbúningsvinnu við gerð haftengdrar upplifunar og útivistar í Reykjavík í samræmi við meðfylgjandi greiningu og skýrslu starfshóps um haftengda upplifun og útivist í Reykjavík. Fulltrúi Flokks fólksins finnst þessi tillaga

Lesa meira »

Velferðarráð 6. september 2023

Bókun Flokks fólksins undir liðnum: Lögð fram svohljóðandi tillaga sviðsstjóra, dags. 6. september 2023, um breytingu á leiguverðslíkani Félagsbústaða: Verið er að breyta leiguverðslíkani Félagsbústaða því að núgildandi verðlíkan byggir á fasteignamati frá árinu 2017 og mismikil hækkun hefur verið á fasteignamati á milli borgarhluta. Flokki fólksins líst vel á að það verði þak á fasteignamati í einstökum hverfum til

Lesa meira »

Umhverfis- og skipulagsráð 6. september 2023

Bókun Flokks fólksins undir liðnum: Lagt fram til kynningar, Aðalskipulagsbreyting, Sundabraut, verklýsing: Um þennan lið má segja að það er áríðandi að klára hönnunarvinnuna fljótlega. Mikill dráttur á að ákvarða legu Sundabrautarinnar mun tefja aðra uppbyggingu. Svo þarf að árétta að ekki má skerða gæði strandarinnar og grunnsævis. þess vegna þarf að byggja brýr en alls ekki landfyllingar. Sérkennilegt er

Lesa meira »

Borgarstjórn 5. september 2023

Borgarstjórn Reykjavíkur 5. september 2023 Tillaga borgarfulltrúa Flokks fólksins um skaðabætur vegna myglu í skólahúsnæði Nú er það staðfest að fjölmargir hafa orðið illa úti vegna myglu og raka í skólabyggingum borgarinnar. Starfsfólk hefur hrökklast úr starfi vegna veikinda tengdum myglu og dæmi eru um að börn séu orðin langveik. Borgarfulltrúi Flokks fólksins leggur af þeim sökum til að þeim

Lesa meira »

Forsætisnefnd 1. september 2023

Bókun Flokks fólksins undir liðnum: Lagt fram bréf skóla- og frístundasviðs dags. 28. júní 2023, sbr. afgreiðslu skóla- og frístundaráðs frá 26. júní 2023, á tillögu fulltrúa í ungmennaráði Grafarvogs um kennslu í fjármálalæsi í grunnskólum Reykjavíkur, sbr. 5. lið fundargerðar borgarstjórnar frá 14. febrúar 2023: Ungmennaráð Grafarvogs lagði fram tillögu um kennslu í fjármálalæsi sem hljóðaði á þá leið

Lesa meira »

Borgarráð 31. ágúst 2023

Bókun Flokks fólksins undir liðnum: Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 16. ágúst 2023, sbr. samþykkt umhverfis- og skipulagsráðs frá 16. ágúst 2023 á auglýsingu á tillögu að breytingu á deiliskipulagi Hálsahverfis vegna lóðarinnar nr. 7-11 við Grjótháls: Ef Ölgerðin telur þessa framkvæmd nauðsynlega og frumkvæði að henni hefur komið frá þeim þá er varla hægt að amast yfir

Lesa meira »

Velferðarráð 30. ágúst 2023

Bókun Flokks fólksins undir liðnum: Lagt fram minnisblað sviðsstjóra, dags. 30. ágúst 2023, með stöðumati á aðgerðaáætlun velferðarsviðs gegn sárafátækt barna og fjölskyldna þeirra: Til kynningar er stöðumat á aðgerðaáætlun stýrihóps velferðarsviðs um aðgerðir gegn sárafátækt barna og fjölskyldna þeirra. Samkvæmt stöðumatinu hefur ýmislegt áunnist við að bæta þjónustu við efnalitlar fjölskyldur með börn á framfæri. Flokkur fólksins fagnar að

Lesa meira »

Mannréttindaráð 24. ágúst 2023

Bókun Flokks fólksins undir liðnum: Lögð fram að nýju tillaga mannréttinda- og ofbeldisvarnarráðs um samráðsvettvang um börn og ungmenni í tengslum við ofbeldi ásamt greinargerð, sbr. 8. lið fundargerðar mannréttinda- og ofbeldisvarnarráðs frá 8. júní 2023: Flokkur fólksins fagnar að sjálfsögðu að loksins sé verið að stofna samstarfshóp til að bregðast við auknu ofbeldi meðal ungmenna. Flokkur fólksins er sammála

Lesa meira »

Borgarráð 17. ágúst 2023

Bókun Flokks fólksins undir liðnum: Lagt er til að borgarráð hafni öllum tilboðum í óverðtryggðan skuldabréfaflokk borgarsjóðs RVKN 35 1 og hafni einnig öllum tilboðum í verðtryggðan skuldabréfaflokk borgarsjóðs RVK 53 1: Fulltrúa Flokks fólksins finnst það umhugsunarvert að borgin skuli hafa fullnýtt yfirdráttarheimild sína hjá Íslandsbanka nú um miðjan ágúst og þurfi m.a. að fjármagna sig með skuldabréfaútboðum það

Lesa meira »

Umhverfis- og skipulagsráð 16. ágúst 2023

Bókun Flokks fólksins undir liðnum:  Matsáætlun vegna mats á umhverfisáhrifum framkvæmda við Sundabraut – kynning. Varla er hægt að deila um það að Sundabraut mun stórbæta samgöngur inn og út úr borginni til norðurs. Ekki enn búið að ákveða endanlega staðsetningu Sundabrautar sem hlýtur að vera erfitt þegar kemur að öðrum framkvæmdum í tengslum við hana. Það er von fulltrúa

Lesa meira »

Borgarráð 27. júlí 2023

Bókun Flokks fólksins undir liðnum: Lagt er til að borgarráð staðfesti hjálögð erindisbréf viðræðuhóps um uppbyggingu hjúkrunarheimila í borginni, dags. 25. júlí 2023, og veiti hópnum þar með heimild til viðræðnanna: Fulltrúa Flokks fólksins líst vel á stofnun viðræðuhóps um uppbyggingu hjúkrunarheimila í borginni því það er ljóst að það þarf að fjölga hjúkrunarrýmum á höfuðborgarsvæðinu. Samkvæmt nýlegri greiningu á

Lesa meira »

Borgarráð 13. júlí 2023

Bókun Flokks fólksins undir liðnum: Fram fer umræða um eldgos á Reykjanesskaga. Í borgarráði var umræða um eldgosið á Reykjanesskaga sem er það þriðja  á jafnmörgum árum á svæðinu. Fulltrúi Flokks fólksins hefur áhyggjur af ýmsu í sambandi við þetta gos en mest þó af því að einstaka foreldrar eru að fara með ung börn sín að gosinu, jafnvel ungabörn.

Lesa meira »

Borgarráð 29. júní 2023

Bókun Flokks fólksins undir liðnum: Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 28. júní 2023, sbr. samþykkt umhverfis- og skipulagsráðs frá 28. júní 2023 á tillögu að breytingu á deiliskipulagi iðnaðarsvæðis á Ártúnshöfða vegna lóðarinnar nr. 29 við Vagnhöfða., ásamt fylgiskjölum. Um er að ræða umsókn um breytingu og rök fyrir henni. Hækka á húsið og koma fyrir fleira fólki.

Lesa meira »

Borgarráð 22. júní 2023

Bókun Flokks fólksins undir liðnum: Lagt fram bréf skóla- og frístundasviðs og menningar- og íþróttasviðs, dags. 14. júní 2023, sbr. samþykkt menningar-, íþrótta- og tómstundaráðs frá 19. maí 2023 og samþykkt skóla- og frístundaráðs frá 12. júní 2023 á tillögu um nýja deild á menningar- og íþróttasviði: Meirihlutinn leggur til að á menningar- og íþróttasviði verði til deild sem kennd

Lesa meira »

Velferðarráð 21. júní 2023

 Bókun Flokks fólksins undir liðnum: Lagt er til að velferðarráð samþykki tillögu að nýjum reglum Reykjavíkurborgar um styrki til náms og verkfæra- og tækjakaupa fatlaðs. Ekki er gert ráð fyrir að tillagan leiði til aukins kostnaðar. Hér eru lagðar til breytingar um styrki til náms og verkfæra- og tækjakaupa fatlaðs fólks sem lúta að því að skýra meðferð og afgreiðslu

Lesa meira »

Umhverfis- og skipulagsráð 21. júní 2023

Bókun Flokks fólksins undir liðnum: Lögð fram umsagnarbeiðni Skipulagsstofnunar dags. 2. maí 2023, þar sem óskað er umsagnar um matsskyldu vegna byggingu skolpdælustöðvar við Elliðaárvog. Hér er enn gert ráð fyrir að umtalsverðum landfyllingum, sem alltaf virðast vera fyrsti kostur ef vinna á eitthvað við ströndina. hvernig væri að setja það í forgang að fjörur eigi að hafa forgang? Í

Lesa meira »

Borgarstjórn 20. júní 2023

Umræða um íslenskukennslu barna og fólks af erlendum uppruna að beiðni borgarfulltrúa Flokks fólksins: Greinargerð Móttaka barna og fullorðinna af erlendum uppruna er eitt stærsta verkefnið sem blasir við íslensku samfélagi. Innflytjendum hefur fjölgað mikið undanfarið í Reykjavík. Það er því mikil áskorun framundan við að aðstoða þessa nýju borgarbúa að skilja og tala íslensku svo þeir geti aðlagast sem

Lesa meira »

Borgarráð 15. júní 2023

Bókun Flokks fólksins undir liðnum: Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, 8. júní 2023, sbr. samþykkt umhverfis- og skipulagsráðs frá 7. júní 2023 á tillögu að breytingu á deiliskipulagi Grundarhverfis á Kjalarnesi: Fulltrúi Flokks fólksins leggur áherslu á fullnægjandi samráð við íbúa Kjalarness. Það er sérlega mikilvægt þegar umfangsmikil uppbygging er að fara að eiga sér stað.   Bókun Flokks

Lesa meira »

Umhverfis- og skipulagsráð 14. júní 2023

Bókun Flokks fólksins undir liðnum:Lögð fram skipulagslýsing umhverfis- og skipulagssviðs, skipulagsfulltrúa, dags. í maí 2023, vegna gerð nýr deiliskipulags fyrir þróunarsvæði við Suðurfell. Skipulagslýsingin tekur til þróunarsvæðis í suðausturhluta Fellahverfis: Um er að ræða fyrstu skref um byggingar á þróunarsvæði við Suðurfell. Ekki virðist á þessu stigi vera ger ráð fyrir atvinnustarfsemi, en þarna virðist vera t.d rými fyrir starfsemi

Lesa meira »

Mannréttinda- og ofbeldisvarnaráð 8. júní 2023

Bókun Flokks fólksins undir liðnum: Lagt fram að nýju bréf mannréttinda- og lýðræðisskrifstofu, dags. 5. júní 2023, um aðgerðaáætlun Reykjavíkurborgar í jafnréttis- og mannréttindamálum 2023-2026. MSS23010102, sbr. 1. lið fundargerðar ráðsins frá 11. maí 2023:. Aðgerðaráætlunin er góð eins langt og hún nær en vandinn er að það er ekki verið að fara eftir henni. Brotið er á börnum og

Lesa meira »

Borgarráð 8. júní 2023

Bókun Flokks fólksins undir liðnum: Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 24. maí 2023, sbr. samþykkt umhverfis- og skipulagsráðs frá 24. maí 2023 á auglýsingu á tillögu að nýju deiliskipulagi fyrir Holtsgötu 10 og 12 og Brekkustíg 16: Hér er um erfitt pólitískt mál að ræða að mati fulltrúa Flokks fólksins. Rífa á gömul hús í stað þess að

Lesa meira »

Umhverfis- og skipulagsráð 7. júní 2023

Bókun Flokks fólksins undir liðnum:  Kynning á göngugötum Reykjavíkur 2023: Fulltrúi Flokks fólksins veltir því upp undir þessum lið hvernig samráði hafi verið háttað. Allir muna án efa hversu erfitt sambærilegt mál var mörgum t.d. fjölda hagaðila við ákvörðun um að gera göngugötur á Laugavegi og Skólavörðustíg. Einnig er nú spurning um kostnað í ljósi slæmrar fjárhagsstöðu borgarinnar. Hvað kostar

Lesa meira »

Velferðarráð 7. júní 2023

Bókun Flokks fólksins undir liðnum: Fram fer kynning á MA rannsókn í kynjafræði við Háskóla Íslands: Reynslu kvenna af Konukoti: Það er áfall að heyra kynningu þessarar rannsóknar, hversu illa búið er að konum í Konukoti og mun verr en búið er að körlum í sambærilegum aðstæðum. Þetta er til háborinnar skammar. Fulltrúi Flokks fólksins hélt reyndar að Reykjavíkurborg léti

Lesa meira »

Borgarstjórn 6. júní 2023

Bókun Flokks fólksins undir liðnum: Fram fer umræða um stafræna húsnæðisáætlun Reykjavíkur til ársins 2023. Þessi áfangaskýrsla er bara endurtekið efni. Ekkert nýtt frá síðustu áfangaskýrslu í raun. Fullyrða má að borgin úthlutar ekki lóðum í samræmi við þörf eins og var lofað. Kallað er eftir loforði frá Framsóknarflokknum í aðdraganda kosninga. Lögaðili fullyrðir að engar óseldar lóðir séu til

Lesa meira »

Forsætisnefnd 2. júní 2023

Bókun Flokks fólksins undir liðnum: Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjórnar, dags. 29. maí 2023, varðandi breytingar á samþykkt um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar vegna funda borgarstjórnar. Fulltrúi Flokks fólksins getur ekki samþykkt að klipnar séu tvær mínútur af ræðutíma þannig að í stað 10 mínútna verður tíminn 8 mínútur sbr. breytingartillögu á 1. mgr. 23. gr. samþykktar um stjórn

Lesa meira »

Umhverfis- og skipulagsráð 31. maí 2023

Bókun Flokks fólksins undir liðnum: Lögð fram fundargerð Sorpu bs. nr. 480, 5. liður. Ljóst er að einhver verkefni voru kynnt á stjórnarfundi nr. 480 en ekkert er frekar um þau sagt, s.s. niðurstöður eða hvort teknar voru veigamiklar ákvarðanir. Liður 5 fjallar um Góða hirðinn sem verið hefur mikið í umræðunni upp á síðkastið m.a. vegna stækkunar/nýrrar verslunar. Ekkert

Lesa meira »

Borgarráð 25. maí 2023

 Bókun Flokks fólksins undir liðnum: Lagt fram bréf borgarstjóra, dags. 23. maí 2023, þar sem yfirlit innleiðingar húsnæðisáætlunar Græna plansins á fjórða ársfjórðungi ársins 2022 og ársins í heild er lagt fram til kynningar: Meirihlutinn leggur fram til kynningar yfirlit innleiðingar húsnæðisáætlunar á fjórða ársfjórðungi ársins 2022 og ársins í heild. Farið er yfir hvað margar íbúðir hafa verið byggðar.

Lesa meira »

Velferðarráð 24. maí 2023

Bókun Flokks fólksins undir liðnum: Lagt fram yfirlit yfir innkaup á velferðarsviði yfir 1 m.kr. á fyrsta ársfjórðungi 2023: Hér er um að ræða yfirlit yfir innkaup á velferðarsviði yfir 1 milljón á undanförnum 12 mánuðum. Alla jafna er þarna um eðlileg innkaup að ræða en Flokkur fólksins setur spurningarmerki við tvær háar fjárhæðir sem velferðarsvið greiðir til Ríkisútvarpsins og

Lesa meira »