Auka borgarstjórnarfundur 10. febrúar 2023

Bókun Flokks fólksins undir liðnum: Lögð fram svohljóðandi tillaga borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins að óháðu ráðgjafarfyrirtæki verði falið að gera úttekt á Klapp-greiðslukerfi Strætó bs. og koma með tillögur til úrbóta. Úttektin feli í sér mat á virkni kerfisins frá því það var tekið í notkun. Klapp var tekið í notkun í nóvember 2021. Það hefur verið til vandræða fyrir margar sakir

Lesa meira »

Umhverfis og skipulagsráð 1. febrúar 2023

Bókun Flokks fólksins undir liðnum: Staða og skipulag undirbúnings Borgarlínunnar kynnt: Engar beinar framkvæmdir eru farnar af stað vegna borgarlínunnar sjálfrar. Búið er að kynna nýja kostnaðaráætlun vegna verkefna samgöngusáttmálans. Kostnaður við tengd verkefni eykur heildarkostnaðinn. Nýlega var fjallað um það að kostnaður við samgöngusáttmálann aukist um 120 í rúma 170 milljarðar króna og fyrsti áfangi borgarlínu kostar 28. milljarða.

Lesa meira »

Velferðarráð 25. maí 2022

Bókun Flokks fólksins við svohljóðandi tillögu sviðsstjóra, dags. 25. maí 2022, um breytingar á Forvarnasjóði Reykjavíkurborgar: Meirihluti velferðarráðs leggur til að Forvarnarsjóður Reykjavíkurborgar verði hýstur undir formerkjum verkefnisins Betri borg fyrir börn. Þetta er lagt til í ljósi þess að margar rannsóknir sína tengsl erfiðleika í æsku og geðheilsubrests. Í tillögunni eru tekin dæmi um áhrifabreytu eins og Snemmtæka íhlutun

Lesa meira »

Borgarráð 25. maí 2022

Bókun Flokks fólksins við breytingu á deiliskipulagi fyrir Heklureit, lóðanna við Laugaveg 168-174a: Áhyggjur eru af skuggavarpi í inngörðum á Heklureit. Því er velt upp hvort birtan muni ekki uppfylla skilyrði nýsamþykkts aðalskipulags Reykjavíkurborgar. Gerðar hafa verið athugasemdir í auglýsingaferlinu um þetta vandamál. Þessu máli hefði átt að fresta þar sem meirihlutinn hefur takmörkuð völd nú á lokametrunum. Málið er

Lesa meira »

Skipulags- og samgönguráð 25. maí 2022

Bókun Flokks fólksins við svari við fyrirspurn fulltrúa Sjálfstæðisflokksins, um Björgun: Í þessu máli verður fjöru fórnað, enn einni. En Björgun mun taka að sér vinnu við landfyllingar. Hér verður með þessari uppbyggingu gengið verulega í fjöru í Reykjavík. Það þykir fulltrúa Flokks fólksins leitt og stemmir auk þess ekki við „grænar áherslur.“   Bókun Flokks fólksins við svari við

Lesa meira »

Borgarstjórn 24. maí 2022

Mál Flokks fólksins fyrir borgarstjórn 24. maí Umræða um vanda næturlífsins í Reykjavík og mögulegar lausnir að beiðni Flokks fólksins. Borgarfulltrúi Flokks fólksins óskar eftir að ræða um næturlífsvandann í Reykjavík og mögulegar lausnir í ljósi afgreiðslu tillögu Flokks fólksins sem lögð var fram í borgarráði 8. 11. 2018. Tillögunni var vísað til meðferðar umhverfis- og heilbrigðisráðs en kom til

Lesa meira »

Skóla- og frístundaráð 24. maí 2022

Bókun Flokks fólksins við tillögu skóla- og frístundaráðsfulltrúa Samfylkingarinnar, Viðreisnar, Pírata og Vinstri grænna: Sú tillaga sem hér liggur fyrir gengur út á að ræða með formlegum hætti um samstarf milli skóla- og frístundasviðs og Heilsugæslunnar um að efla skólaheilsugæslu í grunnskólum borgarinnar. Samtal er ávallt af hinu góða. Í greinargerðinni kemur fram að margir skóla uppfylli ekki viðmið um að 650 nemendur séu

Lesa meira »

Borgarráð 5. maí 2022

Bókun Flokks fólksins við bréfi skipulags- og samgönguráðs frá 27. apríl 2022 á tillögu að deiliskipulagi fyrir Rauðhóla: Búið er að skemma flesta Rauðhóla. Heilu hólunum var mokað í burtu á sínum tíma, grafið í aðra og þeir skemmdir og nú stendur eftir alls konar form af „hólum“, allir skemmdir af mannanna völdum. Skemmdir vegna efnistöku eru skerandi og ættu

Lesa meira »

Velferðarráð 4. maí 2022

Bókun Flokks fólksins við framlagningu draga að stefnu velferðarsviðs um velferðartækni: Stefna velferðarsviðs um velferðartækni er metnaðarfull. Velferðartækni á að sameinast rafrænni þjónustumiðstöð en eftir því sem heyrist þá er nú hægt að sækja um fjárhagsaðstoð þar og áfrýja málum og panta tíma hjá ráðgjafa. Velferðartækni mun án efa stuðla að fjölbreyttri og sveigjanlegri þjónustu sem miðar að einstaklingsmiðuðum þörfum,

Lesa meira »

Skipulags- og samgönguráð 4. maí 2022

Bókun Flokks fólksins við bréfi frá fulltrúa í íbúaráði Miðborgar og Hlíða, um umferð stærri ökutækja í miðborginni : Fulltrúi Flokks fólksins tekur undir þessa bókun íbúaráðs Miðborgar og Hlíða að samráð vegna endurskoðunar á aksturs fyrirkomulagi stærri ökutækja verði hafið aftur núna strax í vor. Einnig að tillögur liggi fyrir áður en meginþungi sumarumferðar ferðamanna hefst og að íbúaráð

Lesa meira »

Borgarstjórn 3. maí 2022, seinni umræða um ársreikning 2021

Fram fer seinni umræða um ársreikning 2021 í borgarstjórn 3. maí 2022 Tillaga borgarfulltrúa Flokks fólksins um umræðu um húsnæðismarkaðinn við SSH. Borgarfulltrúi Flokks fólksins leggur til að borgarstjórn samþykki að Reykjavíkurborg eigi frumkvæði að umræðu um stöðuna á húsnæðismarkaði á vettvangi Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu í tengslum við gildandi svæðisskipulag höfuðborgarsvæðisins til ársins 2040. Höfuðborgarsvæðið 2040 er sameiginleg stefna

Lesa meira »

Mannréttinda- nýsköpunar- og lýðræðisráð

Bókun Flokks fólksins við breytingar á forvarnasjóði Reykjavíkurborgar – Umsagnarbeiðni: Lögð er fram tillaga velferðarráðs um breytingar á forvarnarsjóði Reykjavíkurborgar, að sjóðurinn verði áfram á forræði velferðarráðs og að hann verði hýstur undir formerkjum verkefnisins Betri borg fyrir börn. Þetta er lagt til í ljósi þess að margar rannsóknir sína tengsl erfiðleika í æsku og geðheilsubrests. Í tillögunni eru tekin dæmi um áhrifabreytu

Lesa meira »

Skipulags- og samgönguráð 27. apríl 2022

Bókun Flokks fólksins við liðnum Rauðhólar, nýtt deiliskipulag: Búið er að skemma flesta Rauðhóla. Heilu hólunum var mokað í burtu á sínum tíma, grafið í aðra og þeir skemmdir og nú stendur eftir alls konar form af „hólum“, allt skemmdir af mannanna völdum. Skemmdir vegna efnistöku eru skerandi og ættu að minna alla á að ganga vel um náttúruna. Helsta

Lesa meira »

Skóla- og frístundaráð 26. apríl 2022

Bókun Flokks fólksins við framlagningu bréfs borgarstjórans í Reykjavík, dags. 5. apríl 2022, um skil stýrihóps um forgangsröðun viðbygginga fyrir skóla- og frístundastarf: Það eru fleiri skólar sem þurfa að fara í brýnan forgang en þeir sem þarna eru taldir upp og byrja á þeim verkefnum samhliða. Fulltrúi Flokks fólksins er sammála niðurstöðum greiningarinnar. Í Laugardal er mikil uppsöfnuð þörf

Lesa meira »

Borgarstjórn 26. apríl 2022 Fyrri umræða ársreikning frá 2021

Bókun Flokks fólksins við framlagningu samantekins ársreiknings A-hluta og samstæðu Reykjavíkurborgar 2021, dags. 22. apríl 2022, ásamt fylgigögnum: Ástæða er til að hafa áhyggjur af fjármálastjórnun og rekstrarstöðu A-hluta borgarsjóðs. Veltufé frá rekstri (það sem er til greiðslu afborgana og til nýfjárfestinga) er einungis rúmlega 300 milljónir króna. Það verður sem sagt að taka lán til að greiða allar afborganir

Lesa meira »

Borgarráð 22. apríl 2022

Bókun Flokks fólksins við framlagningu ársreiknings A-hluta og samstæðu Reykjavíkurborgar 2021, dags. 22. apríl 2022. Einnig er lögð fram skýrsla fjármála- og áhættustýringarsviðs, dags. 22. apríl 2022, greinargerð fagsviða og sjóða A-hluta, dags. 22. apríl 2022, greinargerð B-hluta fyrirtækja, dags. 7. apríl 2022, verkstöðuskýrsla nýframkvæmda, ódags., ábyrgða- og skuldbindingayfirlit, ódags., sbr. 2. lið fundargerðar borgarráðs frá 7. apríl sl. Ársreikningur

Lesa meira »

Borgarráð 28. apríl 2022

Bókun Flokks fólksins við bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 8. apríl 2022, sbr. samþykkt skipulags- og samgönguráðs frá 6. apríl 2022 á auglýsingu á tillögu að breytingu á deiliskipulagi lóðarinnar nr. 34-36 við Borgartún: Flokkur fólksins bókaði um lóðina Borgartún 34-34 í skipulags- og samgönguráði þann 6. apríl sl. Fækka á íbúðum um tvær. Fulltrúi Flokks fólksins veltir fyrir sér

Lesa meira »

Mannréttinda- nýsköpunar- og lýðræðisráð 7. apríl 2022

Bókun Flokks fólksins við bréfi mannréttinda- og lýðræðisskrifstofu dags. 31. mars 2022, þar sem óskað er staðfestingar á erindisbréfi starfshóps um endurskoðun stefnu Reykjavíkurborgar í túlka- og þýðingarþjónustu: Fulltrúi Flokks fólksins leggur til að starfshópurinn skoði fyrir alvöru að nota símatúlkun. Símatúlkun er þjónusta á sér stað milli þjónustuveitanda og þjónustuþega í gegnum síma.  Sennilega er hægt að gera slíka

Lesa meira »

Borgarráð 7. apríl 2022

Bókun Flokks fólksins við bréfi umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 4. apríl 2022, þar sem óskað er eftir að borgarráð heimili umhverfis- og skipulagssviði að bjóða út framkvæmdir við endurgerð Káratorgs, ásamt fylgiskjölum: Meirihlutinn óskar eftir að borgarráð heimili umhverfis- og skipulagssviði að bjóða út framkvæmdir við endurgerð Káratorgs. Kostnaðaráætlun 2 er 150 m.kr. Fram kemur að áhersla er á aðgengi

Lesa meira »

Velferðarráð 6. apríl 2022

Bókun Flokks fólksins við kynningu á samstarfssamningi velferðarsviðs og skóla- og frístundasviðs um samstarf og verkaskiptingu milli sviðanna vegna innleiðingar verkefnisins Betri borg fyrir börn í fjórum borgarhlutum Reykjavíkur: Það er alltaf flókið mál þegar tvö svo stór svið eru að reyna að finna hentugan samstarfsgrundvöll og gott að hafa formlegan samning. Þetta er flókinn samningur, ekki aðeins vegna verkaskiptingar

Lesa meira »

Skipulags- og samgönguráð 6. apríl 2022

Bókun Flokks fólksins við liðnum: Hólmsheiði/Fjárborg/Almannadalur, breyting á deiliskipulagi Hér er um að ræða breytingu á deiliskipulagi Hólmsheiði/Fjárborg/Almannadalur. Allmargar athugasemdir eru við deiliskipulagstillöguna. Eftir því sem sýnist er tekið vel í þær flestar. Svo virðist sem skipulagsyfirvöld hafi ekki samband við þá sem senda inn athugasemdir eftir því sem fulltrúi Flokks fólksins kemst alla vega næst. Þeir sem það gera

Lesa meira »

Borgarstjórn 2. apríl 2022

Borgarstjórn Reykjavíkur 5. apríl 2022 Tillaga borgarfulltrúa Flokks fólksins um úttekt á eftirliti með skólaforðun Flokkur fólksins leggur til að borgarstjórn samþykki að fela skóla- og frístundasviði og velferðarsviði að framkvæma úttekt á hvort samræmdar viðmiðunarreglur um skólasókn hafi nýst grunnskólum í Reykjavík til að fylgjast með fjölda þeirra tilvika þar sem nemendur forðast skóla og til að bæta skólasókn.

Lesa meira »

Forsætisnefnd 2. apríl

Bókun Flokks fólksins við skýrslu Háskóla Íslands, dags. 28. febrúar 2022, um reynslu og viðhorf kjörinna fulltrúa í bæjar- og sveitarstjórnum á Íslandi: Niðurstöður staðfesta margt sem fulltrúi Flokks fólksins upplifir sem borgarfulltrúi í minnihluta. Ef minnihlutafulltrúi ætlar að láta að sér kveða þarf að leggja dag við nótt. Álagið er mikið. Starfið er gefandi enda þótt minnihlutafulltrúi nái nánast

Lesa meira »

Borgarráð 31. mars. 2022

Bókun Flokks fólksins við nýju deiliskipulagi fyrir Hagaskóla að Fornhaga 1: Því er fagnað að lögð er fram tillaga skipulagsyfirvalda/umhverfis- og skipulagssviðs, skipulagsfulltrúa, að nýju deiliskipulagi fyrir Hagaskóla að Fornhaga 1. Í tillögunni felst að gerðir eru byggingarreitir fyrir uppsetningu tímabundinna færanlegra eininga fyrir kennslu og starfsmannahald á lóð. Árum saman hafa skólayfirvöld kvartað vegna ástandsins, skólinn löngu sprunginn og

Lesa meira »

Skipulags- og samgönguráð 23. mars. 2022

Bókun Flokks fólksins við fundargerð embættisafgreiðslufunda skipulagsfulltrúa frá 11. og 18. mars 2022: Athugasemdir vegna tillögu að deiliskipulagi Arnarnesvegar eru ekki birtar í fundargerð. Harðorð mótmæli hafa borist frá stórum hópi sem ekki er hlustað á. Fyrirhugaðri framkvæmdum 3. áfanga Arnarnesvegar hefur verið mótmælt vegna þess að hann mun eyðileggja eitt dýrmætasta svæði höfuðborgarsvæðisins. Framkvæmdin byggir á umhverfismati frá 2003

Lesa meira »

Borgarráð 17. mars 2022

Bókun Flokks fólksins við bréfi umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 10. mars 2022, sbr. samþykkt skipulags- og samgönguráðs frá 9. mars 2022 á breytingu á deiliskipulagi Klettasvæðis vegna lóðarinnar nr. 1 við Köllunarklettsveg: Fulltrúi Flokks fólksins spyr um samráð í þessu máli sem og fjölmörgum öðrum. Við lestur athugasemda virðist sem ekki hafi verið haft samráð við íbúa þarna í nágrenninu.

Lesa meira »

Borgarstjórn 15. mars 2022

Borgarstjórn Reykjavíkur 15. mars 2022 Greinargerð með umræðu borgarfulltrúa Flokks fólksins um aðkomu Reykjavíkur að fjölþættri aðstoð fyrir flóttamenn frá Úkraínu Inngangur Fulltrúi Flokks fólksins óskar eftir umræðu í borgarstjórn um aðkomu Reykjavíkurborgar að fjölþættri aðstoð og stuðningi (fjárhagsaðstoð, áfallahjálp, sálfræðiaðstoð, tækifærum til menntunar, frístunda og tómstundastarfs) fyrir úkraínsk börn og foreldra þeirra sem setjast að í Reykjavík vegna innrásar

Lesa meira »

Mannréttinda- nýsköpunar- og lýðræðisráð 10. mars 2022

Bókun Flokks fólksins við kynningu á hlutverki samráðsnefnda við stefnumótun og ákvarðanatöku sbr. aðgerð 2. í aðgerðaráætlun lýðræðisstefnu Reykjavíkurborgar: Flokkur fólksins fagnar þessari umræðu um hlutverk samráðsnefnda  við stefnumótun og ákvarðanatöku þegar verið er að taka ákvarðanir sem lúta að aðstæðum og umhverfi borgarbúa og minnihlutahópa eða íbúa hverfa. Það hefur verið langþráður draumur sem minnihlutafulltrúi Flokks fólksins að  samráðsferli

Lesa meira »

Borgarráð 10. mars 2022

Bókun Flokks fólksins við bréfi umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 3. mars 2022, sbr. samþykkt skipulags- og samgönguráðs frá 2. mars 2022 varðandi auglýsingu á breytingu á deiliskipulagi Ármannsreits, með síðari breytingum, vegna lóðarinnar nr. 2-4 við Sóltún: Deiliskipulagsbreytingin er vegna fyrirhugaðrar uppbyggingar á 79 íbúðum í stað hjúkrunarrýma. Væri ekki rétt að áætla með einhverjum hætti hvar á að byggja

Lesa meira »

Skipulags- og samgönguráð 9. mars 2022

Bókun Flokks fólksins við liðnum: Köllunarklettsvegur 1, breyting á deiliskipulagi: Við lestur athugasemda virðist sem ekki hafi verið haft samráð við íbúa þarna í nágrenninu. Athugasemdir snúa að því hvernig lóðin verði nýtt til frambúðar og þessi stóri og vel staðsetti reitur ætti að verða hluti af þeirri heildar uppbyggingu svæðisins sem hljóti að verða að veruleika á næstu árum.

Lesa meira »

Velferðarráð 9. mars 2022. Aukafundur

Bókun Flokks fólksins við tillögu sviðsstjóra, dags. 9. mars 2022, um samþykki samnings við Rauða krossinn á höfuðborgarsvæðinu um rekstur neyslurýmis, ásamt fylgiskjölum: Fulltrúi Flokks fólksins hefur ávallt stutt hugmyndina um neyslurými enda slíkt úrræði búið að sanna gildi sitt í öðrum löndum. Nú hefur verið tekið fyrsta formlega skrefið með samþykki samnings um neyslurými og er það gleðilegt. Um

Lesa meira »

Skóla- og frístundaráð 8. mars. 2022

Bókun Flokks fólksins við bréfi borgarstjórans í Reykjavík, dags. 1. mars 2022, um tillögur stýrihóps um uppbyggingu leikskóla: Minnt er á eitt af helstu kosningaloforðum Samfylkingarinnar 2018 var að  taka á móti börnum frá 12 mánaða aldri á leikskóla borgarinnar. Á kjörtímabilinu hefur ríkt mikil óvissa í þessum málum sem hefur haft neikvæð áhrif á foreldra og börn. Nú á

Lesa meira »

Borgarráð 3. mars 2022

Bókun Flokks fólksins við tillögu starfshóps um samhæfingu og samþættingu á mörkun Reykjavíkurborgar um gerð samræmdra leiðbeininga og reglna: Það er löngu tímabært að samhæfa grafíska hluti eins og hér er lagt til og sætir eiginlega furðu af hverju það hafi ekki verið fyrir löngu gert. Eins sætir það furðu að ekki skuli enn vera komnar samhæfðar undirskriftir í pósthólf

Lesa meira »

Velferðarráð 2. mars 2022

Bókun Flokks fólksins við kynningu á  stöðu Pant akstursþjónustu síðustu 6 mánuði: Fulltrúa Flokks fólksins finnst mikilvægt að auka þjónustu Pant akstursþjónustunnar í úthverfum. Það er svo oft sem úthverfin verða útundan í alls konar tilliti. Sem betur fer hefur Pant akstursþjónustan gengið vel, ekki hvað síst rekstrarlega séð og er það mjög ánægjulegt. Helsti vandinn tengist Hreyfli og auðvitað

Lesa meira »

Skipulags- og samgönguráð 2. mars 2022

Bókun Flokks fólksins við tillögu fulltrúa í ungmennaráði Laugardals, Háaleitis og Bústaða, um bætt hjólastólaaðgengi í grunnskólum og félagsmiðstöðvum: Fulltrúi Flokks fólksins styður tillögu ungmenna ráðsins um að bæta aðgengi fatlaðra í grunnskólum og félagsmiðstöðvum. Fyrsta skrefið er að yfirfara aðgengi fyrir hjólastóla og skoða hvernig það er háttað í dag. Hefja þarf verkið sem fyrst og reyna að ljúka

Lesa meira »

Borgarstjórn 1. mars 2022

Bókun Flokks fólksins við umræðu um málefni Úkraínu: Borgarfulltrúa Flokks fólksins finnst ömurlegt til þess að hugsa að það skuli vera hafið stríð í Evrópu. Innrás Rússa í Úkraínu er brot á alþjóðalögum. Vesturlönd eru sem betur fer að beita refsiaðgerðum og sýna Úkraínu stuðning. Þar hefur Ísland ekki verið eftirbátur annarra. Öryggi fólks verður að tryggja eins og nokkur

Lesa meira »

Mannréttinda- nýsköpunar- og lýðræðisráð 24. febrúar 2022

Bókun Flokks fólksins við liðnum: Drög að endurskoðaðri þjónustustefnu Reykjavíkurborgar og drög að aðgerðaráætlun.  Lagt fram bréf þjónustu- og nýsköpunarsviðs dags. 16. febrúar 2022, með umsagnarbeiðni til mannréttinda-, nýsköpunar- og lýðræðisráðs, um drög að endurskoðaðri þjónustustefnu Reykjavíkurborgar og drög að aðgerðaráætlun: Fulltrúi Flokks fólksins er algjörlega sammála því að Reykjavíkurborg eigi að veita góða og notendamiðaða þjónustu, eins starfsfólk borgarinnar

Lesa meira »

Borgarráð 25. febrúar 2022

Bókun Flokks fólksins við bréfi umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 10. febrúar 2022, sbr. samþykkt skipulags- og samgönguráðs frá 9. febrúar 2022 á breytingu á deiliskipulagi Hlíðarenda vegna reita G, H og I: Málið er um að breyta deiliskipulagi Hlíðarenda vegna reita G, H og I. Í breytingunni felst að breyta lóðum G og H úr atvinnulóðum í íbúðalóðir, breyta opnu

Lesa meira »

Skipulags- og samgönguráð 23. febrúar 2022

Bókun Flokks fólksins við Samræming úrgangsflokkunar á höfuðborgarsvæðinu 2020 – 2024: Um er að ræða breytta úrgangsstjórnun á höfuðborgarsvæðinu. Það hefur tekið þennan meirihluta langan tíma að kveikja á þessari peru. Að safna lífrænum úrgangi á söfnunarstað er gömul saga hjá bæði sumum öðrum sveitarfélögum og nefna má Ungmennaráð Kjalarness sem lagði fram tillögu um söfnun lífræns sorp sem hófst

Lesa meira »

Borgarstjórn 15. febrúar 2022

Mál fulltrúa Flokks fólksins á fundi borgarstjórnar 15. febrúar 2022 og bókanir Tillaga Flokks fólksins að borgarstjórn samþykki að hefja skógrækt frá Reykjavík að Hengli Fulltrúi Flokks fólksins leggur til að hefja skógrækt til kolefnisjöfnunar allt frá Græna treflinum við Rauðavatn (skógræktaráætlun höfuðborgarsvæðisins) að Hengli. Hér á landi eru þegar til trjátegundir sem myndu þrífast vel þarna. Svæðið er í

Lesa meira »

Forsætisnefnd 11. febrúar 2022

Tillögu Flokks fólksins um að að skoðaðar verði leiðir til að draga úr kostnaði við veitinga á fundum borgarstjórnar er vísað frá. Tillagan hljóðar svona: Þeir fundir sem hér um ræðir eru oft langir og geta staðið í allt að 10 tíma. Veitingar á fundum borgarstjórnar hafa ýmist verið pantaðar frá Múlakaffi sem rak mötuneyti borgarinnar þangað til í desember

Lesa meira »

Mannréttinda- nýsköpunar- og lýðræðisráð 10. febrúar 2022

Bókun Flokks fólksins við liðnum Skýrsla starfshóps um stöðu kynja- og hinseginfræði í skóla- og frístundastarfi SFS, dags. nóvember 2022: Fulltrúi Flokks fólksins vill draga fram Viðauka 2 sem er tillaga frá Flokki fólksins um að gerð verði úttekt á jafnréttisfræðslu í skólunum, hvernig henni er háttað og hvernig hún hefur þróast undanfarna áratugi. Allt frá því fyrstu jafnréttislögin voru sett árið 1976

Lesa meira »

Borgarráð 10. febrúar 2022

Bókun Flokks fólksins við bréfi umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 9. febrúar 2022, sbr. samþykkt skipulags- og samgönguráðs frá 9. febrúar 2022 á auglýsingu á nýju deiliskipulagi fyrir KR-svæðið: Tillögurnar segja að framundan séu viðamiklar breytingar á deiliskipulagi. Fyrirhugað er að nýta hluta af íþróttasvæði félagsins við Frostaskjól fyrir uppbyggingu og er til skoðunar að opna á heimildir fyrir verslun og

Lesa meira »

Skipulags- og samgönguráð 9. febrúar 2022

Bókun Flokks fólksins Hverfisskipulag, Laugardalur 4.1 Laugarnes, kynning Fulltrúi Flokks fólksins fagnar því hvernig samráðsferlið er kynnt. Sagt er að byrja á með autt blað. En einnig er tekið fram að forsendurnar frá aðalskipulaginu eru komnar á blað og með því er gefið í skyn að þeim verði ekki breytt. Sú staða gæti komið upp að íbúar líki ekki við

Lesa meira »

Borgarstjórn með ungmennum

Bókun Flokks fólksins við tillögu fulltrúa í ungmennaráði Árbæjar og Holta um betra aðgengi að sálfræðiþjónustu í grunnskólum Reykjavíkur sem hljóðar svo: Lagt er til að borgarstjórn samþykki að fela velferðarsviði að bæta aðgengi fyrir unglinga að sálfræðiþjónustu í öllum grunnskólum Reykjavíkur. Miðað skal við að aðgengi hafi verið bætt eigi síðar en í janúar 2023. Fulltrúi Flokks fólksins er

Lesa meira »

Borgarráð 3. febrúar 2022

Bókun Flokks fólksins við bréfi skipulags- og samgönguráðs frá 26. janúar 2022 á auglýsingu á tillögu að breytingu á deiliskipulagi Hlemms og nágrennis,stgr. 1.240: Fulltrúi Flokks fólksins vill minna á að það er fólk sem býr við Hlemm. Stundum er eins og það gleymist því svo mikil áhersla er lögð á að byggja upp „stemninguna“. Það eru t.d. engir djúpgámar

Lesa meira »

Velferðarráð 2. febrúar 2022

Bókun Flokks fólksins við tillögu sviðsstjóra, dags. 2. febrúar 2022, um breytingu á fjárhæðum sérstaks húsnæðisstuðnings: Fulltrúi Flokks fólksins telur að þessi hækkun haldi ekki við nýjustu verðbólgutölur, 5,7%. Verði þetta breytingin þá rýrnar húsnæðisstuðningur milli ára miðað við verðbólgu. Bókun Flokks fólksins við  áliti umboðsmanns Alþingis í máli nr. 10572/2020 er varðar skilyrði áfangahúsnæðis: Flokks fólksins telur að sú

Lesa meira »

Skipulags- og samgönguráð 2. febrúar 2022

Bókun Flokks fólksins við Laugardalur, tillögur um skipulags- og mannvirkjamál, umsagnarbeiðni: Sem betur fer er ekki hér um fullmótaðar tillögur að ræða. En oft er það samt þannig að það sem ratar inn sem fyrstu hugmyndir, hangir inni allt út í gegn sama hvað hver segir. Áður hefur fulltrúi Flokks fólksins nefnt að verið er að þrengja ansi mikið af

Lesa meira »

Borgarstjórn 1. febrúar 2022

Tillaga borgarfulltrúa Flokks fólksins að opna í Reykjavíkur, grænt svæði, almenningsgarð með afþreyingu Fulltrúi Flokks fólksins leggur til að opna í úthverfi Reykjavíkur grænt svæði, almenningsgarð með  afþreyingu, svo sem kaffihúsi og þar sem frætt verður um umhverfisgildi ræktunar og að minnka sóun. Núverandi meirihluta er tíðrætt um „Græna borg“ sem er af hinu góða. Ekki veitir af. Fulltrúi flokks

Lesa meira »

Forsætisnefnd 28. janúar 2022

Lögð fram svohljóðandi tillaga áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins um leiðir til að draga úr matarkostnaði á fundum borgarstjórnar: Fulltrúi Flokks fólksins leggur til að skoðaðar verði leiðir til að draga úr kostnaði við veitinga á fundum borgarstjórnar. Þeir fundir sem hér um ræðir eru oft langir og geta staðið í allt að 10 tíma. Veitingar á fundum borgarstjórnar hafa ýmist verið

Lesa meira »

Mannréttinda-, nýsköpunar- og lýðræðisráð 27. janúar 2022

Bókun Flokks fólksins við umsögn mannréttinda-, nýsköpunar- og lýðræðisráðs um hollustuháttarreglugerð nr. 2/2022, dags. 21. janúar 2022: Fulltrúa Flokks fólksins telur mannréttinda- og lýðræðisráð eigi að láta sig alls konar réttindi og hagsmuni fólks varða og hefði viljað sjá þessa umsögnina breiðari. Mikið af þeim athugasemdum lúta að breyttu orðalagi. Umsögnin ráðsins snýr að salernismálum í tengslum við kynrænt sjálfræði.

Lesa meira »

Borgarráð 27. janúar 2022

Bókun Flokks fólksins við tillögu borgarstjóra, dags. 25. janúar 2022, að viðaukum við fjárhagsáætlun 2022: Fulltrúi Flokks fólksins styður það og fagnar því að auka eigi fjárheimildir til velferðarsviðs. Hækka á fjárheimildir velferðarsviðs um 100 milljónir vegna tímabundinnar fjölgunar sérfræðinga til að vinna úr áhrifum COVID-19 á börn og unglinga. Áður var búið að hækka þær um 40 milljónir. Að

Lesa meira »

Skipulags- og samgönguráð 26. janúar 2022

Bókun Flokks fólksins við liðnum: Áhrif hámarkshraðaáætlunar Reykjavíkur á Strætó, niðurstöður greiningarvinnu, kynning: Beðið var um þessa vinnu m.a. af Strætó sem hafði áhyggjur af því að lækkun hámarkshraða myndi hægja á Strætó. Rökrétt er að ef hraði ökutækja lækkar aukist ferðatími, fólk er lengur á leiðinni og það er ekki vegna neinna hindrana endilega heldur einfaldlega vegna að við

Lesa meira »

Skóla- og frístundaráð 25. janúar 2022

Bókun Flokks fólksins við tillögu  borgarstjóra, dags. 13. desember 2021, um kaup á skólavörum af Múlalundi. SFS2021080310 Í þrjú ár hefur Múlalundur, sem er vinnustofa fyrir fólk með skerta starfsorku, reynt að fá Reykjavíkurborg að samningaborðinu. Um 80 prósent starfsmanna Múlalundar er með lögheimili í Reykjavík og það er löng bið eftir plássi þar. Fulltrúi Flokks fólksins lagði fram tillögu

Lesa meira »

Borgarráð 20. janúar 2022

Bókun Flokks fólksins við bréfi umhverfis – og skipulagssviðs, dags. 12. janúar 2022, sbr. samþykkt skipulags- og samgönguráðs frá 12. janúar 2022, á yfirliti verkefnis og hlutverks vinnuhóps um yfirferð umsókna til Húsverndarsjóðs Reykjavíkurborgar 2022: Styrkveitingar eru vandasamar og mikilvægt er að hópurinn sé vel skipaður. Þarna eru taldir upp þrír embættismenn og ættu kjörnir fulltrúar að vera allavega fjórir

Lesa meira »

Velferðarráð 19. janúar 2022

Bókun Flokks fólksins við tillögu sviðsstjóra, dags. 19. janúar 2022, um breytingu á reglum um fjárhagsaðstoð frá Reykjavíkurborg, ásamt fylgiskjölum: Meirihlutinn leggur til að velferðarráð samþykki að fjárhæðir fjárhagsaðstoðar til framfærslu og aðstoð vegna barna hækki um 2,4% í samræmi við forsendur við úthlutun fjárhagsramma velferðarsviðs fyrir árið 2022. Fulltrúa Flokks fólksins finnst þetta afar nánasalegar hækkanir, nokkrir þúsundkallar. Þegar

Lesa meira »

Borgarstjórn 18. janúar 2022

Tillaga borgarfulltrúa Flokks fólksins um að skipaður verði stýrihópur sem greini og leggi mat á hvað vanti upp á til að hægt sé að innleiða Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna í Reykjavík Borgarfulltrúi Flokks fólksins leggur til að skipaður verði stýrihópur sem greini og leggi mat á hvað þurfi til til að Reykjavík geti farið í  innleiðingaferli á  Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna líkt

Lesa meira »

Mannréttinda, nýsköpunar- og lýðræðisráð 13. janúar 2022

Bókun Flokks fólksins við bréfi skrifstofu borgarstjórnar dags. 22. desember 2021, um breytta samþykkt fyrir mannréttinda-, nýsköpunar- og lýðræðisráð: Fulltrúi Flokks fólksins hefur áhyggjur af 3. greininni en þar segir að mannréttinda-, nýsköpunar- og lýðræðisráð hafi umsjón með stafrænni umbreytingu. Auk þess skal mannréttinda-, nýsköpunar- og lýðræðisráð stuðla að nýsköpun, snjallvæðingu og skilvirkri nýtingu tækni í þágu stefnumörkunar borgarinnar. Ástæða

Lesa meira »

Skipulags- og samgönguráð 12. janúar 2022

Bókun Flokks fólksins við kynningu á stöðu vinnutillögu Hverfisskipulags fyrir Háaleiti-Bústaði hverfi 5.1, Háaleiti Múlar að loknum athugasemdarfresti. Einnig er lögð fram könnun Gallups vegna nýs Hverfisskipulags Háaleitis- Bústaða, dags. í nóvember 2021: Eftir því sem fulltrúi Flokks fólksins kemst næst er meirihluti þátttakenda könnunarinnar ekki mjög viss um skoðun sína á hverfisskipulaginu. Hér er um fyrstu drög að ræða

Lesa meira »

Borgarráð 6. janúar 2022

Bókun Flokks fólksins við bréfi umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 16. desember 2021, sbr. samþykkt skipulags- og samgönguráðs frá 15. desember 2021 á auglýsingu á tillögu að deiliskipulagi Arnarnesvegar 3. áfanga: Arnarnesvegurinn er afleit framkvæmd og eingöngu gerð til að þjónusta Kópavogsbúa. Eina eðlilega framkvæmdin á þessu svæði er að tvöfalda Breiðholtsbrautina frá Jafnaseli að Rauðavatni. Athyglisvert er að sjá að

Lesa meira »

Borgarstjórn 1. mars 2022

Tillaga borgarfulltrúa Flokks fólksins um úttekt á hvort samræmdar viðmiðunarreglur um skólasókn hafi nýst til að greina skólaforðun Flokkur fólksins leggur til að borgarráð samþykki að fela skóla- og frístundasviði og velferðarsviði að framkvæma úttekt á hvort samræmdar viðmiðunarreglur um skólasókn hafi nýst grunnskólum í Reykjavík til að fylgjast með fjölda þeirra tilvika þar sem nemendur forðast skóla og til að

Lesa meira »

Borgarstjórn 21. desember 2021

Tillaga Flokks fólksins um skipulagða byggð fyrir eldra fólk Eldumst heima – sérstök uppbygging svæða Fjölgun eldri íbúa er eitt af þeim verkefnum sem Reykjavíkurborg þarf að takast á við. Hugmyndir nútímans ganga út á að eldra fólk geti búið sem lengst í eigin húsæði og það er hlutverk okkar í Reykjavíkurborg að aðstoða og skipuleggja slíka byggð. Töluverður hluti

Lesa meira »

Borgarráð 16. desember 2021

Bókun Flokks fólksins við framlagningu bréfs umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 15. desember 2021, sbr. samþykkt skipulags- og samgönguráðs frá 15. desember 2021 á uppfærslu aðalskipulags Reykjavíkur 2010-2030, samþykktu í borgarstjórn 19. október sl., sbr. lista yfir lagfæringar í umsögn umhverfis- og skipulagssviðs dags. 13. desember 2021, sbr. einnig umsögn Skipulagsstofnunar, dags. 10. desember 2021, ásamt fylgiskjölum: Fjallað er um athugasemdir

Lesa meira »

Skipulags- og samgönguráð 15. desember 2021

Bókun Flokks fólksins við liðnum: Breytingar á gjaldsvæði bílastæða í Reykjavík, tillaga: Skipulagsyfirvöld leggja til að stækka gjaldsvæði 1 sem er dýrasta gjaldskyldusvæðið. Verið er að þrengja sífellt meira að þeim sem þurfa nota bíl til að fara ferða sinna og eiginlega þykir fulltrúa Flokks fólksins nóg komið af álögum á borgarbúa sem í þessu tilfelli koma verst niður á

Lesa meira »

Borgarráð 9. nóvember 2021

Bókun Flokks fólksins við bréfi umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 8. desember 2021, sbr. samþykkt skipulags- og samgönguráðs frá 8. desember 2021, á tillögu að hverfisskipulagi Breiðholts, hverfi 6.1 Neðra Breiðholt, ásamt fylgiskjölum: Í þessum gagnapakka er að finna bréf frá Vegagerðinni og Kópavogsbæ um Arnarnesveginn. Athugasemdir beggja aðila valda áhyggjum. Vegagerðin bendir á að skv. vegalögum nr. 80/2007 er veghelgunarsvæði

Lesa meira »

Mannréttinda- nýsköpunar- og lýðræðisráð 9. desember 2021

Bókun Flokks fólksins við umsögn mannréttinda-, nýsköpunar- og lýðræðisráðs dags. 9. desember 2021, um drög að stefnu Reykjavíkurborgar um byggingar fyrir skóla- og frístundastarf: Það sem fulltrúi Flokks fólksins vill leggja áherslu á er að hönnun nýrra leikskóla byggi á hugmyndafræði um bæði algilda hönnun og hönnun sem hverfist um arkitektúrinn og rýmisgildi þannig að rými tengjast og tryggja sveigjanleika

Lesa meira »