Borgarráð 25. maí 2023

 Bókun Flokks fólksins undir liðnum: Lagt fram bréf borgarstjóra, dags. 23. maí 2023, þar sem yfirlit innleiðingar húsnæðisáætlunar Græna plansins á fjórða ársfjórðungi ársins 2022 og ársins í heild er lagt fram til kynningar: Meirihlutinn leggur fram til kynningar yfirlit innleiðingar húsnæðisáætlunar á fjórða ársfjórðungi ársins 2022 og ársins í heild. Farið er yfir hvað margar íbúðir hafa verið byggðar.

Lesa meira »

Velferðarráð 24. maí 2023

Bókun Flokks fólksins undir liðnum: Lagt fram yfirlit yfir innkaup á velferðarsviði yfir 1 m.kr. á fyrsta ársfjórðungi 2023: Hér er um að ræða yfirlit yfir innkaup á velferðarsviði yfir 1 milljón á undanförnum 12 mánuðum. Alla jafna er þarna um eðlileg innkaup að ræða en Flokkur fólksins setur spurningarmerki við tvær háar fjárhæðir sem velferðarsvið greiðir til Ríkisútvarpsins og

Lesa meira »

Umhverfis- og skipulagsráð 24. maí 2023

 Holtsgata 10 og 12 og Brekkustígur 16 – nýtt deiliskipulagi – SN220212. Niðurrif eldri húsa. Fulltrúa Flokks fólksins finnst erfitt að taka afstöðu til þessa skipulags Gagnrýni kom um  að langhliðar séu of einsleitar og það þarf að vera minna byggingarmagn. Bílastæði verða 11 á borgarlandi og 2 fyrir fatlaða innan lóða. 15 íbúðir verða með útsýni í 2 áttir.

Lesa meira »

Umhverfis- og skipulagsráð 17. maí 2023

Bókun Flokks fólksins undir liðnum: Lögð fram að nýju fyrirspurn áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins um ósvaraðar fyrirspurnir og tillögur, sbr. 15. liður fundargerðar umhverfis- og skipulagsráðs, dags. 8. febrúar 2023, ásamt svari umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 11. maí 2023: Svarið ber með sér að ekki er mikil skilvirkni í kerfinu og ekki er gott að segja hver sé meginástæðan fyrir því.

Lesa meira »

Borgarstjórn 16. maí 2023 Umræða Flokks fólksins um Laugarnesskóla

Bókun undir liðnum Græni stígurinn. Flokkur fólksins var með meirihlutanum í bókun um Græna stíginn eftir að viðundandi breytingar voru gerðar s.s. að markmið er að gera stíginn að alvöru samgönguæð: Græni stígurinn er metnaðarfull hugmynd úr svæðisskipulagi höfuðborgarsvæðisins sem gengur út á að tengja saman útivistarsvæðin í Græna treflinum með samfelldum göngu- og hjólastíg, sem yrði raunveruleg samgönguæð fyrir

Lesa meira »

Mál Flokks fólksins á dagskrá borgarstjórnar 16. maí 2023

Flokkur fólksins er með 3 mál á fundi borgarstjórnar 16. maí næstkomandi Umræða um úrbætur á starfsaðstöðu nemenda og kennara í Laugarnesskóla (að beiðni fulltrúa Flokks fólksins) Umræða um húsaleigumarkaðinn Í Reykjavík (að beiðni fulltrúa Flokks fólksins) Umræða um Kveikjum neistann í Reykjavík (að beiðni fulltrúa Flokks fólksins)   Mál 1 Umræða um úrbætur á starfsaðstöðu nemenda og kennara í

Lesa meira »

Borgarráð 11. maí 2023

Bókun Flokks fólksins undir liðnum: Skuldabréfaútboð. Lagt er til að borgarráð samþykki tilboð að nafnvirði 1.280 m.kr., á ávöxtunarkröfunni 3,61%, í verðtryggðan skuldabréfaflokk borgarsjóðs RVK 32 1, sem eru 1.079 m.kr. að markaðsvirði og tilboð að nafnvirði 1.880 m.kr., á ávöxtunarkröfunni 3,50% í verðtryggðan grænan skuldabréfaflokk borgarsjóðs RVKG 48 1 sem eru 1.889 m.kr. að markaðsvirði. Ofangreind tillaga var tekin

Lesa meira »

Mannréttinda- og ofbeldisvarnaráð 11. maí 2023

Bókun Flokks fólksins undir liðnum: Fram fer umræða um ofbeldi meðal ungmenna: Eins og fram kom á síðasta fundi mannréttinda- og ofbeldisvarnarráðs hefur ofbeldi meðal unglinga aukist. Starfsmenn félagsmiðstöðva, kennarar og allir þeir sem starfa með ungu fólki benda á þessa óheilla þróun. Flokkur fólksins hefur í langan tíma talað fyrir því að allir taki höndum saman, skólar, félagsmiðstöðvar, foreldrar

Lesa meira »

Umhverfis- og skipulagsráð 10. maí 2023

Bókun Flokks fólksins undir liðnum: Kynning á tímabundinni göngu- og hjólabrú yfir Sæbraut við Vogabyggð. Flokkur fólksins fagnar því að byggja eigi tímabundna göngu- og hjólabrú yfir Sæbraut. Flokkur fólksins lagði fram tillögu í júní 2022 um að strax yrði hafist handa við að byggja bráðabirgða göngubrú yfir Sæbraut við gatnamót við Skeiðarvog/Kleppsmýrarveg. Þarna eru sennilega ein hættulegustu gatnamót Reykjavíkur.

Lesa meira »

Borgarstjórn 9. maí 2023 síðari umræða Ársreiknings 2022 Bókanir

Bókun Flokks fólksins undir liðnum: Ársreikningur Reykjavíkurborgar fyrir árið 2022, sbr. 1. lið fundargerðar borgarstjórnar frá 2. maí 2023 – síðari umræða: Fjárhagsstaða Reykjavíkurborgar er það slæm að í raun þarf mun meira að koma til en aðgerðir núverandi meirihluta.. Það virðist vera sem meirihlutinn skilji ekki vandann til fulls og hefur þess vegna ekki burði til að bregðast við

Lesa meira »

Ræða oddvita Flokks fólksins við síðari umræðu Ársreiknings 9. maí 2023

RÆÐA, síðari umræða ársreiknings Það sem hefur gerst á þeirri viku sem liðin er síðan fyrri umræða var í borgarstjórn um ársreikning, er að Reykjavíkurborg sendi frá sér fréttatilkynningu í vikunni þess efnis að villa hafi verið í ársreikningnum. Við endurskoðun reyndust verðbætur í sjóðstreymi oftaldar um 2.492 m.kr. og lántaka vantalin um sömu fjárhæð. Nú er komin upp spurning

Lesa meira »

Umhverfis- og skipulagsráð 3. maí 2023

Bókun Flokks fólksins undir liðnum: Lagt fram erindi skrifstofu framkvæmda og viðhalds, dags. 21. desember 2022, um nýtt deiliskipulag fyrir Norðurströnd, strandsvæði milli Faxagötu og Laugarness: Skipulagssvæðið er á landfyllingu sem er leitt. Flokkur fólksins hefur ítrekað bókað að það er óásættanlegt að enn sé verið að ganga á fjörur og hér að litlu tilefni sbr þetta; Þá er gert

Lesa meira »

Oddvitaræða fyrri umræðu Ársreiknings (2022) 2. maí 2023

Oddvitaræða Flokks fólksins Fáum óraði fyrir hversu slæm staða borgarinnar er í kjölfar stjórnarsetu Samfylkingar, Pírata, Viðreisnar og VG og áfram núna með VG úti en Framsókn inni. Allt of stór hópur barna, öryrkja og eldra fólks á um sárt að binda og líður ekki vel. Of margar fjölskyldur og einstaklingar geta ekki séð sér farborða og hafa áhyggjur af

Lesa meira »

Borgarstjórn fyrri umræða ársreiknings, bókanir 2. maí 2023

Bókun Flokks fólksins undir liðnum: Lagður fram að nýju ársreikningur A-hluta og samstæðu Reykjavíkurborgar 2022, ódags., sbr. 1. lið fundargerðar borgarráðs frá 27. apríl 2023, ásamt fylgigögnum: Ársreikningar Reykjavíkurborgar fyrir árið 2022 hafa verið lagðir fram til fyrri umræðu. Í ljós kemur að fjárhagsstaða A-hluta borgarsjóðs hefur versnað frá fyrra ári. Hallarekstur hefur vaxið og taka verður lán í vaxandi

Lesa meira »

Mannréttinda- og ofbeldisvarnanefnd 27. apríl 2023

Bókun Flokks fólksins undir liðnum: Úttekt á stöðu ofbeldisvarnarmála innan Reykjavíkurborgar – Lokaskýrsla. MSS22060211 – kynning: Til umfjöllunar er lokaúttekt á stöðu ofbeldisvarnarmála hjá Reykjavíkurborg. Markmiðið með úttektinni er að fá heildstæða sýn á stöðu ofbeldisvarna hjá Reykjavíkurborg í víðu samhengi. Í úttektinni er farið yfir gildandi Aðgerðaáætlun Reykjavíkurborgar gegn ofbeldi 2022-2024. Skýrsluhöfundur hrósar mörgu sem vel er gert en

Lesa meira »

Velferðarráð 26. apríl 2023

Bókun Flokks fólksins undir liðnum: Fram fer kynning á starfsemi Keðjunnar: Það vita fáir í Reykjavík hvað Keðjan er. Ef fólk hefur heyrt nafnið átta margir sig ekki á hvort Keðjan sé félagsþjónusta, eins konar yfirbygging eða tengiliður eins og nafnið gefur til kynna. Skilgreining á hlutverki Keðjunnar er einnig loðið. Keðjan á að tryggja jafnræði, innleiða fyrirmyndaraðferðir og skapandi

Lesa meira »

Umhverfis- og skipulagsráð 26. apríl 2023

Bókun Flokks fólksins undir liðnum: Lagt fram að nýju erindi Félags atvinnurekanda um samstarfsverkefni um nýtingu rafbíla við vörudreifingu í miðborg Reykjavíkur sbr. 10 liður fundar umhverfis- og skipulagsráðs þann 25. janúar 2023: Flokkur fólksins fagnar öllu samstarfi af þessu tagi. Samstarf við hagsmunafélög eru ávallt af hinu góða og leiða til betri og sanngjarnari útkomu. Fulltrúi Flokks fólksins hefði

Lesa meira »

Borgarráð aukafundur 19. apríl 2023

Bókun Flokks fólksins undir liðnum: Lagt er til að samþykkt verði heimild til hækkunar hlutafjár Ljósleiðarans ehf. um allt að kr. 3.250.000.000,- að nafnverði, (þrír milljarðar tvöhundruð og fimmtíu milljónir króna), þ.e. 33,33% af heildarhlutafé félagsins, eða þannig að eignarhlutur Orkuveitu Reykjavíkur í félaginu verði aldrei minni en 66,67% af heildarhlutafé Ljósleiðarans ehf. Fjárhæðin byggir á sviðsmynd A hybrid og

Lesa meira »

Umhverfis- og skipulagsráð 19. apríl 2023

Bókun Flokks fólksins undir liðnum: Að lokinni auglýsingu er lögð fram að nýju tillaga Trípólí arkitekta, dags 8. desember 2022, um breytingu á deiliskipulagi fyrir Spöngina, einingu H, vegna hjúkrunarheimilis við Mosaveg. Flokkur fólksins fagnar því að hjúkrunarheimili rísi við Mosaveg í Reykjavík og ítrekar mikilvægi þess að ekki verði frekari tafir á því verkefni. Miðað við þann fjölda sem

Lesa meira »

Borgarstjórn 18. apríl 2023

Mál Flokks fólksins á fundi borgarstjórnar 18. apríl 2023 Tillaga borgarfulltrúa Flokks fólksins um niðurfellingu stafræns ráðs Borgarfulltrúi Flokks fólksins leggur til að borgarstjórn samþykki að stafrænt ráð verði lagt niður og þau verkefni ráðsins sem hafa ekki beint með stafræn mál að gera, verði flutt í viðeigandi ráð og nefndir. Meðferð og ábyrgð allra stafræna mála stafræns ráðs verði

Lesa meira »

Mannréttinda- og ofbeldisvarnaráð 13. apríl 2023

Bókun Flokks fólksins undir liðnum: Lögð fram að nýju tillaga fulltrúa Flokks fólksins um aðgengisstefnu Reykjavíkurborgar, sbr. 9. lið fundargerðar mannréttinda- og ofbeldisvarnarráðs frá 22. september 2023. Jafnframt er lögð fram umsögn aðgengis- og samráðsnefndar dags. 16. mars 2023. MSS22090063 Flokkur fólksins lagði til að Aðgengisstefna Reykjavíkurborgar til 2030 verið kynnt  innan kerfis borgarinnar, svo sem í ráðum, deildum og

Lesa meira »

Borgarráð 13. apríl 2023

Bókun Flokks fólksins undir liðnum: Lögð fram skýrsla fjármála- og áhættustýringarsviðs, dags. 13. apríl 2023, um framkvæmd styrkjareglna: Það kemur á óvart að sjá hversu mikill munur er á styrkjaveitingum til sviða 2022. Menningar- og ferðamál taka stærsta hlutann af kökunni en mannréttindaskrifstofa og skóla- og frístundasvið minnst. Af hverju er kökunni svona misskipt? Flokkur fólksins er með margar vangaveltur

Lesa meira »

Umhverfis- og skipulagsráð 12. apríl 2023

Bókuð Flokks fólksins undir liðnum: Lögð fram og kynnt, skýrsla stýrihóps um endurskoðun á vetrarþjónustu, dags. 15. mars 2023: Lögð er fram skýrsla stýrihóps um endurskoðun vetrarþjónustu Reykjavíkurborgar. Fulltrúi Flokks fólksins fékk óvænt tækifæri til að taka sæti í hópnum. Ef þeim tillögum verða fylgt eftir sem stýrihópurinn hefur nú birt í nýrri skýrslu mun vetrarþjónustan batna. Í skýrslunni eru

Lesa meira »

Borgarstjórn 4. apríl 2023

Bókun Flokks fólksins undir liðnum: Fundargerð borgarráðs frá 30. mars sl. Borgarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi bókun undir 31. lið fundargerðarinnar: Flokkur fólksins telur það brýnt að starfsmenn sem eru í beinum samskiptum við borgarbúa hafi grundvallarfærni í íslensku, nauðsynlegan grunnskilning og talkunnáttu. Árið 2017 var samþykkt í borgarstjórn heildstæð málstefna fyrir Reykjavíkurborg. Í stefnunni segir að starfsfólk, sem

Lesa meira »

Borgarráð 31. mars 2022

Bókun Flokks fólksins undir liðnum: Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 15. mars 2023, sbr. samþykkt umhverfis- og skipulagsráðs frá 15. mars 2023 á auglýsingu á tillögu að breytingu á deiliskipulagi Laugardals: Breytingin felur í sér umtalsverðar breytingar á nærumhverfinu. Mestu áhyggjurnar eru af samnýtingu hallarinnar og óvissunni í því sambandi. Munu Ármann og Þróttur fá þarna trygga aðstöðu?

Lesa meira »

Mannréttinda- og ofbeldisvarnaráð 23. mars 2023

Bókun Flokks fólksins undir liðnum: Lagt fram bréf mannréttinda- og lýðræðisskrifstofu dags. 21. mars 2023, um útgáfu á Kynlegum tölum 2023 Það er margt mjög áhugavert sem kemur fram í skýrslunni/bæklingnum Kynlegar tölur. Finna má upplýsingar sem gætu reynst borginni gagnlegar þegar verið er að skipuleggja og þróa þjónustu við borgaranna. Nefna má í þessu sambandi mannfjöldatölur eftir aldurshópum í

Lesa meira »

Umhverfis- og skipulagsráð 22. mars 2023

Bókun Flokks fólksins undir liðnum:  Lögð fram svohljóðandi tillaga umhverfis- og skipulagssviðs, skrifstofu umhverfisgæða dags. 16. mars 2023: Lagt er til við umhverfis- og skipulagsráð eftirfarandi fyrirkomulag fyrir sérbýlishús þar sem fyrir eru ein eða tvær sorptunnur í dag: Skipulagsyfirvöld vilja hafa fyrirkomulag sorphirðu við sérbýli þannig að séu þrír eða færri íbúar í húsi verða sett tvö tvískipt sorpílát

Lesa meira »

Borgarstjórn 21. mars 2023

Borgarstjórn Reykjavíkur 21. mars 2023 Greinargerð borgarfulltrúa Flokks fólksins með umræðu um verkefnið Betri borg fyrir börn og skilvirkni þess Reykjavík hefur illa getað sinnt lögbundinni þjónustu við börn í Reykjavík þegar kemur að tilfinningalegum, félagslegum og öðrum sálrænum vanda eins og kvíða. Þess vegna voru miklar vonir bundnar við verkefnið betri borg fyrir börn þegar það var sett á

Lesa meira »

Borgarráð 16. mars 2023

Bókun Flokks fólksins undir liðnum: Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 15. mars 2023, sbr. samþykkt umhverfis- og skipulagsráðs á kynningu á lýsingu á tillögu að breytingu á aðalskipulagi Reykjavíkur vegna skotæfingasvæði á Álfsnesi, ásamt fylgiskjölum. Með þessari verklýsingu eru boðaðar breytingar á aðalskipulagi Reykjavíkur til 2040 til að skapa skilyrði fyrir starfsemi skotfélaga til skemmri tíma á meðan

Lesa meira »

Velferðarráð 15. mars 2023

Bókanir Flokks fólksins undir liðnum: Lagt fram yfirlit yfir ferðaheimildir á velferðarsviði 2022, dags. 15. mars 2023, og yfirlit yfir innkaup á velferðarsviði yfir 1 milljón á 4. ársfjórðungi 2022, dags. 15. mars 2023: Um 14 milljónir í ferðakostnað er kannski ekki mikið i stóra samhenginu. Hér er um að ræða kynnisferðir og aðra fundi. Flokkur fólksins vill sjá velferðarsvið

Lesa meira »

Umhverfis- og skipulagsráð 15. mars 2023

Bókanir á fundi Flokks fólksins undir liðnum: Lögð fram verklýsing/drög að tillögu að aðalskipulagsbreytingu fyrir skotæfingasvæði Álfsnesi, sbr. 1. og 2. mgr. 30 gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Með þessari verklýsingu eru boðaðar breytingar á Aðalskipulagi Reykjavíkur 2040 til að skapa skilyrði fyrir starfsemi skotfélaga til skemmri tíma á meðan fundin er framtíðarstaðsetning fyrir félögin. Flokkur fólksins óttast að hér verði

Lesa meira »

Borgarráð 9. mars 2023

Bókun Flokks fólksins undir liðnum: Lagt fram bréf borgarstjóra, dags. 7. mars 2023, þar sem erindisbréf starfshóps um betri rekstur og afkomu bílastæðahúsa Bílastæðasjóðs er sent borgarráði til kynningar: Flokkur fólksins hefur oft bent á að hægt væri að bæta nýtingu bílastæða og sérstaklega að nýta þau að næturlagi því að betra er að hafa bíla í bílahúsum frekar en

Lesa meira »

Umhverfis- og skipulagsráð 8. mars 2023

Bókun Flokks fólksins undir liðnum: Kynning á byggingaráformum og framkvæmdum á Heklureitnum. Hér er um milljarðafjárfestingu að ræða, allt á fleygiferð þrátt fyrir blússandi verðbólgu. Talað er um að bjóða húsnæðið fjölbreyttum hópum. Flokkur fólksins óttast að þessar íbúðir verði rándýrar og aðeins fyrir efnameira fólk. Um er að ræða 180 íbúðir í tveimur fyrstu áföngunum á reitnum en þar

Lesa meira »

Borgarstjórn 7. mars 2023

Borgarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi dagskrártillögu: Lagt er til að borgarstjórn samþykki að gera svohljóðandi breytingar á dagskrá fundarins: Mál sem er númer 5 á útsendri dagskrá borgarstjórnar, umræða um málefni Borgarskjalasafns, verði númer 1. Mál sem er númer 3 á útsendri dagskrá, tillaga um framtíðartilhögun á starfsemi Borgarskjalasafns, verði númer 2. Mál sem er númer 1 á útsendri

Lesa meira »

Forsætisnefnd 3. mars 2023

Bókun Flokks fólksins undir liðnum: Traust til borgarstjórnar – skýrsla Gallup – MSS23020139 Kannanir sýna að traust til borgarráðs er nánast ekki neitt. Hér er vissulega verið að tala um meirihlutann í borgarstjórn sem hefur öll völd og fellir eða vísar frá tillögum sem koma frá minnihlutanum. Borgarstjórn Reykjavíkur nýtur jafnframt minnst trausts þeirra stofnana sem mældar eru í þjóðarpúlsinum

Lesa meira »

Borgarráð 2. mars 2023

Bókun Flokks fólksins undir liðnum: Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 23. febrúar 2023, þar sem óskað er eftir að borgarráð heimili sviðinu að bjóða út kaup á búnaði til endurnýjunar á gangbrautarljósum 2023 í samstarfi við Vegagerðina: Flokkur fólksins fagnar þessu mjög enda víða pottur brotinn hvað varðar gangbrautir í borginni, gönguljós og lýsingu við gangbrautir í öryggisskyni.

Lesa meira »

Umhverfis- og skipulagsráð 1. mars

 Bókun Flokks fólksins undir liðnum: Samgöngustjóri leggur til að umhverfis- og skipulagsráð samþykki að veita heimild fyrir áframhaldandi undirbúningi, verkhönnun og gerð útboðsgagna vegna endurhönnunar á Lækjartorgi: Skipulagsyfirvöld óska heimilda til að hefja undirbúning og verkhönnun á Lækjartorgi og gerð útboðsgagna vegna endurhönnunar, en ekki á að hefja framkvæmdir á þessu ári. Nú er verðbólga hærri en áætlað var og

Lesa meira »

Velferðarráð 1. mars 2023

Bókun Flokks fólksins undir liðnum: Lögð fram að nýju tillaga fulltrúa Flokks fólksins um deilibílakerfi á miðstöðvum Reykjavíkurborgar, sbr. 19. lið fundargerðar velferðarráðs frá 1. febrúar 2023. Tillagan er samþykkt Flokkur fólksins lagði til að skoðað verði að koma upp deilibílakerfi með vistvænum bifreiðum á miðstöðvum Reykjavíkurborgar. Leigubílakostnaður er hár á velferðarsviði og telur Flokkur fólksins að með því að

Lesa meira »

Umhverfis- og skipulagsráð 22. febrúar 2023

Bókun Flokks fólksins undir liðnum: Kynning á stöðu framkvæmda og skipulags Landspítalareits: Hér er um risastórt verkefni að ræða og erfitt að sjá það allt í heild sinni. Allt er klárt fyrir borgarlínu en tafir á borgarlínu eru staðfestar og ófyrirséð hvenær sá veruleiki birtist okkur. Fulltrúi Flokks fólksins hefur því áhyggjur að aðgengi bæði til skemmri og lengri tíma.

Lesa meira »

Borgarstjórn 21. febrúar 2023

Bókun  1 Flokks fólksins undir liðnum: Umræða um samgöngusáttmálann og tillaga Sjálfstæðisflokksins um að endurskoða hann: Borgarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi bókun: Samgöngur ganga illa í Reykjavík. Umferðartafir eru hvert sem litið er og almenningssamgöngur í ólestri. Hér er rætt um samgöngusáttmála og því hlýtur kjarninn að vera sá hvernig fólki tekst að komast á milli staða. Staðreyndin er að

Lesa meira »

Borgarráð 16. febrúar 2023

Bókun Flokks fólksins undir liðnum: Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 9. febrúar 2023, sbr. samþykkt umhverfis- og skipulagsráðs frá 8. febrúar 2023 á tillögu að breytingu á deiliskipulagi Kirkjusands vegna lóðarinnar nr. 2 við Kirkjusand: Í athugasemdum er kvartað yfir ófullnægjandi kynningu. Einnig er kvartað yfir of miklu skuggavarpi. Enda þótt allar byggingar varpi vissulega einhverjum skugga er

Lesa meira »

Sameiginlegur fundur velferðarráðs og skóla- og frístundaráðs 15. febrúar 2023

Bókun Flokks fólksins undir liðnum: Kynning á stöðu starfshópa Ísaks: Árið 2021 voru samþykktar sex tillögur sem stýrihópur  lagði til um heildstæða þjónustu fyrir börn með sérstakar þjónustuþarfir. Myndaðir voru starfshópar Ísaks. Tillaga 2 var að óska eftir 140 m.kr. til að mæta kostnaði vegna tímabundinna stöðugilda sálfræðinga.  Ekki tókst að nýta rúmar 80 m.kr. þótt vandinn hafi verið rakinn

Lesa meira »

Fundur velferðarráðs 15. febrúar 2023

Tillaga Flokks fólksins um að ræða við og taka stöðuna hjá foreldrum 2290 barna sem bíða á biðlista eftir sérfræðiaðstoð skóla s.s. sálfræðiaðstoð og aðstoð talmeinafræðings. Biðlistinn hefur lengst stöðugt og lengist enn þrátt fyrir breytt skipulag, Betri borg verkefnið sem komið er í gang í sumum hverfum borgarinnar. Biðlistinn hefur lengst stöðugt þrátt fyrir umfangsmiklar aðgerðir við að innleiða BBB.

Lesa meira »

Umhverfis- og skipulagsráð 15. febrúar 20223

Bókun Flokks fólksins undir liðnum: Lögð fram eftirfarandi tillaga skrifstofu samgöngustjóra og borgarhönnunar dags. 26. janúar 2023: Verið er að ljúka framkvæmdum. Breyta þarf fyrirkomulagi á gangstéttum. En er hugsað út í hvar sólin skín þegar verið er að skipuleggja gangstéttir? Talað er um að bæta lýsingu. Alla jafna hlýtur að vera betra að hafa megin gangstéttir við norðurhlið götu.

Lesa meira »

Auka borgarstjórnarfundur 10. febrúar 2023

Bókun Flokks fólksins undir liðnum: Lögð fram svohljóðandi tillaga borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins að óháðu ráðgjafarfyrirtæki verði falið að gera úttekt á Klapp-greiðslukerfi Strætó bs. og koma með tillögur til úrbóta. Úttektin feli í sér mat á virkni kerfisins frá því það var tekið í notkun. Klapp var tekið í notkun í nóvember 2021. Það hefur verið til vandræða fyrir margar sakir

Lesa meira »

Borgarráð 9. febrúar 2023

Bókun Flokks fólksins undir liðnum: Lagt fram bréf borgarstjóra, dags. 6. febrúar 2023, varðandi stöðu umbóta- og hagræðingartillagna: Lagt er fram til kynningar yfirlit á stöðu umbóta- og hagræðingartillagna sem samþykktar voru 8. desember 2022 við síðari umræðu í borgarstjórn um frumvarp að fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar fyrir árið 2023. Um er að ræða tillögur meirihlutans en fjöldi hagræðingartillagna minnihlutans voru allar

Lesa meira »

Mannréttinda- og ofbeldisvarnaráð 9. febrúar 2023

Bókun Flokks fólksins undir liðnum: Lögð fram að nýju tillaga fulltrúa Flokks fólksins um aðgengi í miðbæ fyrir fatlað fólk, sbr. 7. lið fundargerðar mannréttinda- og ofbeldisvarnarráðs frá 8. september 2023. Jafnframt er lögð fram umsögn menningar- og íþróttasviðs dags. 19. janúar s.l. Tillögunni er vísað frá með fjórum atkvæðum fulltrúa Samfylkingarinnar, Framsóknar og Pírata gegn einu atkvæði fulltrúa Flokks

Lesa meira »

Umhverfis- og skipulagsráð 8. febrúar 2023

Bókun Flokks fólksins undir liðnum: Lögð fram skipulagslýsing vegna nýs deiliskipulags Elliðaárvogs-Ártúnshöfða – svæðis 7: Flokkur fólksins finnst það spurning hvort þörf sé á að fá breskt fyrirtæki til að votta byggðina. ,,Til að hljóta vottun BREEAM Communities þarf skipulag að uppfylla ákveðnar skyldukröfur (fyrsta stigs vottun) en við fullnaðarvottun fær skipulagið lokaeinkunn í samræmi við fjölda krafna sem það

Lesa meira »

Borgarstjórn 7. febrúar 2023

Tillaga Flokks fólksins um heimgreiðslur til foreldra í ljósi manneklu á leikskólum Borgarstjórn Reykjavíkur 7. febrúar 2023 Tillaga borgarfulltrúa Flokks fólksins um heimgreiðslur til foreldra sem bíða eftir leikskólaplássi í ljósi manneklu á leikskólum Lagt er til að á meðan Reykjavíkurborg getur ekki veitt yngstu börnunum leikskólapláss sé foreldrum boðnar heimgreiðslur þ.e. mánaðarlegan styrk á meðan að beðið er eftir 

Lesa meira »

Borgarráð 2. febrúar 2023

Bókun Flokks fólksins undir liðnum: Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 26. janúar 2023, sbr. samþykkt umhverfis- og skipulagsráðs frá 25. janúar 2023 á tillögu að breytingu á deiliskipulagi Esjumela vegna lóðarinnar nr. 1 við Gullsléttu, ásamt fylgiskjölum. SN220460 Samþykkt. Íbúum Kjalarness finnst þeim hafa verið sýnd vanvirðing vegna Gullsléttu 1. Íbúar hafa enn ekki fengið svör við innsendum

Lesa meira »

Velferðarráð 1. febrúar 2023

Bókun Flokks fólksins undir liðnum: Lögð fram stöðuskýrsla stýrihóps um endurskoðun aðgerðaáætlunar með stefnu í málefnum heimilislausra með miklar og flóknar þjónustuþarfir, dags. 1. febrúar 2022, ásamt uppfærðu erindisbréfi, dags. 1. febrúar 2023: Gott að sjá að margt hefur verið gert í málefnum heimilislausra með miklar og flóknar þjónustuþarfir. Jákvætt að allar 34 aðgerðirnar séu komnar í ferli og 14

Lesa meira »

Mannréttinda- og ofbeldisvarnaráð 26. janúar 2023

Bókun Flokks fólksins undir liðnum: Kynning á ofbeldisvarnarmálum hjá Reykjavíkurborg, sbr. samþykkt mannréttinda- og ofbeldisvarnarráðs frá 8. september 2022: Fulltrúa Flokks fólksins finnst miður að úttektin á ofbeldisvarnarmálum hafi tafist. Samkvæmt minnisblaði virðist sem verkefnið sé aðeins á byrjunarstigi. Mikil umræða hefur verið um aukna ofbeldismenningu hjá ungu fólki undanfarið. Það verður að hafa hraðar hendur og greina vandann svo

Lesa meira »

Borgarráð 26. janúar 2023

Bókun Flokks fólksins undir liðnum: Lagt fram bréf Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu, dags. 17. janúar 2023, þar sem sex mánaða skýrsla Betri samgangna ohf. um stöðu og framgang verkefna er sent borgarráði til kynningar: Fyrstu lotu borgarlínu seinkar verulega þar sem niðurstaða í mörkun samgöngusáttmálans hefur dregist. Uppfæra þarf tímalínu framkvæmda. Það segir sig sjálft að áhrifin verða mikil. Fyrstu

Lesa meira »

Borgarráð 19. janúar 2023

Bókun Flokks fólksins undir liðnum: Lagt fram bréf borgarstjóra, dags. 16. janúar 2023, þar sem vörumerkjahandbók Reykjavíkur er send borgarráði til kynningar: Það er sjálfsagt að halda vörumerkjum borgarinnar saman, að þau séu samræmd og aðgengileg á netinu. Flokki fólksins finnst einnig sérkennilegt hvað langan tíma hefur tekið að samræma rafrænar undirskriftir. Það hefur farið umtalsvert fjármagn, þegar allt er

Lesa meira »

Umhverfis- og skipulagsráð 18. janúar 2023

Bókun Flokks fólksins undir liðnum: Lögð fram tillaga umhverfis- og skipulagssviðs, skrifstofa samgöngustjóra og borgarhönnunar, dags. 12. janúar 2023 þar sem lagt er til að umhverfis- og skipulagsráð samþykki þá aðferðarfærði við forgangsröðun borgargatna í Reykjavík sem lýst er í meðfylgjandi skjali. Tillögunni fylgir greinargerð: Af gögnum má sjá að óhemju vinna er eftir ef bæta á götur í borginni.

Lesa meira »

Borgarstjórn 17. janúar 2023

Bókun Flokks fólksins undir liðnum: Fram fer umræða um málefni Ljósleiðarans ehf.: Slæm staða Ljósleiðarans hefur verið Orkuveitu Reykjavíkur ljós frá 2019 og jafnvel fyrr en ekki fyrir eigendum sem er Reykjavíkurborg. Stjórn Ljósleiðarans samþykkir að taka lán í flýti áður en að rýnihópur borgarráðs hefur lokið störfum. Í rýnihópnum sitja fulltrúar allra flokka. Fyrir rýnihópnum liggur að taka ákvörðun

Lesa meira »

Forsætisnefnd 17. janúar 2023

Flokkur fólksins verður með 2 mál á fundi borgarstjórnar 13 janúar 2023 Sjá má alla dagsrká borgarstjórnar  á www. borgarstjornibeinni  Tillaga Flokks fólksins um heimgreiðslur til foreldra Lagt er til að á  meðan Reykjavíkurborg getur ekki veitt yngstu börnunum leikskólapláss að bjóða foreldrum mánaðarlegan styrk (heimgreiðslur)  sem jafngildir niðurgreiðslum Reykjavíkurborgar fyrir leikskólapláss fyrstu tvö árin.  Einhverjir foreldrar hafa tækifæri til

Lesa meira »

Mannréttinda- og ofbeldisvarnaráð 12. janúar 2023

Bókun Flokks fólksins undir liðnum: Fræðsla samkvæmt samningi Reykjavíkurborgar við Samtökin 78: Fræðsla samkvæmt samningi Reykjavíkurborgar við Samtökin 78. Fulltrúi Flokks fólksins þakkar Samtökunum ómetanlegt starf þeirra. Samningur við Reykjavíkurborg hefur staðið í stað. Mikilvægt er að styðja vel við bakið á Samtökunum enda treysta margir á þau með fræðslu og stuðningi. Reykjavík er stærst sveitarfélaga og á að vera

Lesa meira »

Borgarráð 12. janúar 2023

Bókun Flokks fólksins undir liðnum: Lagt fram bréf borgarstjóra, dags. 10. janúar 2023, þar sem lögð er fram til kynningar lokaskýrsla um vinnumarkaðsaðgerðir Reykjavíkurborgar í kjölfar COVID-19: Þessari niðurstöðu má sannarlega fagna ef rétt er en samkvæmt stjórnendakönnuninni var ánægja með aðgerðirnar. Eftirfylgni sýndi að mikill meirihluti einstaklinga sem höfðu fengið fjárhagsaðstoð var ánægður í vinnunni. Sérlega áhugavert er að

Lesa meira »

Velferðarráð 11. janúar 2023

Bókun Flokks fólksins undir liðnum:  Fram fer kynning á tillögu borgarfulltrúa Samfylkingarinnar, Framsóknar, Pírata og Viðreisnar vegna reksturs og þjónustu við langveik börn sem samþykkt var á fundi borgarstjórnar 6. desember 2022: Undir þessum lið kemur ekki margt fram um þjónustu við langveik börn annað en að lagt er til að hafnar verði viðræður við ríkið um að taka að

Lesa meira »

Umhverfis- og skipulagsráð 11. janúar 2023

Bókun Flokks fólksins undir liðnum: Lögð fram fundargerð Sorpu bs. nr. 474, dags. 25. nóvember: Í fundargerðinni fer mest fyrir skrifum um eigendastefnu og er þar margt gott sagt. Borgin á að vera virkur eigandi, í þessu tilfelli með 5 af 20 fulltrúum í stefnuráði og engan frá minnihluta. Hér koma annmarkar bs. kerfisins enn í ljós. Borgin á meirihluta

Lesa meira »

Borgarráð 5. janúar 2023

Bókun Flokks fólksins undir liðnum: Lagt er til að borgarráð samþykki að umhverfis- og skipulagssviði verði falið að fylgja eftir áframhaldandi hönnun og framkvæmd vegna vinningstillögu um endurhönnun og stækkun á Grófarhúsi, þ. á m. að ganga frá samkomulagi við þá aðila sem voru hlutskarpastir í samkeppni sem lauk í nóvember sl.: Þetta eru skemmtilegar tillögur að mati fulltrúa Flokks

Lesa meira »

Velferðarráð 21.12. 2022

Bókun Flokks fólksins við liðnum: Lagt fram minnisblað sviðsstjóra, dags. 21. desember 2022, um stöðu málaflokks heimilislausra með miklar og flóknar þjónustuþarfir vegna tíðra kuldakasta: Flokkur fólksins hefur ítrekað lagt til að opnunartíma neyðarskýla verði breytt þannig að þau verði opin að degi til. Undanfarna daga hefur verið hrikaleg kuldatíð með mikilli snjókomu og frosthörku á öllu landinu. Flokkur fólksins

Lesa meira »

Borgarstjórn 20. desember 2022

Borgarstjórn Reykjavíkur 20. desember 2022 Greinargerð borgarfulltrúa Flokks fólksins við umræðu um framtíðarþjónustu við eldra fólk í Reykjavík Hvernig viljum við sjá þjónustuna þróast, stefnur, áherslur og hver verður þörfin og hvernig viljum við sjá þjónustu við aldraða þróast? Flokkur fólksins hefur lagt fram fjölda tillagna til að bæta þjónustu við eldra fólk í Reykjavík, bæði þá sem eru á

Lesa meira »

Forsætisnefnd 16. desember 2022

Undirbúningur undir borgarstjórnarfund 20. desember 2022. Þemafundur. Umræðuefni: Framtíðarþjónusta við eldri borgara í Reykjavík Greinargerð borgarfulltrúa Flokks fólksins við umræða um framtíðarþjónustu við eldri borgara í Reykjavík. Hvernig við viljum sjá þjónustuna þróast, stefnur, áherslur og hver verður þörfin og hvernig viljum við sjá þjónustu við aldraða þróast. Flokkur fólksins hefur lagt fram fjölda tillagna til að bæta þjónustu við

Lesa meira »